Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Page 80

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Page 80
Hafnarfjarðarhöfn 90 ára Þó að tíðin þyki hörð... í aðdraganda bryggjugerðar í Hafnarfirði í byrjun aldar- innar hraut hagyrðingi í bænum eftirfarandi af munni eftir að skipuð hafði verið nefnd um smíðina: Þó að tíðin þyki hörð og þung sé við að deila, nú er byrjuð bryggjugjörð í bæjarstjórnar heila. Síðan þetta var ort hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikil hafnarmannavirki gerð í Hafnarfirði. Hafnarreglugerð fyrir bæinn gekk í gildi 1. janúar 1909 og 90 ára afmæli hafnarinnar var fagnað í tengslum við þing Hafnarsam- bands Sveitarfélaga sem haldið var í Hafnarfirði í haust. í 90 ára sögu hafnarinnar hefur orðið mikil breyting á um- hverfi hennar og enn sér ekki fyrir endann á uppbyggingu og stækkun Hafnarfjarðarhafnar. Nú stendur yfir stækkun hafnarinnar utan Suðurgarðs og hófust þær framkvæmdir 1997. Sigurður Hallgrímsson hjá Hafnarfjarðarhöfn segir að skipta megi uppbyggingu hafnarinnar í fjóra kafla. Sá fyrsti er bygging hafskipabryggjunnar 1912 sem var vígð 16. febrúar 1913. Næst er bygging hafnargarðanna 1941 til 1953. Þá kemur bygging Straumsvíkurhafnar 1966-1969 og svo sú stækkun utan Suðurgarðs sem nú stendur yfir. Auk þess séu margir minni áfangar. Þar megi nefna Nýju bryggj- una 1930, Norðurbakkann 1960 og 1969, Óseyrarbryggju 1975-1978, Suðurbakkann, sem gerður var í fjórum áföng- um 1980-1994, stækkun Straumsvíkurhafnar 1997 og fram- kvæmdum við smábátahöfnina frá 1969 til 1989. Sú stækkun hafnarinnar sem nú er unnið að felst í 800 metra stækkun í vestur utan núverandi Suðurgarðs, 500 metra brimvarnargarð og fleira. Alls verður 23 hektara svæði notað undir hafnsækna starfsemi. Með byggingu stórra vinnustaða eins og nú er að rísa hjá Ósey hf. skapast miklir möguleikar. Ætlunin er að í Hafnar- fjarðarhöfn verði fyrsta flokks þjónusta við fiskiskip, bæði til löndunar og viðgerða. Þá er ekki aðeins horft til íslenskra skipa heldur allra skipa sem eru að veiðum á Norður-Atl- antshafi. Þótt aðstaðan sé ekki nema að litlu leyti komin í gagnið hefur fjöldi skipa boðað komu sína nú í desember. Þessi skip koma af Flæmska hattinum, úr Barentshafi og af Reykjaneshrygg og eru af ýmsu þjóðerni. Hjarta bæjarins í ávarpi sem Magnús Gunnarsson bæjarstjóri hélt þegar minnst var 90 ára afmælis hafnarinnar sagði hann meðal annars: Það er ekki ofsögum sagt að hjarta Hafnarfjarðar sé höfnin og umhverfi hennar og það gildir í ýmsu tilliti. Við höfnina er hjarta bæjarins, miðbærinn og við höfnina slær einnig hjarta atvinnulífsins þótt þróunin hafi gert það að verkum að púlsinn finnist víðs vegar um bæinn. En til þess að mæta þörfum hvers tíma verða bæjaryfirvöld að vera vakandi fyrir þróun og nýjungum. Þvi hafa verið stigin mörg skref til að bæta að- stöðu hafskipa í Hafnarfjarðarhöfn. Og nú erum við að stíga enn eitt skrefið og líklega það stærsta með framkvæmdum vestan núverandi Suðurgarðs. En það er ef til vill tímanna tákn að nú er ekki síður lögð áhersla á þjónustuþátt starfsem- innar. Skapa verður stórtækum aðilum viðunandi aðstæður til þess að taka á sómasamlegan hátt á móti viðskiptavinum sínum. Nú þegar er að rísa öflug skipasmíðastöð á nýju at- hafnasvæði sem er táknrænt því slíkur hraði á uþpbyggingu endurspeglar þá miklu þörf sem er fyrir hafnsækna starfsemi af þessu tagi. Um leið ganga eldri mannvirki í endurnýjun lífdaga og sam- tímis umsvifamikilli endurnýjun og nýframkvæmdum á hafnar- svæðinu fá sögufrægar útgerðarbyggingar í miðbænum nýtt hlutverk tengt menningu og listum. Enda gerum við Hafnfirð- ingar okkur vel grein fyrir því að hvorugt getur án hins verið og bæði í atvinnu- og menningarlífi er hugmyndaauðgin drif- kraftur og forsenda þróunar. Með nýrri höfn þar sem aðstaða skapast fyrir þann þátt starfseminnar sem er fyrirferðarmikill og stórbrotinn verður betra næði í gömlu höfninni. Þannig tekst okkur að búa betur í haginn fyrir smærri útgerð, trillukarla og þá sem langar að bruna bátum sínum við beggja skauta byr - eins og Hafnfirð- ingurinn Örn Arnarson orti svo eftirminnilega um. Við Flens- borgarhöfn hefur siglingaklúbburinn Þytur nú komið sér fyrir í glæsilegu húsnæði og er oft gaman að horfa yfir höfnina í Hafnarfirði þegar seglin ber við sjóndeildarhring. ■ 80 Sjómannablaðið víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.