Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 50
50 VÍKINGUR LEITAÐ SVARA /f! _____________ I ÍU > Þaö skal strax tekiö fram að lögmenn hafa mjög mismun- andi skoðanir á þessu efni og aö þvi er ég veit hefur aldrei reynt á þetta álitaefni fyrir dóm- stólum. Ber því að skoða svar mitt sem mína persónulegu skoðun en ekki algildan sann- leik um efnið. Álitaefninu má skipta í tvennt að meginstefnu til. í fyrsta lagi slys og atvinnusjúkdóma og i öðru lagi veikindi. í fyrra tilvikinu hafa flestir verið sammála um að sjómað- ur njóti áunninna réttinda sinna til launa í slysaforföllum (at- vinnusjókdómur) hvort sem uppsögn átti sér stað eftir eða áður en slysið varð. ( síðara tilvikinu skilur leiðir þannig að skipta verður efninu í tvo flokka: a) Uppsögn fór fram eftir að veikindi komu til. b) Uppsögn fór fram áður en veikindi komu til. Ýmsir hafa talið að niður- staðan sé sú að í tilviki a) haldi sjómaður alltaf áunnum rétt- indum sínum til launa en í tilviki b) skerðist þessi réttindi þannig að launaréttur falli niður um leið og uppsagnarfresti lýkur þótt réttur til launa skv. veikindaá- kvæðum sé ekki tæmdur. Ég hef hins vegar verið á Hver er réttur sjómanns til launa í veikindaforföllum efÉ&nn hefur smt upp stórfum, eöa honum veriö sagt upp, og yeikindi verða átw uppsag’nar- frestinum og standa lengur en áður ákvéðin starfslok? Elvar Örn Unnsteinsson hdl. svarar: þeirri skoðun að uppsögn geti aldrei skert rétt sjómanns til launa í veikindaforföllum, hvorki í tilviki a) né tilviki b) enda sé ég ekki hver eðlismun- ur er á veikindaforföllum ann- ars vegar og slysaforföllum hins vegar, að því er þetta atriði varðar. Afstaða mín er byggð á því að um áunnin réttindi er að ræða, þ.e. rétt sem verður til í áföngum eftir því sem sjómað- urinn vinnur lengur í þágu at- vinnurekanda. Má um það m.a. benda á ákvæði sjóm'annalaga nr. 35/1985 og ákvæði laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- eða slysaforfalla. Það er alveg Ijóst að mínu mati að atvinnurekandi getur ekki skert rétt sjómanns til launa í veikindaforföllum með því að segja honum upp störf- um eftir að hann er orðinn veik- ur og þannig komið í veg fyrir að sjómaðurinn njóti launa all- an þann tíma sem lög eða kjarasamningur mæla fyrir um. Um þetta eru flestir sammála og það er að mínu mati óeðlileg og ósanngjörn niðurstaða að önnur regla gildi ef uppsögnin átti sér stað áður en veikindin komu til því þá væri verið að skerða áunnin rétt sjómanns- ins. Um þetta má t.d. benda á að veikur maður getur ekki haf- ið störf hjá nýjum atvinnuveit- anda eftir að uppsagnarfresti lýkur og hann er enn veikur. Éðlileg niöurstaða hlýtur því að vera sú að fyrri vinnuveitandi beri áhættuna af því að greiða laun í fullan veikindatíma þótt starfslok fyrir uppsögn verði áður en veikindatímanum er lokið. Ég hef skv. ofangreindu ekki getað fallist á að jafn tilviljunar- kennt atriði og það hvenær uppsögnin nákvæmlega átti sér stað ráði því hvort þessi mikilvægu réttindi sjómanna skerðist, enda er á það að líta að hér er um einhver helgustu réttindi sjómanna og raunar allra launþega að ræða. í lokin er rétt að ítreka það að hér er um persónulegar skoð- anir mínar að ræða og verður að hafa alla fyrirvara á þar til dómstólar hafa skorið úr um það hvernig beri að túlka lög og kjarasamninga að þessu leyti. Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta alltárið Teppi og dreglar til skipa ávallt fyrirlyggjandi GÚMMIBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjargötu 9 Örfirisey Sími: 14010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.