Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 23
sem brotið er á, fá lögbann á aðgerðir til hjálpar þessum sjó- mönnum verður ísland ákjósanlegur kostur til að yfirgefa skip og áhafnir. Ný drottning Nú er að draga til tíðinda í breska kaupskipastólnum þar sem Cunard, eigandi Queen Elisabeth II, hefur tekið ákvörðun um smíði á nýju skemmtiferðaskipi undir verkefnisnafninu Queen Mary. Gert er ráð fyrir að skipið verði tilbúið til afhend- ingar eigi síðar en árið 2003 en það á að vera 335 metrar á lengd. Skipið á að líkjast gömlu hefðbundnu farþegaskipun- um sem klufu öldur Atlantshafsins fyrir komu skemmtiferða- skipanna og taka 2500 farþega. Gert er ráð fyrir að smíðin verði boðin út meðal fjögurra evrópskra skipasmíðastöðva og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn verði á bilinu 5-600 milljónir dollara. Nýja drottningin verður um 110 þúsund tonn að stærð og hraðinn áætlaður 30 hnútar. Ánægðir sjdmenn að íosna úr þriggja ára prísund. Til sölu Hreinsanir Það eru fleiri þjóðir að taka til í ruslakistum sínum því Hondúras hefur afskráð 750 skip af skipaskrá sinni. Þetta er talið merki um að yfirvöld þar í landi ætli sér að bæta ímynd þjóðfánans á heimshöfunum því nú fer samkeppni harðnandi um útgerðir sem eiga einhverja peninga til að greiða sín gjöld. Ólæti um borð Skipstjóri á risaolíuskipi (ULCC) var tilneyddur að kalla á lögreglu og læknislið um borð í skip sitt sem var á siglingu í Norðursjó. Um borð höfðu brotist út innbyrðis slagsmál á milli filippínskra skipverja sem vopnaðir voru hnífum. Hjálpin barst með þyrlum og tókst að róa til friðar um borð en þá voru nokkrir þegar orðnir sárir eftir hnífsstungur. Voru þeir fluttir í land undir lögreglueftirliti. Ekki fer sögum af því hvað olli þessum látum um borð en Ijóst má vera að erfitt getur verið að stöðva illvígar deilur þegar vopn eru höfð undir höndum. Nú er skip ITF, Global Mariner, um það bil að Ijúka heims- siglingu sinni en eins og kunnugt er hafði skipið fyrstu við- komu sína utan Bretlandseyja í Reykjavík. Alltaf hefur staðið til að skipið yrði selt að heimssiglingunni lokinni en eitt er víst að kaupandinn verður ekki frá neinu hentifánaríki því þeir koma ekki til greina sem kaupendur að sögn ITF. Þegar hafa yfir 600 þúsund manns komið á sýningu þá sem skipið hýsir. Smælki Erfingi grísku útgerðarinnar Niarchos, Constantine Ni- archos, lifði of hátt í vellystingum því hann lést af völdum of- notkunar eiturlyfja í London nýlega. Hann var einungis 37 ára gamall. - (sraelskt herskip stöðvaði nýlega skip undan suður- strönd Líbanons sem var með 73 farþega um borð en enga áhöfn. Farþegarnir, 70 karlmenn og þrjár konur voru af sex þjóðernum og var enn eitt skipið sem finnst án áhafnar og á leið til Ítalíu eða Grikklands. — Ekki hefur verið smíðað olíu- skip yfir 320 þúsund tonn síðan árið 1984 en þessi skipa- stærð er flokkuð sem ULCC. Sjómannablaðið Víkingur 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.