Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Side 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Side 47
nyjuMGAR TÆKMI Hugmyndin að tvískrúfunni á sér langa forsögu og sýnir mynd nr. 4 teikningu af búnaði sem notaður var við tilraun sem framkvæmd var 1837 af John Ericsson. Þvermál skrúfanna var 1.6 m og voru þær knúðar af bullu-gufuvél. Skrúfa með öfugsnúð Stór hluti af orkutapi skips- skrúfunnar liggur í hvirfilmynd- un og á hún sér fyrst og fremst stað á tveim stöðum þ.e. við enda skúfublaðanna og svo- kallaðan miðhvirfil (vortex) sem myndast beint aftur af skrúfuhausnum. Glímt er við þann fyrrnefnda með því að fela skrúfublöðunum heppilegt hydródynamfskt form, sjá mynd nr. 1, eða með skrúfu- hring. Sá síðarnefndi stafar af þeirri hringiðu sem myndast eftir skrúfu, vegna snúnings hennar, og samkvæmt lögmál- inu um varðveislu skriðþung- ans getur hraðinn í miðstrengn- um orðið mjög hár en það veld- ur aftur þrýstisveiflum og holmyndun (cavitation) sem rýrir nýtni skrúfunnar og getur skapað högg og titring. Japanska fyrirtækið „Mitsui OSK Lines“ hefur gert rann- sóknir á þessu fyrirbæri og hef- ur markaðssett skrúfu með svokölluðum öfugsnúð sem ætlað er að vinda ofan af fyrr- nefndum miðhvirfli. Rannsókn- ir fyrirtækisins benda til þess að með þessu móti megi auka nýtni skrúfunnar um 2 - 4%. Mynd nr. 5 sýnir skipsskrúfu með fyrrnefndum búnaði. Með módelrannsóknum er fundin hagkvæmasta stigning á blöð- um öfugsnúðsins. Með fyrrnefndu tvískrúfufyr- irkomulagi má einnig að veru- legu leyti koma í veg fyrir mynd- un miðhvirfils. Líklegt má telja að á næstu árum eigi skipsskrúfan eftir að taka talsverðum breytingum því athyglin virðist beinast mjög að henni nú um stundir. Færavindur — Netaspil Færavindurnar eru rafdrifnar 12 og 24 v og vökvadrifnar Línuspil — vökvadrifin Elektra Netaspil Vökvadrifin fyrir línu og net Höfum einnig á bodstólum beitingavélar ELEKTRA hf. Hjallahrauni8 Hafnarfirði 222 P.O. Box 107 Simar 53688 — 53396 Mynd 4. Mynd 5 VÍKINGUR 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.