Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 74

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 74
Skipasmíðastöðin hf. á ísafirði Nær „Árið 1994 var tekin ákvörð- un um að stíla inn á nýsmíði fiskiskipa en þau höfðu legið niðri um tíma. í ársbyrjun 1996 tókst að ná samningi um smíði á skipi sem nú heitir Sandvík. Það var þá nýsmíði númer 58, ef talið er frá gamla fyrirtækinu, Skipasmíðastöð Marsellíusar, sem komst í þrot árið 1993. Þetta ruddi brautina fyrir frekari nýsmíði og nú erum við að smíða fjórða bátinn frá árinu 1996,“ sagði Matthías Einars- son framkvæmdastjóri Skipa- smíðastöðvarinnar hf. á ísafirði (samtali við blaðið. Þessi skip eru misstór og gerð fyrir mismunandi veiðar. Sandvíkin er gerð út á rækju frá Sauðárkróki og er 29 brúttó- lestirog 14,6 metra löng. Næst var Reykjaborg RE sem er 57 brúttólestir og 17,87 metrar. Hún var afhent í maí 1998. í desember sama ár var lokið við Stapavík AK sem er 46 brúttó- lestir og 17,5 metrar á lengd. „Þessir þrír bátar eru að grunninum til með sömu skrokklögun sem þykir henta mjög vel. Skipin hafa líkað vel sem sjóskip, en það er Sigurð- ur Jónsson skipatæknifræðing- ur sem hefur hannað þau. Þetta er allt hannað í tölvu og má segja að ferillinn úr tölvu yfir í smíðina sé mjög straum- línulagaður. Við erum í sam- starfi við hollenskt fyrirtæki sem sér um að breyta úti- litsteikningum yfir í smíðateikn- ingar. Þeir búa til þrívíddar- módel af skipinu og laga lín- urnar í skrokknum og koma með forskrift að því hvernig skera á út allt stál í skipið frá böndum og þiljum til byrðings Við fáum teikningarnar í tölvu- samfelld nýsmíði síðustu ár tæku formi og þær eru svo keyrðar út hér í tölvustýrðri skurðarvél. Ekki þarf að tví- beygja neinar plötur og þetta smellur allt saman. Aukin ná- kvæmni þýðir því um leið auk- inn hraða,“ sagði Matthías. -Kom ekki til álita að fara út í raðsmíðar á bátum? „Stefnan var sú að reyna að smíða fleiri en einn bát af hverri tegund. En það er oft þannig að menn vilja hafa sitthvað eftir sínu höfði og vilja hafa hlutina aðeins öðru vísi en aðrir. Núna eru við að smíða bát sem er 15,7 metrar að lengd og 29,9 brúttólestir. Hann er með bakkaþilfari og svipar því til Reykjaborgar í útliti. Þetta er skemmtilegur bátur að því leyti að hann er bæði línu- og drag- nótabátur. Það er lúga stjórn- borðsmegin og svo gálgi og annað sem til þarf fyrir dragnót. Þessi bátur fer til Bíldudals. Báturinn sem eigandinn er á í dag er mun minni og ef hann ætlar að skipta til dæmis milli línu og rækju þarf að taka spilin af sem er nokkurra daga vinna. En á þessum nýja bát getur hann farið einn daginn á rækju og annan á línu. Báturinn verð- ur tilbúinn til afhendingar í byrj- un október á þessu ári.“ -Sérðu fram á áframhaldandi nýsmíði? „Það er nú spurningin. Þetta er búið að vera nokkuð sam- felld vinna frá 1996. En það er erfitt að keppa á hreinum verð- grundvelli við til dæmis nýsmíði frá Kína. Ég held þó að enn sé pláss fyrir okkur á þessum markaði, því til eru þeir aðilar sem einblína ekki eingöngu á verðið heldur líta á hlutina í víð- ara samhengi hvað varðar verð og gæði. Menn geta meira smíðað eftir sínu höfði hjá okk- ur og verið með breytingar og sérþarfir sem er kannski ekki hægt að fá fram úti því þar er um mjög staðlaða báta að ræða. Það verð sem maður hefur heyrt á nýsmíðinni ytra er grunsamlega lágt og er það mín tilfinning að endanlegt verð eigi eftir að verða mun hærra. Ef þessir bátar eiga að vera vel búnir þá nægir verðið varla fyrir þeim búnaði sem kaupa þarf á Vesturlöndum." -Getið þið smíðað stærri skip en þessa báta sem þú nefndir? „Við getum það en ég held að það sé ekki raunhæfur möguleiki að stefna á það. Stærsta skipið sem hefur verið smíðað hér er ístogarinn Heiðrún GK sem var byggð 1978 og er 41 meter að lengd og 294 brúttólestir. Fræðilega séð er því hægt að smíða nokkuð stór skip hér. En þeim mun stærri sem skipin eru þeim mun minni möguleikar eru á að þau verði smíðuð hér innanlands eins og dæmin sanna. Skipasmíðaiðnaðurinn hér á mjög undir högg að sækja en þó tel ég að grund- vöilur til smíði minni báta sé á- gætur.“ -En er ekki talsverð viðhalds- vinna hjá ykkur? „Jú. Það eru á annan tug togara gerðir út héðan úr Djúp- inu og ágætis viðhald sem fylg- ir þeirri útgerð. Við missum þó stærri verk frá okkur þar sem dráttarbrautin á Isafirði tekur ekki þyngri skip en 800 tonn að eigin þyngd. í haust eru fyrir- hugaðar meiriháttar endurbæt- ur á dráttarbrautinni sem gæti hjálpað okkur að fá til okkar fleiri meðalstór verkefni, þó að eftir sem áður getum við ekki tekið upp stærri togara. Ný- smíðin og viðhaldið hefur hald- ist í hendur hjá okkur. Hér starfa að jafnaði um 20 manns og það er aðallega viðkomandi stáli en aðrir sjá um rafmagn og tréverk. Við höfum sérhæft okkur í stáli og áli, en sinnum einnig flestum öðrum hlutum svo sem rennismíði og vélavið- gerðum. Við reynum hvað við getum að halda þessu gang- andi áfram en það er erfitt að keppa við það verð sem boðið er erlendis og kannski ekki ó- eðlilegt að menn stökkvi á það. En það er vissulega blóðugt að sjá verkefni sem við ráðum vel við fara úr landi. Það væri nær að styrkja þessar innlendu stöðvar til að koma einhverjum verkefnum af stað varðandi minni báta sem menn sjá ein- hverja framtíð í. Það hefur komið fram að kínverska stjórnin styrkir sínar stöðvar til að sækja verkefni á erlenda markaði. Þrátt fyrir mikla samkeppni í nýsmíðum og viðhaldi er ég þó nokkuð bjartsýnn á framhaldið því hér vinnur mjög hæft og duglegt starfsfólk sem skilar góðri vinnu. Það held ég að viðskiptavinir okkar kunni að meta því þegar öllu er á botn- inn hvolft eru það gæðin sem skipta höfuðmáli." ■ 74 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.