Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 19
En þegar við lítum til núverandi skipaflota Gæslunnar þá er Óðinn að verða 40 ára og enn í rekstri og Ægir nýi orðinn um 30 ára. Jú, Ægir gamli var gott skip og traustvekjandi og gott að ferðast á hon- um. Sama má segja um öll hin varðskipin sem ég starfaði meira eða minna á að undanteknum Þór sem alla tíð var hinn mesti gallagrip- ur vegna ónýtra véla. Ægir gamli hefur eflaust verið á undan sinni samtíð á sínum tíma. Jón heitinn Jónsson var skipherra þegar ég byrjaði á Ægi. þróun sé svo ör að sú kynslóð sem að byggði þessi bæjarfé- lög fyrir kvótatímann og enn ræður mestu þurfi að eldast út áður en meiriháttar breytingar verði á. Hún ólst upp við og lifði þann tíma að menn máttu veiða eins og þeir gátu og mikið af peningum streymdi inn í sjávarbyggðirnar og vel- megun var mjög mikil. Svo þegar þessi mikla breyting verður með kvótakerfinu þá nær þessi kynslóð ekki að fóta sig í þessu og selur, þar sem hagnaðarvonin er geysileg, þannig að það þarf kynslóðabreytingu til að rétta við hlut þessara byggða á öðrum forsendum, og sömu að hluta. Kannski hef- ur það háð þeim svolítið fyrst að menn áttuðu sig ekki á því að það þyrfti að breikka atvinnustigið. Koma með fleira inn og nú er til dæmis ferðamannaþjónusta komin á fljúgandi ferð í Snæfellsbæ sem er nýtt sjónarhorn þar. Á því svæði held ég að sú þjónusta eigi mjög góða framtíð fyrir sér. Þenn- an tíma sem ég var bæjarstjóri þarna sagði ég alltaf að Snæ- fellsnes byði upp á alla þá fjölbreyttni í íslenskri náttúru sem fyrirfinnst á landinu, að undanskyldum eyðimerkum hálendis- ins. Þarna eru sandar, glæsileg fjöll, Jökullinn (sá eini í heim- inum sem alltaf er skrifaður með stórum staf og greini), eld- fjall, hraun og hvaðeina. Dags daglega er veðurfari þar þannig háttað, með fáum undantekningum, að á útnesinu rík- ir sýnishorn af alls konar veðri á sama tíma. Það er t.d. sjaldnast sama veður á Hellissandi og í Ólafsvík. Ógnvænleg fækkun starfa -Svo við snúum okkur að Skipstjóra- og stýrimannafélag- inu. Hvernig leggst starfið í þig? -Það leggst Ijómandi vel í mig. Þetta er sgennandi starf en það sem mér finnst ógnvænlegast er hve störfum hefur fækkað I þessari grein. Það hefur orðið mikil breyting á kaup- skipaútgerð á fslandi og mönnum fækkað í stétt yfirmanna. Þetta er þróun sem við þurfum einhvern veginn að snúa við. Skipstjóra- og stýrimannafélagið gerir það ekki eitt og sér en það verður að leggja sitt á vogarskálarnar til að snúa þessari þróun við. Þar þarf margt að koma til og eitt sem við verðum að skoða líka er hvort við höfum á einhvern hátt brugðist og þá hvar. Það hættulegasta sem við gerð- um er að gefa okkur að allt sé þetta utanaðkomandi áhrif- um að kenna, kannski höfum við ekki staðið okkur sjálfir við að halda ímynd skipstjórnarstarfsins á lofti. En þessi fækkun er mikið áhyggjuefni. Nú er verið að skoða og vinna að því að sameina félög skipstjórnarmanna, fiski- manna og kaupskipamanna, og ég held að það sé rétt skref þótt ekki séu allir tilbúnir að koma til þeirrar sameining- ar enn sem komið er. En þessir menn eiga meira sameigin- legt en það sem skilur á millli og ég tel að sameiningin hljóti að verða hagsmunamál allra skipstjórnarmanna. Er umræðan jafnvel komin svo langt að orðað hefur verið að sameina öll félög skipstjórnarmanna á Norðurlöndunum. Kaupskipamenn eru í mun nánara sambandi við alþjóðlega samkeppni en margar aðrar starfsgreinar hér á landi. Milli- landasiglingar eru reknar í beinni samkeppni á alþjóðlegum vettvangi og við kaupskipamenn þurfum kannski að aðlaga okkur betur að þessu og skoða öll okkar mál út frá því. Læra að þróa okkur í þessu umhverfi þannig að við höfum hag af. Þetta umhverfi byggist á ströngum viðskipta- og arðsemis- sjónarmiðum þar sem þjóðernis-, bræðralags- og öryggis- sjónarmið eru nokkuð víkjandi fyrir hinum hörðu viðskipta- sjónarmiðum. Því er það spurning sem við þurfum að velta fyrir okkur hvort núverandi fyrirkomulag kjarsamninga sé ekki úrelt í þessu umhverfi og hvort rétt sé að færa þá nær bein- um viðskiptasamningum. Við erum að selja vöru sem felst í þekkingu, færni og framkvæmd verka byggðri á henni sem verðleggja þarf m.a. samkvæmt tegund, framboði og gæð- um. Nú er verið að vinna að breytingum á lögum um áhafnir flutningaskipa, farþegaskipa, farþegabáta og skemmtibáta. Frumvarp um þetta efni hefur verið lagt fram á Alþingi og reiknað er með að það verði að lögum um árþúsundamót. Með þessu er verið að aðlaga löggjöfina að STCW alþjóða- samþykkt hvað varðar atvinnuskírteini og réttindi þar sem eftirlit með gæðum skipstjórarmenntunar á að vera sett í fast- mótaðar skorður. Hér er verið að stíga mjög gott skref. Út- gerðirnar þurfa líka að huga að hvernig þær sjá fyrir sér þessa alþjóða samkeppni og stöðu sína innan hennar og þá sérstaklega hvað varðar viðskipta- og öryggishagsmuni sína til lengri tíma litið, en þar tel ég að oft sé telft á tæpt vað. Því vil ég meina að það eigi að vera akkur fyrir íslenskar útgerðir að halda styrkri stöðu með íslenskum skipum og skipstjór- arnarmönnum á skipum sínum. Norður Atlantshaf er eitt versta hafsvæði sem menn sigla á og ströndin hérna er líka mjög erfið siglingalega séð og veðurfarslega. Það er því kost- ur fyrir útgerðirnar að hafa menn við stjórn skipanna sem al- ast upp I þessu umhverfi frekar en að notast við menn sem þekkja ekki til þess, sagði Guðjón Petersen. ■ 1 9 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.