Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 29
Bjamavík.
an er eðlilegt að spyrja, þegar hann hugsar til baka, hvor oft hafi
verið blíða og mokfiskrí?
„Það eru alla vega dagarnir sem ég man best eftir. Vissulega var
stundum lítið fiskirí og leiðinleg veður, það er bara þannig að mað-
ur man betur eftir góðu dögunum.”
Þegar Guðjón A. Kristjánsson var forseti fór hann stundum til
sjós, heldur þú að þú gerir það einnig?
„Já, ég vona að ég fái einhver tækifæri til að viðra mig. Reyndar
er ég viss um að starf forseta sé fullt starf, en nota bene, kjörtíma-
bilið er ekki nema tvö ár.”
Grétar Mar byrjaði skipstjóraferilinn rúmlega tvítugur á 15
tonna bát, Bjarnavík. Hann lauk námi við Stýrimannaskólann
þegar hann var tvítugur. Með Bjarnavík var hann í tvö ár, þeir voru
bæði á handfærum og netum. - „Þetta var skemmtilegur tími og
við fiskuðum vel. Ég fór síðan á stærri bát, Sigurjón, sem var 75
tonn, og okkur gekk vel á hann. En ég átti hlut í báðum þessum
bátum og með Sigurjón var ég í fjögur ár. Eftir það tók ég við
Barðanum, sem síðar strandaði við Ondverðarnes, og síðan tók ég
við Sæborginni sem ég var með í níu ár.”
Ég man að afli þinn á Sæborginni vakti athygli, þú fiskaðir mjög
vel á hana, eldd rétt?
„Jú, ég var heppinn. Besta vertíðin var um eitt þúsund tonn.
Sæborgin bar nafn með réttu, þetta var góður bátur og sannköll-
uð sjóborg. Það er nokkuð merkilegt að Bjarnavíkin fórst við Eyr-
arbakka, Barðinn við Öndverðarnes og Sæborgin í Síldarsmug-
unni. Þessir þrír bátar fórust sem sagt allir eftir að ég hætti á þeim.
Þegar ég hætti á Sæborginni var ég eina vertíð með 75 tonna bát,
Sigurvin Breiðfjörð, en hann hét lengst af Geir og var gerður út frá
Reykjavík. Síðar tók ég við Bergi Vigfúsi, áður Skógey sem var
keypt frá Höfn, og var með hann í 27 mánuði og ftskaði 5.700
tonn á hann, allt í net. Þetta er mesti afli sem ég hef fengið. Á einni
vertíðinni fengum við 1.360 tonn af slægðu. Það var svo mikill
fiskur að þetta var tiltölulega létt, það er að fiska þetta. Auðvitað
var mikil vinna við að skvera þessu af, gera að og allt sem því fylg-
ir. Síðar var keyptur stærri bátur, Keflvíkingur, sem var líka látinn
heita Bergur Vigfús. Við fórum á loðnu og síld á honurn og bara
eina stutta vertíð.”
Hvernig var fyrir netaskipstjórann að fara á nótaveiðar?
„Það var fínt. Við vorum loðnukvótalausir og urðum að leigja
til okkar allan kvóta og fengum yfir tíu þúsund tonn á skömmum
tíma.”
Þegar sldpstjórar eru spurðir hvaða veiðarfæri þeim hafi þótt
skemmtilegast er svarið oftast að það séu nótaveiðar.
„Ég get fallist á það, en þá þurfa veiðarfærin að vera góð. Á nóta-
veiðum skiptir það öllu máli, en ég kynntist hvoru tveggja. Nóta-
veiðar eru skemmtilegar og ég var talsvert á þeim hér áður fyrr og
áður en ég fór í skólann, það má segja að ég hafi verið alinn upp í
Norðursjónum.”
Ákvað aldrei að verða sjómaður
Það er ljóst að þú fórst snemma til sjós, varst þú ungur þegar þú
ákvaðst að verða sjómaður?
Sjómannablaðið Víkingur
29