Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 36
Björgunarskipið . . .
tillögu aö báturinn bæri nafn
Henrys A. Hálfdanssonar, sem
var skristofu-og framkvæmda-
stjóri félagsins frá 1944 - 1972
eöa í samtals 28 ár.
Fyrir okkur sem eldri erum er
sú ákvöröun ofur skiljanleg en
vegna yngri kynslóðarinnar,
sem starfar innan okkar sam-
taka vil ég geta eftirfarandi til
frekari glöggvunar. Hér verður
þó aðeins stiklaö á stærstu
steinum og getið þeirra þátta er
svo mjög mörkuöu lífsstarf
hans - öryggismál sjómanna
slysavarna- og björgunarmál
og velferöarmál sjómanna-
stéttarinnar sem tengjast sjó-
mannadeginum og DAS
-Hrafnistu. Henry var fæddur
10. júlí 1904 á ísafirði og hóf
sjómennsku um fermingu á
bátum þar vestra. Síðar fór
hann í siglingar bæöi á íslensk-
um og erlendum skipum.
Áriö 1926 lýkur hann loft-
skeytaprófi og starfar sem slík-
ur á togaranum Hafsteini og
síöar á Hannesi ráöherra, eða
þar til togarinn strandaöi viö
Kjalarnes í febr. 1939, en áhöfn
hans, 18 mönnum, var bjargað
af björgunarskútunni
Sæbjörgu. Eftir það réðst hann
á strandferðaskipið Súöina.
Það mun hafa verið á vist-
dögum Henrys á togurunum að
hann hreyfði þeirri hugmynd að
stofna til sérstaks hátíðisdags
sjómanna - sjómannsdags. Sá
langþráði draumur rættist 6.
júní 1938 að fyrsti sjómanna-
dagurinn var hátíðlegur haldinn
og stóðu að honum samtök sjó-
manna í Reykjavík og Hafnar-
firði. Þegar hófst baráttan fyrir
velferðarmálum sjómanna-
stéttarinnar með byggingu
DAS - Hrafnistu í Reykjavík og
síðar í Hafnarfirði. Henry var
formaður fulltrúaráðs sjó-
mannadagsins frá 1938-1961 í
samtals 23 ár.
Enn lengur átti hann sæti í
stjórn Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands, eða
samfleytt í 32 ár. Strax þegar
félag hans, Félag íslenskra loft-
skeytamanna, varð aðili að
FFSÍ á öðru þingi þess, árið
1940, var Henry kosinn í sam-
bandsstjórnina og átti þar sæti
til æviloka.
Fiskvinnsluskólinn
Trönuhrauni 8 - 220 Hafnarfirði - Sími 53544 - 53547
Umsóknir um skólavist berist fyrir
9. júní nk.
Kennsla í vinnslu sjávarafurða
j