Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Side 94

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Side 94
Sérhæfðir í stýrisvélaþjónustu Síðustu þrjú árin hefur verið ágætt að gera í stýrisþjónust- unni og við erum að þjónusta allt frá litlum bátum upp í stærri skip og togara,“ segir Garðar Sigurðsson en vélsmiðja hans í Hafnarfirði er sérhæft þjón- ustufyrirtæki á sviði stýrisbún- aðar skipa. Garðar segir ein- kenna þessa þjónustu að sí- felldar breytingar eigi sér stað á búnaðinum og þeim fylgir hann eftir með því að sækja nám- skeið hjá framleiðendum er- lendis. Garðar selur sjálfstýr- ingar og gírókompása frá Scan-Steering APS í Dan- mörku en auk þess framleiðir fyrirtæki hans stýrisvélar og dælusett. Aukabúgrein fyrir- tækisins er svo samstarf við Trefjar hf. í Hafnarfirði um fram- leiðslu á trefjaplasthurðum fyrir skip en vélsmiðja Garðars ann- ast smíði á skrám, handföng- um og öðru járnvirki í hurðirnar. Garðar segir fyrirtækinu hafa reynst best að sérhæfa sig fremur en að sækja inn á mörg svið í einu. „Ég er búin að vera í þjónustu við stýrisvélar frá ár- inu 1957 en þá gerðist ég þjón- ustuaðili fyrir norsku vélarnar Tenfjord og Frydenbö. Á þeim tíma voru þær ráðandi í skipum hér og síðan voru keðjustýri í nokkrum þátum en um 1973 þegar ég var að byrja að starfa sjálfstætt þá voru menn að skipta keðjustýrunum út fyrir vökvatjakka. í grunninum byggist þessi búnaður enn f dag á vökvatjökkum, raf- magnsmótorum og rafmagns- stýringum. Rafeindastýringar eru það sem síðast hefur kom- ið inn og til að fylgja þeirri tækni eftir þá hef ég lagt mikið upp úr að sækja nám- skeið hjá framleið- endum erlendis enda stöðug þró- un í gangi,“ segir Garðar og að hans mati er þetta nauðsynlegt til að fylgja eftir breyt- ingum „enda lærir maður þetta ekki af sjálfu sér,“ bætir hann við. Garðar segir að í mörgum tilfellum selji hann stýris- búnað þegar um er að ræða íslensk skip sem fara í breytingar erlendis. Oft kemur þó fyrir að stýrisbúnaður sem t.d. hefur verið settur f skip í Póllandi er óþarflega viðamikill og hefur Garðar fengið nokkur verkefni þar sem hann hefur endurhannað stýr- isbúnaðinn. Þetta á bæði við um erlend og íslensk skip. „Pólverjarnir búa stundum til vandamál með því að vera með óþarflega mikið að tækj- um og búnaði og þá þarf að einfalda þetta og bæta,“ segir Garðar. Að stórum hluta smíðar vél- smiðja Garðars stýrisvélar frá grunni. Vökvatjakkarnir eru smíðaðir hér heima, sömuleiðis eru dælusettin sett saman og loks er svo járnsmíðin sjálf. Af þessu skapast umtalsverð vinna hér heima og leggur Garðar áherslu á það. „Ég kaupi lítinn hluta erlendis eða aðeins það sem á annað borð er ekki hægt að framleiða hér. Hvað verðsamkeppni varðar þá höfum við bara orðið að skammta okkur álagningu þannig að við getum verið samkeppnisfærir og það hefur tekist án þess að boginn sé spenntur of hátt.“ Vélsmiðja Garðars hefur, ásamt Trefjum hf. þróað fram- leiðslu á tréfjaplasthurðum fyrir skip en þær leysa af hólmi þungar ál- og stálhurðir sem oftast eru mjög þungar og þar af leiðandi mjög hættulegar. „Þessar trefja- plasthurðir eru margfalt léttari og því mun minni hætta á slysum af þeim en þungu hurðun- um. Okkur hefur gengið sæmilega að koma hurðun- um inn á íslenska markaðinn en til að geta framleitt f einhverjum mæli þá þurfum við að geta komist inn á erlendan markað. Við höfum nú fengið viðurkenn- ingu á hurðunum frá Siglinga- málastofnun íslands og síðan frá Det norske veritas og það gildir fyrir öll flokkunarfélögin. Sú viðurkenning mun hjálpa okkur til að komast inn á er- lenda markaði," segir Garðar um þessa hurðaframleiðslu. ■ 94 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.