Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 20
Erum
við meðsek?
Magnús Harðarson skipstjóri
Nú í dag, ef við teljum ekki með varðskip, olíuskip og ferjur
sem sigla við strendur landsins er eingöngu eitt kaupskip
undir íslenskum fána sem siglir til og frá íslandi. Tuttugu og
sjö skip eru í rekstri útgerða innan SÍK. Þetta sýnir að hlut-
skipti íslenska þjóðfánans er lítið og fer stöðugt minnkandi. í
gengum árin hafa útgerðarfélögin ekki skráð skip undir
íslenskum fána vegna hárra stimpilgjalda, en þar sem búið er
að fella þau niður er ekki að sjá annað en að það hafi verið
einungis fyrirsláttur og engin meining þar að baki. Hlutur
íslendinga meðal skipstjórnarmanna fer einnig minnkandi.
Stöðugildi farmanna í júní á þessu ári voru 292 og er hlutur
íslendinga þar 54,5 prósent en hlutur erlendra sjómanna 45,5
prósent, það er að segja 159 stöðugildi. í júní 1995 fjórum
árum áður var hlutur íslendinga 85,2 prósent en útlendinga
14,8 prósent. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að hlutur
okkar fer stöðugt minnkandi. Auðvitað hlýtur þessi þróun að
vekja upp áleitnar spurningar sem leita verður svara við.
Þessar spurningar er m.a. hvort íslenskum kaupskipa-
útgerðum sé sköpuð hliðstæð samkeppnisstaða og erlendum
hvað varðar rekstrarskilyrði, skatta og önnur gjöld, hvort
íslenskar áhafnir séu dýrari en erlendar, eða verri hvað varðar
framleiðni, menntun og hæfni, eða hvort bjóða megi siglingar
með lakari skipum undir erlendum fánum og spara þannig
krónur á kostnað öryggis og gæða.
Þetta eru erfiðar og óvægnar spurningar, en nauðsynlegar
til að kryfja til mergjar þá þróun sem nú á sér stað.
Við höfum sagt í gegnum árin að þessi þróun sé vilji út-
gerða m.a. vegna skilningsleysis stjórnvalda, en við verðum
að skoða hana í víðara samhengi. Við verðum að vera þess
megnug að segja við okkur sjálf, erum við á einhvern hátt
meðsek? Þess vegna er það mín skoðun að kominn sé tími til
að við rannsökum þá þróun sem orðið hefur og kortleggjum
hana og hvaða leiðir eru til að snúa henni við. Þetta eigum við
að að gera m.a. í samvinnu við hlutaðeigandi stjórnvöld og
SÍK, því ég trúi ekki öðru en við séum að tala þar um sömu
hagsmunamálin. Allavega erum við að tala um þjóðarhags-
muni.
Það sem er reyndar annar kapítuli og ekki síður nauð-
synlegt að skoða er hvort stéttin er þess megnug að manna
þann flota sem þarf til að þjóna íslenskum flutningum, ef þær
stöður byðust sem nú eru mannaðar útlendingum. Þar mundi
ekki síður kreppa að ef breytingar yrðu í þá veru að við gerð-
um út íslensk kaupskip með íslenskum
áhöfnum. íslensk farmannastétt skip-
stjórnarmanna er að eldast út og ný-
liðun er mun minni en þarf til að halda
í horfinu miðað við óbreyttar forsendur,
hvað þá við vænni forsendur.
Hvort sem okkur líkar betur eða verr
þá er það nú einu sinni svo að ungt
fólk sem er að byrja lífið velur sér far-
veg eftir afkomumöguleikum, félags-
legri stöðu og einnig fyrirmyndum.
Margir ungir menn velja sér greinar nú
í dag sem hafa sambærilega afkomu-
möguleika og yfirmenn farskipa hafa.
Hlutverk okkar er að bæta þá ímynd.
Fjöldi skipa í rekstri hjá útgerðum innan Sambands íslenskra kaupskipaútgerða Fánar: ísland DIS NIS Þæg.fáni Samtals 06'99 01'99 06 99 01 '99 06 '99 01 '99 06 '99 01 '99
Eimskip 1 1 2 2 0 0 11 10 14 13
Samskip 0 0 0 1 0 0 5 3 5 4
Nesskip 0 0 0 0 2 1 0 0 2 1
Nes 0 0 0 0 3 3 0 0 3 3
G. G. Guðjónss. 1 1 0 0 0 0 0 0 1 1
Olíudreifing 1 1 0 0 0 0 0 0 1 1
Saltskip 0 0 0 0 0 0 1 1 1 1
Samtals 3 3 2 3 3 3 19 16 27 25
Janúar1999 24 16 40
20
Sjómannablaðið Víkingur