Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 38
Benedikt Valsson framkvæmdastjóri FFSl
hlustar á umræður á þinginu.
Greinargerð
Hluti af vanda Lífeyrissjóðs sjómanna er tilkomin vegna
mikillar skuldbindingar í örorkulífeyri sjóðsins. Sjómennska
er afar hættulegt starf og má sem dæmi nefna að 32 sinnum
hættulegra er að stunda sjó en að aka bifreið í Reykjavík. Þar
sem sjóðurinn virkar að hluta sem trygging útvegsins á þessari
áhættu, hlýtur að teljast eðlilegt að útvegsmenn greiði
eitthvað meira en almennt gerist í lífeyrissjóðina. Sjómenn
hafa fram til þessa tekið á sig miklar skerðingar í lífeyrisrétti
með þeim árangri að staða sjóðsins telst nú viðunandi.
Fulltrúar útvegsmanna í stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna hafa
bent á að ekki komi til hækkunar á þeirra framlagi nema í
kjarasamningum. Því er þessi krafa lögð fram nú og á hana
lögð þung áhersla.
Um kvótaálag
39. Þing Farmanna- og fiskimannasambands Islands...
...fagnar ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að afnema í
áföngum kvótaálag á ferskum fiski sem vigtaður er hérlendis og
síðan seldur erlendis. Þingið ályktar að afnema eigi allar
hindranir á útflutningi á ferskum fiski frá Islandi.
Greinargerð
Þar sem alkunna er að ástand djúpkarfastofnsins er að áliti
bæði sjómanna og Hafró mjög slæmt og nánast sannað að
karfi sem veiddur er innan landhelgi milli 150 og 200 sml. er
djúpkarfi. Það er álit þingsins að Islendingar eigi að vernda
fiskistofna innan landhelginnar.
Um tvískráningu fiskiskipa
39. Þing Farmanna- og fiskimannasambands íslands....varar
við hugmyndum um tvískráningu fiskiskipa sem stjórnvöld eru að
kanna möguleika á að beiðni samtaka útvegsmanna.
Um aðskilnað fiskveiða og -vinnslu
39. Þing Farmanna- og fiskimannasambands Islands haldið
í Reykjavik, dagana 9.-11. nóvember 1999, beinir því til
stjórnvalda að strax verði hafinn undirbúningur að
lagasetningu sem kveður á um aðskilnað fiskveiða og -
vinnslu.
Greinargerð
Með aðskilnaði þessara greina verður lagður traustari
grunnur undir hagkvæmari rekstur í sjávarútvegi og
markvissari verðmyndun á fiski upp úr sjó.
Um lífeyrismál
39. Þing Farmanna- og fiskimannasambands Islands....
leggur til að í komandi kjaraviðræðum verði ein af kröfum
sambandsins að útgerðin hækki framlag sitt til lífeyrissjóða
sjómanna úr 6% í 8% af launum.
Greinargerð
í 2. tölulið 92. greinar Hafréttarsamnings Sameinuðu Þjóðanna
segir:
„Skip, sem siglir undir fánum tveggja eða fleiri ríkja og notar þá
eftir sinni hentisemi, getur ekki gert kröfu til nokkurs viðkomandi
þjóðerni gagnvart öðru ríki og má líkja því við þjóðernislaust
skip.“
Samkvæmt þessu ákvæði virðist mikil áhætta fólgin í
tvískráningu skipa þar sem óvissa getur ríkt um réttarlega stöðu
áhafnar, eigenda og skips gagnvart öðrum ríkjum.
Einnig skal tekið fram að með því að koma upp kerfi fyrir
tvískráningu fiskiskipa og þeirri miklu réttaróvissu og fyrirhöfn
sem því fylgir má fullyrða að farið sé yfir Iækinn til að sækja vatnið.
Það sem íslensk stjórnvöld í samvinnu við samtök sjómanna og
útvegsmanna ættu frekar að gera í þessum efnum er að semja beint
við erlend ríki um aðgang að veiðiheimildum þeirra og
fiskveiðilögsögu þar sem því verður við komið, Þannig að ekki
þurfi að umskrá og/eða flagga út íslenskum fiskiskipum. Einnig
þarf að vinna að breytingu á samningum um veiðar á alþjóðlegum
hafsvæðum með það í huga að einstök ríki geti nýtt sér
veiðiheimildir annarra ríkja án þess að flagga út skipum.
38
Sjómannablaðið Víkingur