Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 22
Best að Magnús Kristján V. Sigurjónsson „Magnús hefur engin skjöl eöa aðrar heimildir, sem styöja ásakanir hans í myndinni." 22 VÍKINGUR Eitt heitasta mál okkar íslendinga um þessar mundir er sjónvarpsmynd Magn- úsar Guðmundssonar og Eddu Sverrisdóttur; Lífsbjörg í Norðurhöfum. í myndinni er hart vegið að grænfriðungum fyrir þvinganir þeirra í garð okkar til að hætta öllum hvalveiðum. Kristján V. Sigurjónsson hitti einn forustumanna grænfriðunga á Norðurlöndum, Jacob Lagerkrants, í Gautaborg rétt þegar blað- ið var að fara í prentsmiðju, og átti við hann viðtal fyrir Víkinginn. Ritstj. „Eiginlega vorkenni ég Magnúsi Guðmundssyni", sagði Jacob Lagerkrants for- maður grænfriðunga í Gauta- borg. „ Ég hitti Magnús að máli í Osló 11. apríl sama dag og myndin hans Lífsbjörg í Norð- urhöfum var sýnd í norska sjón- varpinu. Magnús hefur engin skjöl eða aðrar heimildir sem styðja ásakanir hans í mynd- inni. Hann dró upp 6 ára gamalt plagg sem sent var milli tveggja manna sem starfa hjá græn- friðungum. í þessu skjali eru settar fram hugmyndir um hvernig hægt er að brjóta hiður, meðal annars, efnahag Nor- egs. Með þessu ætlaði Magn- ús að vinna sér álit á ódýran hátt, og sýna framá annarleg markmið okkar grænfriðunga. Hefði hann gefið sér tíma til að athuga málið fyrst hefði hann komist að því að skjal þetta var opinberað í Noregi fyrir mörg- um árum.“ Játning Gustave Ppirier í viðtalinu lagði Lagerkrants m.a. fram játningu þá sem sel- veiðimaðurinn Gustave Poirier gerði og Magnús notar í mynd- inni sem sönnun þess að atriði þar sem sýnt er að selur er fleg- inn lifandi hafi verið sviðsett af grænfriðungum. Þessi játning var gerð 20. maí 1969. Þar seg- ir Poirier að hann hafi flegið sel fyrir hóp skeggjaðra kvik- myndatökumanna 3. mars 1964. Þetta gerði hann gegn borgun. Þetta atriði var með öðrum orðum tekið upp sjö ár- um áður en Greenpeace sam- tökin voru stofnuð og 14 árum áður en grænfriðungar tóku það upp í sína mynd í mars 1978. Við upptöku þeirrar myndar voru viðstaddir sextán nafngreindir menn, þar af fimm grænfriðungar, fimm „fisheries officer", tveir þyrluflugmenn og tveir lögreglumenn frá RCMP (Royal Canadian Mountainpol- ice) og tveir aðrir. Þrír grænfrið- ungar hafa gert skýrslu um at- burðarásina. Þar kemur fram að Patrick Moore var handtek- inn af Alfred Ollerhead þegar hann reyndi að bjarga lífi eins selsins. Frásagnir þessar eru mjög ítarlegar. Vill ekki þekkjast Lögð var fram handskrifuð dagbók frá þeim tíma eftir kvik- myndatökumanninn Steve Boweman. Það vakti athygli að hvergi kom fram hver veiði- maðurinn var. Jacob Lager- krants vissi það ekki: „Ég hef enga hugmynd um hver hann var en hann var veiðimaður. Líklega vill hann ekki að hann þekkist og ég efast um að hann mundi vilja gefa skýrslu um at- burðarásina." Spurningum um af hverju menn hafi verið mál- aðir í framan svaraði Lager- krants að það hafi verið vörn gegn sterkri birtu sem auðveld- lega getur brennt menn í and- liti. Grænfriðungur að nafni Robert O. Taunt III var við- staddur uþptökurnar. Hann virðist ekki hafa haft neitt fyrir- fram ákveðið verkefni. „ Hann var líklega varamaður sem var á staðnum til aðstoðar ef eitthvað færi úrskeiðis og til að geta borið vitni eftirá. Ann- ars hef ég ekki hugmynd um hversvegna hann var með,“ segir Jacob Lagerkrants. Þetta er ekki ósennileg skýring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.