Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 41
verður ekki gerð á kostnað skipverjanna. Á það verður að leggja ríka áherzlu. Almennar reglur vinnuréttar Samkvæmt almennum reglum vinnuréttar hefur vinnuveitandi innan vissra takmarka svokallaðan stjórnunarrétt. Hann getur tekið ákvarðanir um framkvæmd verks og vinnutilhögun og þar með ráðið yfir og stjórnað vinnuafli launþegans, sem hjá honum vinnur, þó með ákveðnum takmörkunum, enda þarf launþeginn ekki að sætta sig við hvaða breytingar sem eru. Séu breytingarnar á venjulegri starfsemi ekki þeim mun meiri, þarf atvinnu- rekandinn ekki að tilkynna þær með sérstökum fyrirvara, eins og honum er skylt að gera þegar breytingarnar hafa meiri röskun í för með sér fyrir launþegann, sérstaklega ef um er að ræða atriði sem hafa verið forsenda ráðningarinnar af hálfu launþegans. Sú takmörkun gildir með stjórnunarrétt atvinnurekandans, að hann getur ekki á ráðningartímanum einhliða rýrt laun og önnur kjör launþegans, t.d. tekið honum umsamin sérkjör eða skert launakjör hans að öðru leyti. Á sama hátt og hann getur ekki á annan hátt einhliða rýrt starfsskilyrði launþegans, t.d. með því að setja hann í starf, sem hann er ekki ráðinn til að vinna. Óski atvinnurekandinn eftir því að koma á slíkum breytingum, er það aðeins hægt með þeim sama fyrirvara og launþeginn á rétt á, eigi að segja honum upp störfum. Uppsagnarfrestur yfirmanna á fiski- skipum er þrír mánuðir. Áltveði atvinnurekandinn upp á eigin spýtur og án fyrirvara að skerða samningsbundin laun eða starfskjör launþegans og launþeganum var eklti ráðinn upp á slík býti, gerir atvinnurekandinn sig sekan um verulega vanefnd á ráðningar-samningnum, sem heimilar launþeganum að rifta samningnum og krefjast skaðabóta í samræmi við ákvæði sjómannalaga. Óbreytt laun í uppsagnarfresti Það er í sjálfu sér ekki um það deilt, að vilji t.d. útgerðarmaður losa sig undan því að borga yfirmanni aukahlut, fastákveðna kauptryggingu til viðbótar hlut eða aðrar þær sporslur, sem kann að hafa verið samið sérstaklega um svo sem fríar ferðir í hafnarfríjum, þá þarf útgerðarmaðurinn að segja þessu sérsamkomulagi við yfirmanninum upp með þriggja mánaða fyrirvara svo lögmætt sé. Þetta segir það, að útgerðarmaður þarf að tilkynna yfirmanninum það formlega og tímanlega, þ.e. með þriggja mánaða fyrirvara að umsamin sérkjör falli niður að þeim tíma liðnum, þannig að ákvæði kjarasamnings gildi eingöngu og alfarið. Þangað til uppsagnarfresturinn er liðinn gilda umsamin sérlaunakjör óbreytt. Um þetta hefur ekki verið ágreiningur hingað til milli samtaka sjómanna og útvegsmanna, enda í samræmi við almennar reglur vinnuréttar og dómafordæmi Hæstaréttar. Vilji launþegi ekki una fyrirhugaðri breytingu á ráðningarkjörum sínum getur hann tilkynnt atvinnurekandanum að hann sætti sig ekki við breytinguna og muni láta af störfúm við lok uppsagnarfrestsins. Það segir sig sjálft, að eigi að leggja skipi um óákveðinn tíma eða til frambúðar, þannig að í stað þess að skipið stundi áfram fiskveiðar, þar sem yfirmanninum er greiddur aflahlutur og sem var forsenda ráðningar hans á skipið, þá þarf yfirmaðurinn ekki að sætta sig við það að hanga yfir skipinu sem vaktmaður eða ! einhverju tímavinnugaufi næstu vikur og mánuði, ef svo ber undir. Hann þarf ekki að una fyrirvaralaust slíkum breytingum Tilgangurinn með því að áskilja launþegum uppsagnarfrest, ef breyta á launaforsendum ráðningarinnar, starfskjörum eða sérsamningum er sá, eins og áður sagðþað viðkomandi launþegi geti sagt upp starfi sínu og leitað sér að annarri vinnu á uppsagnarfrestinum, vilji hann ekki sætta sig við slíkar breytingar á ráðningarkjörum sínum, sem fela í sér lækkun launa eða aðrar breytingar á umsömdum launakjörum, sem skipta launþegann miklu máli. Meðan uppsagnarfresturinn er að líða gilda óbreytt kjör alveg eins og á við varðandi uppsagnir almennt. Sambærileg tilvik Hér er um slíka kjaraskerðingu að ræða, að hafi útgerðarmaður í hyggju að leggja skipi og svipta þannig yfirmanninn að iangmestu leyti tekjumöguleikum sínum, verður útgerðarmaðurinn að tilkynna slík áform með þriggja mánaða fyrirvara. Geri hann það ekki eru forsendur brostnar fyrir ráðningu yfirmannsins, sem getur þá, eins og áður gat, ríft ráðningu sinni fyrirvaralaust og krafizt meðalbótalauna miðað við aflareynslu skipsins næstu mánuði á undan og dómapraksis segir til um. Með öðrum orðum þá þarf yfirmaðurinn ekki að sæta því, að útgerðarmaðurinn svipti hann uppstöðunni í launatekjumöguleikum hans, án þess að hafa á því tilskilinn þriggja mánaða fyrirvara. Hér hefur að framan verið hugað að því tilviki, að skip sé tekið úr rekstri, sem fiskiskip og því lagt og aflaheimildirnar teknar af því. Bera mætti þetta saman við tilvik í landi til glöggvunar. Mætti hugsa sér t.d. verksmiðju, sem hefði verið úthlutað ókeypis framseljanlegu hráefni, er unnið væri úr og starfsmönnum greidd laun eftir afköstum. Til starfa í verksmiðjuna réðu sig menn á þeim forsendum að hafa góðar tekjur vegna afkastahvetjandi launakerfis, sem unnið væri eftir, og létu sig hafa ýmisleg óþægindi í starfi, eingöngu vegna góðra launa, sem starfið byði upp á. Tæki verksmiðjueigandinn hins vegar þá ákvörðun af “hagkvæmnisástæðum” að loka verksmiðjunni og selja hráefnið sem hann fékk úthlutað ókeypis eða nota það í annarri verksmiðju sinni, þá gæti hann ekki með slíkri ráðstöfun svipt verkamennina fyrirvaralaust því starfi, sem þeir réðu sig í, sem byggðist alfarið á þeim forsendum að hafa góðar tekjur af vinnu við verksmiðjuframleiðsluna. Breytti engu þótt verk- smiðjueigandinn byði starfsmönnunum eftir lokun verksmiðjunnar að vinna á tímakaupi í dagvinnu næstu vikur eða mánuði við að sópa verksmiðjugólfin, sjá um vaktvörzlu eða bora í nefið á sér eða hvað þeir sjálfir kysu að gera til að drepa tímann. Forsendan fyrir ráðningunni af hálfú verkamannanna væri algjör- lega brostinn við lokun verksmiðjunnar, sem ekki hafði verið gerð grein fyrir við ráðningu verkamannanna í upphafi. Verkamenn- Sjómannablaðið Víkingur 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.