Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 30
Sigurjón.
i
Sæborg.
„Nei, ég ákvað það aldrei. Það stóð aldrei til. Eftir að ég byrjaði
til sjós þá var ekki aftur snúið. Mér líkaði strax vel við sjómennsk-
una og eftir að byrjaði á sjónum kom aldrei annað til greina.”
Sem fyrr segir hefúr Grétar Mar komið víða við í félagsmálum.
Hann hefur starfað mikið innan Reynis, íþróttafélagsins í Sand-
gerði, hefúr verið formaður Fiskifélagsdeildarinnar í sínum heima-
bæ, verið lengi í hafnarstjórn og þar af sem formaður síðustu ár, í
stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna auk annarra starfa fyrir Al-
þýðuflokkinn.
„Ég er hættur að starfa innan Alþýðuflokksins, þar sem mér
þótti flokkurinn og Samfylkingin ekki nógu sannfærandi í sjávar-
útvegsmálum en ég fann mér samleið með Frjálsynda flokknum
þar sem ég starfa. Ég held að ég geti sagt að ég sé félagsmálafrík.”
Mikið og skemmtilegt starf
Þegar viðtalið er tekið, er Grétar enn formaður Vísis, en mun
láta af því starfi á aðalfúndi sem verður haldinn milli jóla og nýárs.
„Það hefúr verið gaman að starfa innan Vísis. Við höfúm verið
með margar nýjungar í starfinu. Til dæmis vorum við ræðunám-
skeið í einu verkfallinu, það hafa yfir eitt hundrað félagar lokið
tölvunámskeiðum sem Vísir gekkst fyrir og ég held að ég megi
segja, að starf innan félagsins hafi verið mikið og skemmtilegt. Við
höfúm haft það að leiðarljósi að mönnum hafi þótt það mikils
virði að vera í félaginu. Við höfúm reynt að dreifa störfúm utan fé-
lagsins meðal okkar, verið með valddreifingu. Ég á örugglega eftir
að sakna margs, en ég er að taka við meira krefjandi starfi. f Vísi
hef ég verið sérstaklega lánsamur með samstarfsmenn. Auðvitað
hafa stundum verið skiptar skoðanir meðal okkar en aldrei þannig
að menn hafi gengið sárir frá átökum.”
Er langt síðan þú ákvaðst að gefa kost á þér til formennsku í Far-
manna- og fiskimannasambandinu?
„Nei, ég hafði reyndar hugsað það fyrir nokkru síðan en hafði
gefið það frá mér. Ég ætlaði að losa mig út úr öllum félagsmálum.
Um síðustu áramót var ég atvinnulaus og keypti þá bát ásamt öðr-
um. Góðir félagar mínir hvöttu mig hins vegar til að gefa kost á
mér þegar Guðjón Arnar hætd.”
Nú er unnið að hugsanlegri sameiningu nokkurra félaga innan
FFSÍ. Verði af þeirri sameiningu mun það þá ekki breyta Far-
mannasambandinu verulega, og jafnvel gera hlutverk þess minna
en nú er?
„Meðan að öll félögin sameinast ekki verður Farmannasam-
bandið nauðsynlegt áfram. Það er draumur að sjá okkur alla í sama
KEMHYDRO - salan
Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík
Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075
Gufukatlar frá Bretlandi
Allar gerðir
LEtTÍD TtLBOÐA
30
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR