Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 45
NXJUNGAR
TÆKNI
Nýjungar varðandi skipsskrúfur.
Ávallt er unnið að aukinni
hagkvæmni og sparnaði í
rekstri skipa og má sjá þess
spor víða. Sem dæmi má nefna
stöðugt sparneytnari og fyrir-
ferðarminni aflvélar sem nýta
ódýra restolíu sem búið er nán-
ast að mergsjúga.
Það sem hefur einkennt
þessa þróun á síðastliðnum ár-
um er að skipsskrúfan hefur
verið í brennideplinum og í því
sambandi hafa komið fram
margvíslegar hugmyndir og
þar af hafa nokkrar séð dags-
ins Ijós og fengið að spreyta sig
í starfi. Vissulega var orðið
tímabært að beina athyglinni
að skipsskrúfunni þar sem
mjög stór hluti aflsins tapast í
henni, eða í kringum 50%, þ.e.
að af hverjum 2 kW sem fara
um skrúfuásinn nýtist aðeins 1
kW við framdrift skipsins. Með
bættri hönnun hefur verið
mögulegt að bæta þessa nýtni
upp í 60% og jafnvel yfir það
sem þýðir nýtniaukningu um
20%.
Skipsskrúfa með
frískrúfu (Grim
wheel)
Undanfarin ár hafa skips-
skrúfuframleiðendur auglýst
mjög þennan möguleika og
hefur hann verið talsvert nýttur.
Aðferðin byggir á því að komið
er fyrir aukaskrúfu fyrir aftan
aðalskrúfuna sem fríhjólar á
skrúfhausnum. Aðferðin byggir
á því að frískrúfan, sem hefur
nokkuð stærra þvermál en að-
alskrúfan, starfar bæði sem
fúrbína og drifskrúfa. Sá hluti
fnskrúfunnar sem svarar til
þvermáls aðalskrúfunnar er
túrbínuhlutinn og nýtir hann
hluta hraöorkunnar í frákastinu
fyhr aftan aðalskrúfu. Þessi
orka nýtist síðan í þeim hluta
frískrúfunnar sem liggur utan
þvermáls aðalskrúfunnar við
framdrift skipsins. Með þessu
fyrirkomulagi er hægt að bæta
nýtni skrúfunnar allt að 7.5%
Nokkur afturkippur virðist
hafa komið í auglýsingar og
umræður um þessa skrúfu eftir
að farþegaskipið„Queen Eliza-
beth 2“ týndi frískrúfunum í
jómfrúferð sinni eftir að skipið
var nánast endursmíðað. Nið-
urstaða þessarar reynslu varð
sú að frískrúfurnar voru ekki
endurnýjaðar heldur var skipt
um blöð á aðalskrúfunum
þannig að nú eru þær 6 m að
þvermáli í stað 5,8 m áður.
Mynd nr. 1A sýnir hina upp-
runalegu skrúfu með frískrúf-
unni en mynd nr. 1B sýnir menn
að starfi í „Lloydwerft“ í Brem-
erhaven þegar leifar frískrúf-
anna voru fjarlægðar og skipt
var um skrúfublöð á aðalskrúf-
unum.
Mynd nr 1A mynd nr. 1B
Hin raunverulega orsök þess
að frískrúfurnar brotnuðu af
hefur ekki komið fram en senni-
legt þykir að titringur og málm-
þreyta hafi verið orsökin. Á
myndinni má sjá að form
skrúfublaðanna er orðið tals-
vert frábrugðið því hefðbundna
en með þessu formi vrður hvirf-
ilmyndun við blaðenda minni
og nýtni skrúfunnar betri og
hafa miklar tilraunir, t.d. í til-
raunageymum, leitttil þessarar
niðurstöðu.