Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 11
I verum Að fjárfesta ekki um of Á Rifi finnast þeir menn sem með atorku og dugnaði hafa staðið af sér alla storma og áföll í útgerðinni. Ég heimsótti einn slíkan á ferð minni um útnesið. Hann hefur þá sérstöðu að vera fæddur og uppalinn á Rifi, hefur frá upphafi fylgst með þessum einangraða sveitabæ breytast í dágott þorp með höfn, fiskverkunum, verslun og flugvelli við bæjardyrnar. Hann hefur séð draumana rætast. Eitt sinn var hann bóndasonur á einangruðum bæ. Nú er hann útgerðarmaður og skipstjóri. Eiginkona hans, Þorbjörg Alexandersdóttir, kom úr sveit á sunnanverðu nesinu. Þótt hún hafi ekki þekkt mikið til sjósóknar eða útgerðar þegar hún kom var hún fljót að tileinka sér hið nýja líf: Kristinn Jón Friðþjófsson, á Hamri SH 224: „Línuvertíðin gekk vel í vetur hjá þeim bátum sem gátu sótt vestur. Við rerum með tvo ganga og það var sótt i Víkurál og á Vestfjarðamið. Þar var mikið af fiski sem reyndar var frekar smár, þriggja til fjögurra ára. Hin hefðbundnu heimamið hafa verið heldur slök. Siðan kom loðnan rétt fyrir páska og einhver fiskur með henni. Það er áhyggjuefni að fiskurinn er smár og lítið af hrygningarfiski. Það er mikill munur á þessu miðað við þegar ég var að byrja til sjós. I fyrra kom enginn hrygningarfiskur hingað. Nú er meiri fiskigengd, en hann er all- ur ókynþroska. Þetta er höfuð vandamálið í sjávarútvegi í dag ef til lengri tíma er litið. Útgerð í dag er ekki verri en hún hefur verið fyrir þá sem skulda ekki mikið, en vaxtapólitíkin hefur leikið marga grátt, bæði út- gerðarmenn og aðra. Ég kvarta ekki neitt og tel að þeir sem halda vel á sínu þurfi þess ekki. En fjárfestingin er of mikil í út- gerðinni og það sem við getum tekið úr sjónum nægir ekki til að borga þetta. Þetta sést best varðandi togaraflotann, það er verið að endurnýja skip sem eru ekki nema tíu ára gömul. Það er engin þörf á því til að ná þeim fiski sem má taka. Okkar skip er að verða tuttugu og fimm ára, en ég sé ekki annað en það geti enst í tíu til fimmtán ár enn. Við erum mjög vel í sveit sett- ir hér við Breiðafjörðinn, hann er gjöfull og verður það. Það hefur verið sagt að það sé hor- seigt hér og ég er á þeirri skoð- un.“ Þorbjörg Alexandersdóttir: „Ég kom nú ekki hingað ein- göngu til að gera út, ég hef líka verið að eignast börn og ala þau upp. Útgerð var auðvitað ný fyrir mér þá. Við höfum alltaf haft ákveðna verkaskiptingu í þessu, ég hef séð um fjármálin en hann um aðra þætti. Ég held að þetta hafi gengið svona vel hjá okkur einmitt af því að við höfum staðið saman og unnið sem einn maður að hlutunum. Við höfum alltaf gætt þess að fara ekki með fjármuni frá út- gerðinni í aðra hluti. Ég held að ég hefði aldrei enst í því að vera sjómannskona, — mikið ein og fleira sem því fylgir— ef ég hefði ekki tekið virkan þátt í þessu sem er okkar lifibrauð. Vissulega hafa komið upp erf- iðleikar hjá okkur sem við höf- um orðið að taka á saman. En þetta er okkar líf, við höfum val- ið það og ætlum að lifa því áfram. Hjónin Þorbjörg Alex- andersdóttir og Kristinn Jón Friðþjófsson. Hún er útgerðarmaður og hann skipstjóri. VÍKINGUR 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.