Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 13
I verum
Úrskurðað eftir líkum
Skúli Alexandersson alþingismaður var tekinn tali í fyrirtæki hans, Jökli
hf. á Hellissandi. Þangað er hann jafnan kominn strax og færi gefst frá
þingstörfum. Þegar komið er inn til hans vekja athygli innrömmuð skjöl
sem hanga á veggjum skrifstofunnar, kaffistofunnar og víðar.
J „ *' sfi' ■ '■ ' " "* ■ ' j.
1 •
Skúli Alexandersson
framkvæmdastjóri og
alþingismaður. Á
veggnum hanga inn-
römmuð bréf, sem hafa
farið á milii hans og
Sjávarútvegsráðuneyt-
isins um meint brot
hans.
— Hvaöa myndaskreyting
er þetta, Skúli?
„Þetta eru bréf sem hafa
gengið milli fyrirtækis míns og
sjávarútvegsráðuneytisins
vegna kæru þess síðarnefnda
á hendur okkur hér og lands-
mönnum er kunnugt um. Þeir
töldu viðskiptamenn Jökuls
hafa landað afla framhjá vigt og
okkur tekið þátt í því. Ég hengi
þess bréf hér upp á veggi
vegna þess að ég hef ekkert að
fela og vil raunar að starfsfólk
mitt, gestir og gangandi geti
fylgst með þessu. Ráðuneytið
úrskurðaði í þessu máli og
byggði þar algjörlega á líkum,
samkvæmt forsendum sem
það gefur sér sjálft. Borgar-
dómur staðfesti síðan þennan
úrskurð. Þetta mun vera eins-
dæmi í íslenskri réttarfarssögu.
Þar er ekki eingöngu verið að
áfellast mig. Jökull hf. rekur
engan bát, engan bíl eða ann-
að flutningatæki fyrir fisk. Þess
vegna er dómur sá sem gengið
hefur í Borgardómi ekki síður
áfellisdómur yfir viðskiptavin-
um fyrirtækisins. Ég tel þetta
réttarfarslegt slys. Og hvernig
það á að vera hægt að komast
með hundrað og tuttugu tonn af
fiski framhjá vigt? Ja, það er
mér hulin ráðgáta. Þetta er afli
af bátum sem eru algjörlega
ótengdir Jökli, fluttur á tækjum
sem koma fyrirtækinu á engan
hátt við !!!
Þessu máli hefur nú verið
skotið til Hæstaréttar."
VÍKINGUR 13