Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 14
I verum „Stadreyndin er sú aö fiskveiöi- stefnan, sem við höfum búiö við frá 1984, hefur því miöur mistekist. 14 VÍKINGUR Hagkvæmni smæðarinnar Ég finn aö Skúla hálf leiðist þessi umræða, svo ég vík tal- inu inn á aðra braut. Hvað með uppbygginguna á norðanverðu Snæfellsnesi, hefur hún verið eftir óskum þingmannsins? „Ég held að sú uppbygging, sem hefur nú heldur hægt á hin síðari ár, hafi verið betri en víða annarsstaðar varðandi sjávar- útveg. Hér höfum við ekki lent í því að þaö hafi verið eitt stórt fyrirtæki sem annaðist alla vinnslu. Hér á Rifi og Hellis- sandi eru sex fyrirtæki í þessu. Ég held að flest þeirra séu sæmilega sjálfstæð fjárhags- lega. Ef hér væri eitt stórt fyrir- tæki og rekið með halla, eins og raun ber vitni víða annars- staðar um landið, þá væri stað- an miklu verri en hún er. Það virðist sem þessi stóru fyrirtæki séu mun verr undirbúin að taka hallarekstri eins og var hér í fyrra og er kannski enn. Þau hafa átt erfiðara með að aðlaga sig þeim vanda sem kom upp með rangt skráðu gengi til dæmis. Við hér á nesinu höfum verið heppin að hér er hvergi svona um hnúta búið, að eitt fyrirtæki hafi verið örlagavaldur byggðanna. Ég held að sú kenning stjórnvalda og fræði- manna nú, að það sé eitt af stóru verkefnunum að sameina fyrirtæki, hún sé röng. Við ís- lendingar eigum að byggja á hagkvæmni smæðarinnar. Stór fyrirtæki fara illa hjá okkur yfirleitt." — í hverju felst hagkvæmni smæðarinnar? „Hún felst kannski ekki síst í því að stjórnendur hafa betri yfirsýn yfir fyrirtækið og eiga betra með að aðlaga þau breyttum aðstæðum hverju sinni. Það er auðvitað alveg fjarstæðukennt að heyra rekstrarsérfræðinga sem hafa hlotið menntun sína úti í hinum stóru löndum, halda því fram að hér skuli rísa fyrirtæki i þeim mæli sem þar gerist. Við erum þjóðkríli og hljótum að byggjast upp sem slíkir. Þar er ósköp eðlilegt að fyrirtæki séu stór, en það er lítil eining í þeirra augum sem við köllum risafyrirtæki. Ég vil ekki deila á menntun manna, þeir hafa tileinkað sér það sem kennt er í hinum ýmsu skólum. Arkitektar sem lært hafa t.d. í Mexíkó komu heim með þau fræði að hér ættu hús- þök að vera flöt. Þetta passar bara ekki hér og hefur svo sem komið í Ijós. Eins er með þá sem lært hafa reksturfyrirtækja erlendis. Það er eftir „teóríum" stóru landanna og á kannski ekki heima hér.“ Brýnustu verkefni framundan „Ef við viljum halda þeim fjólksfjölda sem hér er og kannski auka hann aðeins þá tel ég brýnustu verkefni vera á félagslega sviðinu. Við þurfum að veita hér þá þjónustu sem er á Reykjavíkursvæðinu, koma upp góðri félagsaðstöðu og íþróttaaðstöðu fyrir unglinga og börn. Eins er með skólana. Ég tel það vera forgangsverkefni að koma hér upp aðstöðu sem sé jafn góð og fyrir sunnan. Og þá má ekki gleyma leikskólan- um. Ég tel að við höfum mjög góða aðstöðu hvað varðar heil- brigðismál, jafnvel betri en Reykjavík. Það kemur aldrei fyrir að við getum ekki náð í lækni hér. Við höfum góðar samgöngur á landi og í lofti og getum því á skömmum tíma verið komin á gott sjúkrahús ef með þarf. Af því þú spyrð um menningu og listir, þá get ég sagt að það er svo sem sama þar. Þó er nú staðreyndin sú, að þegar mað- ur kemur í leikhús í Reykjavík, þá mætir maður fleiri Snæfell- ingum þaren þeim Reykvíking- um sem maður þekkir. Fólk af landsbyggðinni á oft erindi suð- ur og bregður sér þá gjarnan á vit menningarinnar í leiðinni." Viltu segja eitthvað um kvót- ann? „Staðreyndin er sú að fisk- veiðistefnan, sem við höfum búið við frá 1984, hefur því mið- ur mistekist. Það er að segja, þeir sem héldu henni fram sögðu að með henni mætti minnka sóknina í nytjastofn- ana, það væri hægt að reka út- gerðina ódýrar og von um að betri afli bærist á land. Þessir þættir hafa allir mistekist og kannski mest hvað varðar þorskstofninn. Við vorum að fiska þetta um fjögur hundruð þúsund tonna ársafla, allar göt- ur frá því 1950 og framyfir 1970. Núna blasir við að við getum ekki á næstu árum fiskað mikið meira en um þrjú hundruð þús- und tonn af þorski. Þannig að fiskverndunarsjónarmiðin hafa alveg dottið upp fyrir. Við hér við Vestur- og Suðurland finn- um mest fyrir þessu. Þetta hef- ur orsakað það að þorskurinn hefur ekki fengið að vaxa mikið meira en upp í það að verða eitt og hálft til tvö kíló þegar hann er veiddur. Þetta þýðir það að hrygningarstofninn er miklu minni. Svæðið frá Bjargtöng- um, suður og austur um Vest- mannaeyjar, er að verða meiri og minni eyðimörk, miðað við það sem áður var. Þetta þýðir einnig að veiðin getur ekki jafn- ast út eins og gerast myndi ef hrygningarstofninn væri stærri. Við getum hugsað okkur að eitt árið gengi hrygningin vel og við gætum aukið aflann. En það væri þá aðeins eitt ár. Síðan kæmu ár sem gæfu e.t.v. ekki meira en tvö hundruð þúsund tonn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.