Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Page 8
• LOWARA
RYÐFRÍAR
ÞREPADÆLUR
Gæðavara,
mikið úrval,
hagstætt verð,
örugg þjónustat
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260
Sæmundur Friðriksson,
sem síðast var stýrimaður á
Svalbak, er hættur til sjós og
tekinn við starfi útgerðarstjóra
hjá Útgerðarfélagi Akur-
eyringa. Þetta kemur fram
meðal annars í ÚA-fréttum.
Sæmundur lauk námi í
rekstrarfræði frá Háskólanum
á Akureyri fyrir rúmum tveim-
ur árum. Hann var ungur
þegar hann hóf sjómennsku,
eða sextán ára, en alls var
Sæmundur til sjós í þrjátíu ár,
þar af ellefu hjá ÚA.
í lok viðtalsins við Sæm-
und segir: „Sæmundur segir
það mikil viðbrigði að vera
kominn „endanlega" í land
eftir öll þessi ár og
sé tvímælalaust góð. „Ég er
auðvitað búinn að stefna að
þessu marki með náminu í
rekstrardeildinni. Ég vil geta
þess í því sambandi að yfir-
menn mínir hjá ÚA voru mér
mjög liðlegir. Þeir veittu mér
tvívegis níu mánaða leyfi og
ég fékk samt að halda
skipsplássinu."
8
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR