Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 59
KANADA Franska fyrirtækiö Europro hefur tekiö upp viðræður viö kanadíska fyrirtækið Fisheries Products International um að stofnsetja verk- smiðju í Kanada sem á að vinna eggjahvítuefni úr fiski og slógi. Fyrirhugað er að verja hálfum millj- arði króna í verksmiðjuna og leggur Europro fram þriðjung en FPI afganginn. Ætlunin er að vinna fiskimjöl úr þeim 60% fisksins sem er venjulega fleygt en úr hinum 40 hundraðshlutunum verður unnið fóður fyrir landbúnað og fiskeldi. Þetta verður fyrsta verksmiðjan sinnar tegundar í Norð- ur-Ameríku. NOVA SCOTIA Skelfiskvinnslufyrirtæki á Nova Scotia fékk nýlega afhent stærsta skelfiskveiði- skip heims. Skipið, sem heitir Scotian Surf, var áður þjónustuskip fyrir olíuiðnaðinn. Það hefur verið búið öflugri djúpsjávartönn sem getur skófl- að upp allt að 160 tonnum af lifandi skelfiski. Skipinu hefur einkum verið haldið úti á Banquer- eau-miðunum út af Breton höfða og veitt þar skelfisktegund sem kennd er við Stimson. Þessi tegund er ekki algeng á borðum Kanadamanna en Japönum þykur hún mikið lostæti og að sögn fara vinsældir hennar vaxandi á vesturströnd Bandaríkjanna. ATLANTSHAF Horfur eru á samdrætti í þorsk- veiðum víðast hvar um norðaustanvert Atlants- haf. Það á við um íslandsmið en þó einkum miðin við Norður-Noreg þar sem veiðar gætu dregist saman um helming. Sjómenn í löndum Efna- hagsbandalags Evrópu búast við verulegum samdrætti í Norðursjó því fiskifræðingar mæla með því að veiðarnar á þorski í Norðursjó verði minnkaðar um 22%. Þessi samdráttur í þorsk- veiðum gæti orðið til þess að styrkja stöðu Al- askaufsans á evrópskum fiskmörkuðum. PANAMA Vísindamenn við háskólann í Panama aðstoða nú þarlent fyrirtæki við vinnslu á kítíni úr rækjuskel. Kítín er notað til ýmissa hluta, jafnt í iðnaði sem landbúnaði, svo sem við gerð sjón- linsa, saumþráðar fyrir skurðlækningar og í fóður handa kvikfénaði og fiðurfé. I Panama falla ár- lega til 5.500 tonn af rækjuskel sem hingað til hefur verið fleygt en úr því magni mætti vinna allt að 1.000 tonnum af kítíni. ÁSTRALÍA Búist er við harðri samkeppni meðal ástralskra hafnarborga um að fá að þjóna flota sovéskra fiskiskipa sem haldið er úti við veiðar í sunnanverðu Kyrrahafi. Viðræður standa nú yfir milli landanna og hefur verið rætt um aðstöðu fyrir 50 sovésk fiskiskip. Sovétmenn sækjast ekki eftir veiðiheimildum í ástralskri lögsögu en skipa- smíðastöðvar og fiskvinnslufyrirtæki gætu haft verulegan hag af þjónustu við skipin. Sumir eru hræddir við þessi faðmlög við rússneska björninn en þeim hefur verið bent á að hafnir í Kanada og Bandaríkjunum veiti sovéskum skipum viðlíka þjónustu án þess að þeim verði sjáanlega meint af. BANDARÍKIN Fiskeldisfyrirtæki í Washington- ríki í Bandaríkjunum hefur stefnt norskum fiskeld- isfyrirtækjum fyrir rétt og ákært þau um að vinna að því að koma sér upp einokunaraðstöðu á markaði fyrir eldisfisk í fylkinu. í ákæruskjalinu er talinn upp fjöldi fyrirtækja sem sögð eru að mestu eða öllu leyti í eigu norskra aðila og hafi þau með sér samráð sem brjóti í bága við löggjöf ríkisins jafn sem alríkislög um auðhringamyndun og sam- keppnishætti. Farið er fram á milljónir dollara í skaðabætur og að fyrirtækin verði svipt rekstrar- leyfi í Washington-ríki. Fyllingarefni Húsbyggjendur Höfum til afgreiðslu fyrsta flokks sjávar- efni til fyllingar í grunna, brautir og skurði, bæði harpað og óharpað. Efnið er frostfrítt, hreint og þjöppunareiginleikar hinir ákjósanlegustu. Opið: Mánud.-föstud. 7:30-18:00 laugard. 7:30-17:00. Lokað 12:00-13:00 Efnið, sem engan svíkur BJÖRGUN H/F Sævarhöfða 13 - Sími 681833 Verktakar Húseigendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.