Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 26
o Þegar kópur... þeir hljóðsetja með tuglasöng. Það er ekki lítið skemmtilegt að heyra smákópa syngja eins og kanarífugla. Það er engin furða þótt gamlar kellingar í Ameríku falli í stafi og setji alla pening- ana sína í að stoppa þá ósvífni að drepa þessi grey“. — Lagerkrantz segist trúa að þú biðjist afsökunar. Muntu gera það? „Á hverju? Ég veit ekki á hverju ég ætti að biðjast afsök- unar. Ég held að þeir ættu held- ur að biðja þessar þjóðir sem þeir eru að eyðileggja afsökun- ar“. „Á Grænlandi er allt í upplausn, veiöimannaþorpin meira og minna aö fara í eyði og allt að fara til fjandans". Dágóðar tekjur — Og áður en við yfirgefum Lagerkrantz, hefurðu hugmynd um tekjur þeirra? „Hann viðurkennir þarna greinilega þessar 4,5 milljónir dollara, eins og ég segi í mynd- inni minni, en á síðasta ári söfn- uðu þeir 60 milljón dollurum, sem samsvarar um 3,2 millj- örðum ísl. króna, og langmest- ur hlutinn kom út á áróður fyrir hval- og selfriðun. Þeir notuðu innan við 3% af tekjum sínum til mengunarvarna, um 15-20% til baráttunnar fyrir hval og sel og í kostnað við söfnunina, og þeir notuðu innan við 1% til rann- sókna. Samtals er þetta tæpur fjórðungur af tekjunum. Eftir eru 2,4 milljarðar króna sem ég veit ekki í hvað fara“. 26 VÍKINGUR Ekki mikill hugsjónamaður — Mig langar til að heyra svolítið um þig sjálfan. Hvernig dróst þú inn í þetta mál? „Það var algjör tilviljun. Ég er ekki svo mikill hugsjónamaður að ég hafi hugsað mér að leggja allt að veði fyrir land og þjóð. Þannig var að ég var á Grænlandi árið 1985 og sá þá hverjum skaða hval og selfrið- un hefur valdið þar. Þar er allt í upplausn, veiðimannaþorpin meira og minna að fara í eyði og allt að fara til fjandans. Sjálfsmorðsalda flæðir yfir og drykkjuskapur meiri en nokkru tali tekur, allt vegna þess að þeir geta ekki veitt sinn sel. Selskinnin eru verðlaus, þeir hafa engar tekjur og geta ekki keypt nauðsynjar og afleiðingin er að þeir flýja inn í þéttbýlið og leggjast á „sósíal". Fjölskyldur á vergangi Erfðavenjur í Grænlandi eru þær að elsti sonurinn er gjarn- an í háum metum og hann á að taka við sem veiðimaður og höfuð fjölskyldunnar. Þegar fjölskyldan er svo komin á vergang inni í þéttbýlinu er elsti sonurinn ekki neitt merkilegri en hinir strákarnir og það hefur haft mjög mikinn mannlegan harmleik í för með sér fyrir þetta fólk sem hefur lifað af sínu eigin hyggjuviti og getu. Þá er mjög algengt að þessir elstu synir leggist í drykkjuskap og fremji síðan sjálfsmorð vegna þess að heimur þeirra og reyndar fjölskyldunnar sem þeir áttu að sjá fyrir er hruninn og þeir gátu ekkert gert við því. Það getur gerst hér líka Þetta fannst mér vera af- skaplega alvarleg þróun. Þá var þessi barátta gegn íslensk- um efnahag ekki byrjuð, en lá í loftinu. Ég sá fyrir mér að nú ætti að fara að ráðast á ísland og þá gæti gerst eitthvað sam- bærilegt í íslensku fiskiþorpun- um ef tækist að koma þeim nógu hressilega í gjaldþrot, og svo Færeyjar og núna Norður- Noregur. í þessu er munstur, þetta eru norðurslóðirnar eins og þær leggja sig, þvert yfir Atl- antshafið. Ég kom ekki inn á þetta í myndinni, vegna þess að ég var að gera mynd um þessar þjóðir en ekki um Greenpeace, það voru þær sem ég vildi leggja meiri áherslu á. Um Greenpeace er ekki fjallað nema í átta mínútur í þessari fimmtíu og tveggja mínútna mynd. En mér finnst núna mjög freistandi að gera mynd um Greenpeace, um allt það veldi og hvernig það starfar. Ef ég heföi peninga til þess, myndi ég hiklaust gera það“. Greenpeace selur Rússum rokk Hér var samtalinu slitið um stund. Það var býsna tafsamt að eiga viðtal við Magnús. Hann var oft kallaður í áríðandi símtöl eða til að leysa önnur aðkallandi verk. Þegar hann kom aftur var þráðurinn slitinn og hann fór að segja frá öðru:„ Greenpeace á Norðurlönd- um er nú að fara að stofna skóla til að mennta ungt fólk í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.