Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Side 6
Sjónvarpssendingar til sjómanna kosta aðeins 60-80 milljónir Kostnaður við samsendingar sjónvarps- og útvarpsdag- skrár um gervitungl sem sjómenn á hafi úti gætu nýtt sér er talinn vera á bilinu 60-80 milljónir króna á ári. Við þessa upp- hæð bætist stofnkostnaður jarðstöðvar til sendingar dagskrár til gervitunglsins, um 10 milljónir, og árlegur rekstrarkostnaður hennar. Björn Bjarnason menntamálaráðherra fól Ríkisútvarp- inu að vinna nánari úttekt á þessu máli og samkvæmt upp- lýsingum sem blaðið hefur aflað sér ættu niðurstöður hennar að liggja fyrir nú um áramótin. Sjómenn þurfa að sæta því að missa útsendingar sjón- varps skömmu eftir að lagt er úr höfn. Nokkur íslensk skip eru búin sérstökum móttökubúnaði sem ná erlendu sjónvarps- og útvarpsefni. Fullkominn móttökubúnaður er talinn kosta um tvær milljónir króna en nýtist ekki til móttöku á innlendu efni þar sem það er ekki sent um gervitungl. Samkvæmt heimildum Sjómannablaðsins Víkings eru engin tæknileg vandkvæði á því að taka upp slíkar sendingar sem ekki að- eins næðust á hafi úti heldur einnig í nágrannalöndum. Hins vegar telur Ríkisútvarpið sig ekki hafa neitt fé handbært til að greiða kostnað við sendingar um gervihnött. Á sama tíma er þó rætt um að koma upp annarri rás fyrir Ríkissjónvarpið sem þó næðist aðeins á suðvesturhorni landsins, að minnsta kosti fyrst í stað. Snemma á þessu ári þar Guðjón Guðmundsson fram fyrir- spurn á Alþingi um kostnað við að dreifa sjónvarps- og út- varpsefni um gervihnött til fiskimiða umhverfis landið. í svari menntamálaráðherra komu fram þær upphæðir sem að fram- an greinir. ( svari sínu sagði ráðherra meðal annars: „Ég tel þessar tölur sem ég hef hér lesið og þær hugmyndir sem menn hafa nú um hlutverk gervitungla við miðlun á sjón- varpsefni þess eðlis að þennan kost beri að skoða af fullri al- vöru. Raunar hef ég beint því erindi til útvarpsstjóra og Ríkis- útvarpsins að vinna verði sett í að skoða þetta mál nánar. Ef það kosti á bilinu 60-80 milljónir króna á ári að senda út sjón- varps- og útvarpsdagskrár héðan frá islandi um gervitungl þá er það miðlunarleið sem skoða þer af mikilli alvöru. Auk þess er Ijóst að kostnaður við slíkar sendingar mun væntanlega frekar lækka en hækka.“ ■ 6 Sjómannablaðið víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.