Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 22
Best að Magnús
Kristján V.
Sigurjónsson
„Magnús hefur
engin skjöl eöa
aðrar heimildir,
sem styöja
ásakanir hans í
myndinni."
22 VÍKINGUR
Eitt heitasta mál okkar íslendinga um þessar mundir er sjónvarpsmynd Magn-
úsar Guðmundssonar og Eddu Sverrisdóttur; Lífsbjörg í Norðurhöfum.
í myndinni er hart vegið að grænfriðungum fyrir þvinganir þeirra í garð okkar til
að hætta öllum hvalveiðum. Kristján V. Sigurjónsson hitti einn forustumanna
grænfriðunga á Norðurlöndum, Jacob Lagerkrants, í Gautaborg rétt þegar blað-
ið var að fara í prentsmiðju, og átti við hann viðtal fyrir Víkinginn.
Ritstj.
„Eiginlega vorkenni ég
Magnúsi Guðmundssyni",
sagði Jacob Lagerkrants for-
maður grænfriðunga í Gauta-
borg. „ Ég hitti Magnús að máli í
Osló 11. apríl sama dag og
myndin hans Lífsbjörg í Norð-
urhöfum var sýnd í norska sjón-
varpinu. Magnús hefur engin
skjöl eða aðrar heimildir sem
styðja ásakanir hans í mynd-
inni. Hann dró upp 6 ára gamalt
plagg sem sent var milli tveggja
manna sem starfa hjá græn-
friðungum. í þessu skjali eru
settar fram hugmyndir um
hvernig hægt er að brjóta hiður,
meðal annars, efnahag Nor-
egs. Með þessu ætlaði Magn-
ús að vinna sér álit á ódýran
hátt, og sýna framá annarleg
markmið okkar grænfriðunga.
Hefði hann gefið sér tíma til að
athuga málið fyrst hefði hann
komist að því að skjal þetta var
opinberað í Noregi fyrir mörg-
um árum.“
Játning Gustave
Ppirier
í viðtalinu lagði Lagerkrants
m.a. fram játningu þá sem sel-
veiðimaðurinn Gustave Poirier
gerði og Magnús notar í mynd-
inni sem sönnun þess að atriði
þar sem sýnt er að selur er fleg-
inn lifandi hafi verið sviðsett af
grænfriðungum. Þessi játning
var gerð 20. maí 1969. Þar seg-
ir Poirier að hann hafi flegið sel
fyrir hóp skeggjaðra kvik-
myndatökumanna 3. mars
1964. Þetta gerði hann gegn
borgun. Þetta atriði var með
öðrum orðum tekið upp sjö ár-
um áður en Greenpeace sam-
tökin voru stofnuð og 14 árum
áður en grænfriðungar tóku
það upp í sína mynd í mars
1978. Við upptöku þeirrar
myndar voru viðstaddir sextán
nafngreindir menn, þar af fimm
grænfriðungar, fimm „fisheries
officer", tveir þyrluflugmenn og
tveir lögreglumenn frá RCMP
(Royal Canadian Mountainpol-
ice) og tveir aðrir. Þrír grænfrið-
ungar hafa gert skýrslu um at-
burðarásina. Þar kemur fram
að Patrick Moore var handtek-
inn af Alfred Ollerhead þegar
hann reyndi að bjarga lífi eins
selsins. Frásagnir þessar eru
mjög ítarlegar.
Vill ekki þekkjast
Lögð var fram handskrifuð
dagbók frá þeim tíma eftir kvik-
myndatökumanninn Steve
Boweman. Það vakti athygli að
hvergi kom fram hver veiði-
maðurinn var. Jacob Lager-
krants vissi það ekki: „Ég hef
enga hugmynd um hver hann
var en hann var veiðimaður.
Líklega vill hann ekki að hann
þekkist og ég efast um að hann
mundi vilja gefa skýrslu um at-
burðarásina." Spurningum um
af hverju menn hafi verið mál-
aðir í framan svaraði Lager-
krants að það hafi verið vörn
gegn sterkri birtu sem auðveld-
lega getur brennt menn í and-
liti. Grænfriðungur að nafni
Robert O. Taunt III var við-
staddur uþptökurnar. Hann
virðist ekki hafa haft neitt fyrir-
fram ákveðið verkefni. „
Hann var líklega varamaður
sem var á staðnum til aðstoðar
ef eitthvað færi úrskeiðis og til
að geta borið vitni eftirá. Ann-
ars hef ég ekki hugmynd um
hversvegna hann var með,“
segir Jacob Lagerkrants. Þetta
er ekki ósennileg skýring.