Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 52
Gámur
skrifar
52 VÍKINGUR
„ÉG SKIPTI
" -spiallað í
talstöðina
Leiðari Guðjóns A. Kristjánssonar, forseta Far-
manna- og fiskimannasambands íslands, í síð-
asta tölublaði Víkingsins vakti að vonum mikla
athygli. Guðjón leggur þar til að þorskkvótinn
verði aukinn aftur um þau 10% sem hann var
skertur í byrjun ársins, í Ijósi mikillar fiskigengdar
á vertíðarmiðum og vegna þess hve vel togarar-
allið kom út. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar, átti dálítiö bágt í byrjun, en herti
sig svo upp og sagðist ekki myndu leggja til við
sjávarútvegsráðherra að kvótinn yrði aukinn. Ja-
kob viðurkennir þó að togararallið hafi komið
miklu betur út en hann átti von á. Einnig virðist hin
góða vetrarvertíð hafa komið fiskifræðingum á
óvart. En að bakka með fyrri fullyrðingar, nei takk.
Annars segja þeir sem best þekkja til að það
hefði ekkert þýtt fyrir Jakob að leggja til aukinn
kvóta við Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra. Halldór breytir aldrei fyrri ákvörðun sinni
frekar en Bjartur í Sumarhúsum. Halldór íhugar
ævinlega vel allar ákvarðanir sínar, en eftir það fá
hvorki Guð né menn þeirri ákvörðun breytt.
Oft er talað um að skipastóll landsmanna sé of
stór. Það kom samt í Ijós á loðnuveiðunum í vetur
að ekki leifði neitt af þeim 49 skipum, sem höfðu
leyfi til loðnuveiða. Meira að segja vantaði fáein
tonn uppá að allur kvótinn næðist. Lúðvík Jós-
epsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra, sagði einu
sinni um þetta mál; „Þegar vel veiðist er flotinn
ekki of stór.“
Halldór Ásgrímsson hefur látið vel af Þýska-
landsför sinni. Hann segir að þýskir ráðamenn
hafi sýnt skilning á málstað íslendinga í hvalveiði-
málinu. Þetta segja þeir sem fylgdust best með
Þýskalandsförinni að sé mikið ofmat hjá Halldóri.
Ferðin breytti nákvæmlega engu. Vinsamleg orð í
skálarræðum hafi ekkert að segja og grænfrið-
ungar muni geta farið sínu fram í baráttu sinni
gegn íslenskum sjávarafurðum, án þess að þýsk-
ir stjórnmálamenn lyfti svo mikið sem litla fingri
málstað okkar til stuðnings.
Ekkert bólar enn á fiskmiðlun þeirri sem sjávar-
útvegsráðherra hefur lýst yfir að koma skuli. ís-
lensk stjórnvöld mega ekki hafa forgöngu í mál-
inu, vegna samninga við EB um að stjórnvöld
skipti sér ekki af fiskútflutningi. Þau hagsmuna-
samtök, sem Halldór Ásgrímsson bað um að
hrinda málinu í framkvæmd, hafa ekkert gert
enda er þar hver höndin upp á móti annarri.
Vegna mikillar fiskigengdar á vertíðinni eru marg-
ir bátar langt komnir með kvóta sína. Heyrst hefur
af einum bát sem er búinn með kvótann. Menn
uggðu ekki að sér í asaveiði fyrr en þeir voru búnir
að fá 100 lestum meira en þeir ætluðu að taka á
vertíðinni. Þessi 100 tonn áttu að geymast.til ann-
arra veiða í sumar.
Norðmenn eru búnir að veiða þorskkvóta sinn
fyrir fyrri hluta þessa árs og hefja ekki aftur þorsk-
veiðar fyrr en í haust. Þorskkvótinn hefur verið
minnkaður í Barentshafi og Norðursjó auk ís-
landsmiða. Vegna þessa er því spáð að fiskverð
muni hækka stórlega á Evrópumarkaði á þessu
ári. Sumir hafa áhyggjur af því að verðið fari svo
hátt vegna minni afla, að fólk hreinlega hætti að
kaupa fisk og þá væri verr farið en heima setið.
Hafrannsóknastofnun hefur sagt að þeir þorsk-
árgangar sem eru að vaxa upp hér við land séu í
löku meðallagi. Það hefur því komiö mönnum á
óvart hve mikið hefur verið um smáfisk á upp-
eldisstöðvunum í vetur. Meira að segja hefur
skyndilokunum aldrei verið beitt jafn mikið né jafn
víða og nú. Þetta segja reyndir sjómenn að bendi
til þess að Hafrannsóknastofnun hafi misreiknað
sig eitthvað við mælingu þessara árganga.
Því er haldið fram af talsmönnum dótturfyrirtækja
SH og SÍS í Bandaríkjunum aö ekki þurfi að von-
ast eftir verðhækkun á fiski á Bandaríkjamarkaði í
ár. Því er haldið fram í markaðsblöðum í Banda-
ríkjunum að þeir sem eru að selja þar fisk hafi
slakað á auglýsingum og hægt á sér í sölu-
mennskunni. Þetta er sögð helsta ástæða þess
að minna selst af fiski vestra en áður.
Margir óttast að kafbátsslysið fyrir norðan Noreg
á dögunum geti orðið þess valdandi að Banda-
ríkjamenn kaupi ekki fisk af þjóðum sem veiða í
Norðurhöfum. Þótt vísustu menn lýsi því yfir að
engin hætta sé á geislamengun, eru Bandaríkja-
menn svo mengunarhræddir að þeir hafa þegar
dregið úr kaupum á laxi frá Noregi. Þessi geislun-
arótti þeirra gæti sett strik í reikninginn fyrir okkur
íslendinga.
Það er ekki bara að vertíðarbátar hafi veitt vel í
vetur. Togararnir hafa mokveitt á öllum miðum.
Afleiðing þessa verður að öllum líkindum sú að öll
veiðiskip verða búin með aflakvóta sína mun fyrr
á árinu en áður hefur verið. Það mun síðan verða
til þess að auka enn á atvinnuleysið í landinu
þegar líður á árið.