Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 12
I verum Vantar ekkert nema fólk Hellissandur á það sameiginlegt með mörgum öðrum sjávarplássum á landsbyggðinni, að þar vantar fleira fólk. Það er erfitt dæmi fyrir sveitarfélag þar sem aðeins sex hundruð manns búa að reka alla þjónustu á borð við stærri bæi, svo sem skóla, íþróttahús, leikskóla, gatnakerfi o.fl. Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri, oddviti o.fi.: „Alltaf er byrjað á öfugum enda. Frumatvinnugreinarn- ar fá afganginn". 12 VÍKINGUR Kf Ólafur Rögnvaldsson, framkv.st. Hraðfrystihúss Hellissands og oddviti í Neshreppi utan Ennis. „Þeir tjá mér skipstjórarnir aö það hafi komið mikið af fiski inn í bugtina rétt fyrir páska. Hann er frekar smár miðað við neta- fisk, þetta fjögur til fjögur og hálft kg. Það er ekkert hægt að berja sér yfir aflaleysi, en af- koman er ekki góð þrátt fyrir það. Þetta er það sem áhrifa- menn í þjóðfélaginu virðast því miður ekki skilja. Ekki heldur að vinnsla og veiðar á sjávarafla er undirstaða þjóðlífsins. Það virðist vera orðinn stór hópur á íslandi sem veit ekki á hverju þjóðin lifir. Fólk heldur að gjald- eyririnn skapist í bönkunum og það sé nóg að fara þangaö, taka út gjaldeyri og flytja inn vörur. Alltaf er byrjað á öfugum enda. Allir aðrir en frumat- vinnugreinarnar fá sinn skerf fyrst, þær fá svo afganginn. Þetta gengur ekki svona. Hraðfrystihús Hellissands hefur um sextíu manns í vinnu í landi og það er svipað og und- anfarin ár. Framleiðslan er svipuð. Að vísu fluttum við út svolítið af ferskum fiski til Spán- ar í haust. Það var flattur fiskur. Það kom ágætlega út, en þegar við sáum að þetta kom niður á saltfiskmarkaðinum þá hættum við þessu. Það er tap á öllum frystihús- um í dag, alveg burt séð frá því hvað Þjóðhagsstofnun segir. Við finnum þetta best sem stöndum daglega í þessu. Það urðu miklar verðhækkanir á síðasta ári. Reyndar virðist vera komið jafnvægi á núna. Tekjur okkar skapast að veru- lega leyti af genginu, en svo er hitt, að um leið og gengið fellur, þá hækkar allur kostnaður að sama skapi. Það sem á að bjarga okkur, það kemur oftar en ekki í hnakkann á okkur aft- ur. í hreppsmálunum gengur á ýmsu. Við höfum fallið í þá gryfju, eins og margir aðrir, að fjárfesta of mikið. Þess vegna er verkefni þessa árs fyrst og fremst að greiða niður skuldir. Hér vantar tvö til þrjúhundruð manns. Hér er jDægilegt að eiga heima, stutt í alla þjónustu og fiskimiðin við bæjardyrnar. Og hér vantar fleiri skip. Ég hvet alla sem eiga í erfiðleikum hvar sem er á landinu til aö koma til Hellissands. Hér er nóg að gera og það verður tek- ið vel á móti þeim.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.