Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Page 94
Sérhæfðir í stýrisvélaþjónustu
Síðustu þrjú árin hefur verið
ágætt að gera í stýrisþjónust-
unni og við erum að þjónusta
allt frá litlum bátum upp í stærri
skip og togara,“ segir Garðar
Sigurðsson en vélsmiðja hans í
Hafnarfirði er sérhæft þjón-
ustufyrirtæki á sviði stýrisbún-
aðar skipa. Garðar segir ein-
kenna þessa þjónustu að sí-
felldar breytingar eigi sér stað á
búnaðinum og þeim fylgir hann
eftir með því að sækja nám-
skeið hjá framleiðendum er-
lendis. Garðar selur sjálfstýr-
ingar og gírókompása frá
Scan-Steering APS í Dan-
mörku en auk þess framleiðir
fyrirtæki hans stýrisvélar og
dælusett. Aukabúgrein fyrir-
tækisins er svo samstarf við
Trefjar hf. í Hafnarfirði um fram-
leiðslu á trefjaplasthurðum fyrir
skip en vélsmiðja Garðars ann-
ast smíði á skrám, handföng-
um og öðru járnvirki í hurðirnar.
Garðar segir fyrirtækinu hafa
reynst best að sérhæfa sig
fremur en að sækja inn á mörg
svið í einu. „Ég er búin að vera
í þjónustu við stýrisvélar frá ár-
inu 1957 en þá gerðist ég þjón-
ustuaðili fyrir norsku vélarnar
Tenfjord og Frydenbö. Á þeim
tíma voru þær ráðandi í skipum
hér og síðan voru keðjustýri í
nokkrum þátum en um 1973
þegar ég var að byrja að starfa
sjálfstætt þá voru menn að
skipta keðjustýrunum út fyrir
vökvatjakka. í grunninum
byggist þessi búnaður enn f
dag á vökvatjökkum, raf-
magnsmótorum og rafmagns-
stýringum. Rafeindastýringar
eru það sem síðast hefur kom-
ið inn og til að fylgja þeirri
tækni eftir þá hef
ég lagt mikið upp
úr að sækja nám-
skeið hjá framleið-
endum erlendis
enda stöðug þró-
un í gangi,“ segir
Garðar og að hans
mati er þetta
nauðsynlegt til að
fylgja eftir breyt-
ingum „enda lærir
maður þetta ekki
af sjálfu sér,“ bætir
hann við.
Garðar segir að í
mörgum tilfellum
selji hann stýris-
búnað þegar um
er að ræða íslensk skip sem
fara í breytingar erlendis. Oft
kemur þó fyrir að stýrisbúnaður
sem t.d. hefur verið settur f
skip í Póllandi er óþarflega
viðamikill og hefur Garðar
fengið nokkur verkefni þar sem
hann hefur endurhannað stýr-
isbúnaðinn. Þetta á bæði við
um erlend og íslensk skip.
„Pólverjarnir búa stundum til
vandamál með því að vera
með óþarflega mikið að tækj-
um og búnaði og þá þarf að
einfalda þetta og bæta,“ segir
Garðar.
Að stórum hluta smíðar vél-
smiðja Garðars stýrisvélar frá
grunni. Vökvatjakkarnir eru
smíðaðir hér heima, sömuleiðis
eru dælusettin sett saman og
loks er svo járnsmíðin sjálf. Af
þessu skapast umtalsverð
vinna hér heima og leggur
Garðar áherslu á það.
„Ég kaupi lítinn hluta erlendis
eða aðeins það sem á annað
borð er ekki hægt að framleiða
hér. Hvað verðsamkeppni
varðar þá höfum við bara orðið
að skammta okkur álagningu
þannig að við getum verið
samkeppnisfærir og það hefur
tekist án þess að boginn sé
spenntur of hátt.“
Vélsmiðja Garðars hefur,
ásamt Trefjum hf. þróað fram-
leiðslu á tréfjaplasthurðum fyrir
skip en þær leysa af hólmi
þungar ál- og stálhurðir sem
oftast eru mjög
þungar og þar af
leiðandi mjög
hættulegar.
„Þessar trefja-
plasthurðir eru
margfalt léttari og
því mun minni
hætta á slysum
af þeim en
þungu hurðun-
um. Okkur hefur
gengið sæmilega
að koma hurðun-
um inn á íslenska
markaðinn en til
að geta framleitt f einhverjum
mæli þá þurfum við að geta
komist inn á erlendan markað.
Við höfum nú fengið viðurkenn-
ingu á hurðunum frá Siglinga-
málastofnun íslands og síðan
frá Det norske veritas og það
gildir fyrir öll flokkunarfélögin.
Sú viðurkenning mun hjálpa
okkur til að komast inn á er-
lenda markaði," segir Garðar
um þessa hurðaframleiðslu. ■
94
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR