Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Síða 78
Nýr búnaður frá Kælismiðjunni Frosti hf.:
Vökvaís framleiddur úr
muldum ís og saltblöndu
Kæling hráefnis er einn af
mikilsverðustu þáttunum í fram-
leiðslu á sjávarafurðum. Kæli-
smiðjan Frost hf. hefur nýlega
hafið framleiðslu á búnaði sem
framleiðir svokallaðan vökvaís,
sem hefur þann kost að hægt er
að kæla hráefni hraðar og betur
heldur en með hefðbundnum ís.
Annað mikílsvert atriði í þessu
sambandi er einnig að til fram-
leiðslunnar er notaður hefðbund-
inn ís en margar vinnslur og skip
eiga búnað til þeirrar framleiðslu.
„ís og saltblöndu er blandað
saman í vökvaísbúnaðinum og
búinn til úr því dælanlegur vökva-
ís. Með vökvaísbúnaðinum er
hægt að nota hefðbundin ís, sem
allir þekkja, og blanda honum
saman við vökva með innstillan-
legan saltstyrk. Búnaðurinn stýrir
saltinnihaldi vökvans sem fer inn
á hann. Búnaðurinn stýrir magni
íss miðað við vökva og býr
þannig til vökvaísþykkni sem
hægt er að stilla ísinnihaldið frá
0% til 70. Frá búnaðinum er svo
hægt að dæla vökvaís með þeim
saltstyrk og af þeirri þykkt sem
menn kjósa í kör eða á þá staði
þar sem nota á ísinn,“ segir Jó-
hannes Kristófersson hjá Kæl-
ismíðjunni Frosti hf.
í stað saltblöndunar er hægt
að nota sjó, ef svo ber undir.
Styrkleiki saltblöndunnar er
einmitt sá þáttur sem stýrir hita-
stiginu á vökvaísnum. Ef blandan
hefur td. um 3% saltstyrk þá er
hitsastig vökvaíssins um -1,9°C
sem er lágt og hentar fyrir hraða
kælingu. Saltstyrkurinn hefur
einnig áhrif á vökva- og saltupp-
töku fisksins og því þarf að gæta
að saltstyrk vökvaíssins.
„Við hugsum þetta kerfi fyrir
alla meðhöndlun afla bæði í fisk-
vinnslum í landi og um borð í
venjulegum togurum og frysti-
skipum.
Tilhneigingin í landvinnslunni
er greinilega sú að koma fiskin-
um sem hraðast í gegnum
vinnslu og ná sem bestum af-
köstum og nýtingu. Áður en fisk-
urinn fer inn á flökunarvélarnar
og vinnslulínurnar er hann millila-
geraður í körum og þar hentar
vökvaísinn einmitt vel. Með hon-
um er hægt að kæla fiskinn hratt
niður og halda þar með hitastig-
inu lágu meðan hráefnið fer eftir
framhald á bls. 110
í FORYSTU
á íslenskum
markaði
Kælismiðjan Frost sérhæfir sig i framleiðslu og hönnun
á hvers kyns frysti- og kælibúnaði með sérstakri áherslu
á lausnir fyrir fiskiðnaðinn.
Margra ára reynsla og náin samvinna við fyrirtæki í fisk- og
matvælaiðnaðinum hefur skipað Kælismiðjunni Frosti í forystu
á sinu sviði á fslandi.
Við bjóðum:
• hönnun, tækniþjónustu
• ísvélar, ísvökvakerfi og ísverksmiðjur
• vottuð þrýstihylki
• Sabroe og Stal kæliþjöppur
• alhliða viðhalds- og varahlutaþjónustu
á Sabroe, Stal, Howden og Grasso
• uppsetningu og einangrun á frystikerfum
• sjálfvirka plötufrysta og lausfrysta
Garðabær
Lyngási I 2I0 Garðabaer
Sími 565 9400 Fax 565 9409
Akureyri
Kælismiðjan Frost hf. frost@frost.is www.frost.is
Fjölnisgötu 4b Pósthólf 70 602 Akureyri
Sími 46 I I 700 Fax 46I 170 I
FR&ST
78
Sjómannablaðið Víkingur
(kUK I S\A>V3SV33