Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Page 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Page 68
- Ætlið þér að láta brenna yður? Brytinn náfölnaði. Kokkurinn vissi, hve hovmeistarinn óttaðist dauðann og það varð löng þögn meðan hann var að jafna sig, en svo sagði hann þurrum rómi: - Ég geri ráð fyrir, að ég verði jarðaður á venjulegan hátt, einsog kristinn maður, og við fundum að hann gat ekki leynt geðshrær- ingu sinni og Wentzel-Hansen blikkaði mig í laumi, og fór að segja okkur frá spönsku veikinni 1918 og skelfingin greip um sig í andliti brytans. - Við, hélt kokkurinn áfram, lögðumst öll. Ég, móðir mín og eldri bróðir, svo komst ég á fætur, síðan bróðir minn. Faðir minn lagðist ekki fyrr en seinna. Svo dó móðir mín og þá lagðist pabbi. Hún var aðeins fjörutíu og tveggja ára. Þetta voru hræðilegir tím- ar. Einnig dó amma og afi. Alls dóu 8 nákomnir ættingjar. Alls- staðar var dautt fólk. Þeir stöfluðu því upp í mörg lög í líkhús- inu, því það var svo mikið frost, að það var ekki hægt að taka grafir og hvert sem maður leit sá maður menn, sem voru að bera h'k og sorgin fór hús úr húsi, einsog pósturinn. Ég man ekki, hvað margir dóu, en þetta voru hræðilegir tímar. Hovmeister, hovmeister! og við sáum á eftir hovmeistaranum, þar sem hann flýtti sér út ganginn til að forða sér undan líkbulli yfirkokksins. Hann lagði á flótta. Wentzel-Hansen blikkaði mig um leið og hann renndi niður síðasta sopanum úr flöskunni og byrjaði á koníakinu. Þetta var dásamlegt koníak. Það er verst, hvað hov- meistarinn er viðkvæmur, einsog þetta er yndislegur maður og svo hugsar hann svo vel um alla, einsog þið vitið, sem eruð á skip- inu. Já Wentzel-Hansen kunni sannarlega til verka, þegar brytinn var annarsvegar. Hvert einasta kvöld gekk hann á sinn einstæða hátt fram af þessum hjartalausa svíðingi, brytanum, og drakk í þokkabót vínið hans af lítillæti og einskærri kurteisi. Þegar ég kom inn í káetuna mína, læsti ég að mér. Saungur og ölvuð jólagleði barst að eyrum, og ég vissi á hverju ég gat átt von. Þegar leið á nóttina yrði byrjað að sparka í hurðir og æpa, uns vínið hafði drekkt síðustu hjörtunum þessa jólanótt. Þegar ég vaknaði eftir svefnlitla nótt, var heldur betur jólalegt á Nordvest. Heilmiklum snjó hafði kyngt niður í morgunsárið og skafbylur geisaði um þilfarið. Vindur stóð af norðri og það var tveggja stiga frost. Það voru fáir í morgunmat, - kusu heldur að sofa út, þrátt fyrir nýbökuð rúndstykki, bacon og egg. Vinur minn Ventzel-Hansen var snemma á fótum og drakk nú ískalt brennivín við þorstanum. Hann hefur sérstæðan smekk. Hann hellir hálfri matskeið af Winchester-sósu í botninn á glas- inu og fyllir það svo upp með brennivíni og drekkur í einum sopa. Ég skil ekkert í hovmeistaranum að kaupa ekki heldur jubelium-ákavíti. Þetta er ódrekkandi andskoti á jólunum. Þetta er einum of gróft. Smám saman vaknar skipið. Þeir, sem ekki hafa skyldum að gegna sofa lengst, hinir tínast upp einn af öðrum. Reynt er að láta sem flesta hafa frí, en daglegur rekstur skipsins verður að vera í lagi, og menn verða að sinna ýmsu, þótt legið sé í höfn og ekki sé verið að lesta. Útmeð ströndinni grillti í litla bæinn, Botwood. Hann var sokkinn í nýfallinn snjó. Yfir landinu var kaldur, en viðfelldin svipur. Trén í skóginum voru svo undarlega grönn og beinvaxin, að maður undrast að þau skuli ekki fjúka um koll í vindhviðunum. Við seinna munngátið var heidur betur mætt. Menn komu með flókin deilumál næturinnar og voru komnir í hár saman eins og skot, og nú var þérast og skipst á ísköldu augnaráði. Hér kem- ur kaldhæðnin í stað hnefanna. Á borðinu voru 27 réttir, auk heitra rétta. Það er vandfundið upp á nokkru nýju til að brauð- fæða fólk, en þetta voru margskonar fiskréttir, lystilega búnir og skreyttir og álegg, sem allt of langt yrði upp að telja hér og með þessu var borið te, öl og snaps. I raun og veru er gert ráð fyrir að svona máltíð taki 2-3 klukkutíma - minnst. Menn eiga að leitast við að borða lúshægt og drekka hóflega og ræða málin. Þessa list kunna íslendingar yfirleitt ekki. íslendingar hafa aldrei haft tíma til að borða og eftir kortér er ég orðinn saddur, bæði af réttunum 27 og hinu geigvænlega andrúmslofti, þar sem hver hefur horn í síðu annars. Ég stóð því upp frá borðinu og bað þá vel að njóta. Jólin voru liðin og ég fann, að þau voru fyrirfram gengin hjá. Há- tíðin einstæða, draumurinn um heiminn var ef til vill aldrei fjar- lægari en einmitt nú. Hvers vegna? Þetta er eitt af því, sem mað- ur getur skynjað, en naumast skýrt fyrir öðrum. Við, svona ein- mana og bágstaddir erum í raun og veru ófærir um að njóta há- tíðar undir þessum kringumstæðum. I svotil öllu lífsformi getur maðurinn aðlagast aðstæðunum og hann getur skapað sér mann- líf og ef til vill nokkra lífshamingju líka, en það virðist hann ekki geta til sjós, - ekki alltaf. Stórhátíðir eru helvíti fyrir hann. Einlífi er meira að segja ekki undanskilið, þegar rætt er um aðlögunar- hæfni mannsins. Einlífi er til dæmis stundað í klaustrum. Þar gengur það vel og maðurinn byggir sér veröld, sem hann ekki einasta sættir sig við, heldur elskar meira en allt á þessari jörð. Þar er líka byggt á grundvelli, ást á guði, en ekki samníngi við útgerð- armenn. Þá er fórnin það sem skiptir höfuðmáli. Farmaðurinn byggir ekki líf sitt á guði. Hann er að vísu trúaður, trúir meira en venjulegur maður í landi, vandræði hans hefjast eldci fyrr en hann byrjar að líkja eftir lífinu í landi, byrjar að reyna að vera mann- eskja, en það veldur aðeins glundroða. Á virkum degi gengur allt sinn vanagang og hugur hans er í jafnvægi, á jólum fer allt út um þúfur. Ef til vill er hann skástur innanum vændiskonur og fyllirafta, þegar hann kemur til hafnar. Þar er ekki krafist skilríkja eða hræsni, og hugur hans er í jafnvægi. Ég veit nú ekki, hvort allir vilja undirskrifa, að það hafi verið dönsk jól, sem framin voru um borð í Nordvest árið 1969. Um það verður hver og einn að dæma fyrir sjálfan sig, en innst inni held ég að við séum allir fegnir, að þessu er nú senn lokið og eftirherman milda verður ekki endurtekin aftur fyrr en að ári. Það mun hinsvegar taka okk- ur nokkrar vikur að gleyma þessum sorgarleik og vitandi vits munum við gera enn nýja tilraun næstu jól og óhamingjan mun verða jafnsár og nú. Nordvest lagði úr höfn í Botwood, daginn fyrir gamlársdag. ■ 68 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.