Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 29
gæsluflugsins
sjálfur skipherra var meö okkur
í áhöfn siglingafræðingur, fjöl-
hæfileikaog listamaðurinn Jón-
as Guðmundsson.
Jónas hafði sérstaka
ánægju af að fá að setjast í
hægra flugmannssætiö og fá
að stýra. Þegar við vorum á
truflanalitlu flugi við eftirlit, t.d.
ef lítið sást til skipaferða og lítið
þurfti að gera. Þessir hrekkja-
lómar, hér ónafngreindir, áttu
það til að hrekkja svona viðv-
aning ef þeir gátu því við komið.
Efst í þaki vélarinnar voru
stjórnvírar fyrir svokallað
„trimm“ á vængjunum sem
fínstillti af flughæð og stefnu.
Auðvelt var fyrir kunnuga að
færa þessa víra til með því að
taka á þeim og færa þá fram og
aftur sem þýddi það að annað
hvort tók flugvélin dýfu eða hún
fór skyndilega að klifra.
Eitt sinn vill svo til að ég er,
sjálfur skipherrann, að kasta af
mér vatni þarna aftur í vélinni.
Án nokkurra undanbragða þá
finna bragðarefirnir rétt tæki-
færi þegar ég er rétt hálfnaður
að pissa og steypa vélinni fyrir-
varalaust. Þetta hafði það í för
með sér að ég lenti í þyngdar-
leysi og missti fótanna þegar
Jónas halaði kröftuglega í
stjórntækin og rykkti vélinni
upp til baka.
í þetta skiptið fór sprænan
víst vítt og breitt um allt nær-
liggjandi rými þarna aftast í vél-
inni í stað þess að enda í brús-
anum. Ég, sjálfur skipherrann,
hnyklaðist eins og hvert annað
slytti niður í kjöl flugbátsins og
fékk við ekkert ráðið!