Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 62
arinnar að hún svaraði öllum boðum bátsmannsins og var undir öruggri stjórn hans. _Við höfúm hann á valdi okkar kallinn minn,“ sagði Kristján og bætti við: _Láttu þá vita af því þarna fyr- ir handan,“ og hann nikkaði höfðinu í átt til stigapallsins. Ég hik- aði, mig óaði við að skilja Kristján einan eftir þarna niðri og varð litið til mannsins sem sat álútur á bekknum og horfði í gaupnir sér. Ég gat ekki betur séð en að rauðu rákirnar, sem myndast höfðu á handleggjum hans, hefðu hlaupið upp í roðalitaðar blöðrur. Ég fékk olnbogaskot og það var öskrað í eyra mér: _Upp með þig og flýttu þér, heyrðirðu ekki hvað ég sagði?“ Ég tók stigann upp í nokkrum glennum, hélt aftur ganginn og út á þilfar bakborðsmegin þar sem ég vissi að þeir á Marfu Júlíu létu reka og biðu frétta. Ég hljóp fram á miðsíðuna og kallaði yfir að við hefðum fúlla stjórn á vél togarans og spurði hvort ég ætti þá ekki að höggva akkerið frá. _Bíddu aðeins, það er að koma skeyti!“ Eftir nokkra bið komu fyrirmæli um að yfirgefa togarann strax, því skip hennar hátignar væri lagt af stað frá Patreksfirði og hótaði vopnavaldi. Ég hljóp niður í vél og flutti Kristjáni tíðindin og við lögðum af stað upp. Ég fór á undan og hélt rakleitt yfir á bak og um borð í varðskipið sem hafði verið lagt að togaranum á meðan ég var niðri. Ég sá að Rafn og Guðjón voru komnir um borð í Maríu Júlíu, en mannskapinn af Óðni sá ég hvergi. Hann hafði þá líka verið kallaður úr togaranum. Vegna misskilnings fór Kristján yfir á stjór þegar hann kom aftur úr ganginum í stað þess að fylgja mér yfir á bak. Við biðum hans, en hann kom ekki. Áhyggjur vöknuðu og spennan óx vegna þeirrar tafar sem varð á að bátsmaðurinn skilaði sér. En einmitt í þeirri andrá sögðust þeir á Óðni, sem lét reka stjórnborðsmegin við togarann, sjá til Kristjáns á leið fram gang- inn sín megin. Óðinn hafði tekið sína menn frá stjór en lagt að því búnu frá. Þeir kölluðu til Kristjáns að María Júlía biði hans á bak. Öll framkoma togaraliðsins hafði nú gjörbreyst frá því sem var fyrir lítilli stundu og kom nú fram í skítyrðum og ögrandi látæði. Fréttin af ferð freigátunnar og hótun hennar um vopnavald hafði bersýniiega eflt sjálfstraust áhafnarinnar, sem vænti sér hjálpar frá verndarskipinu þrátt fyrir fyrri óhlýðni. Skyndilegt undanhald okkar úr sterkri stöðu espaði hana auk þess og örvaði til gagnað- gerða. _Farið þið einhverjir til móts við Kristján!“ kallaði skipherr- ann ofan af stjórnpallinum. Ég stökk yfir í togarann að nýju og var kominn fram á móts við toggrindina þegar ég heyrði varnaðarhróp frá varðskipinu. Ég snöggstansaði og leit í kringum mig. Ég sá hvar Kristján var staddur í svelgnum á milli togvíranna og ætlaði að fara að klofa yfir bakborðstogvírinn. Hann átti sér einskis ills von, en framan úr pokapontinu nálguðust hann fjórir menn og sá sem fór fyrir hópnum hélt á spanna sem hann reiddi til höggs. Þess má geta til skýringar að spannar eru svipaðir stórum föstum lyklum að öðru leyti en því að þeir eru með v-laga riffluðum kjafti, notaðir til að Iosa og herða lása og henta því vel þegar hausinn á kólfún- um á lásunum er farinn að slitna. Ég öskraði í örvæntingu viðvör- un til bátsmannsins sem sneri baki í mennina og sá ekki hvað hann átti í vændum. Ég hikaði við að halda honum til hjálpar, sjálfúr hafði ég ekkert í höndunum, hvorki honum né mér til varnar. Kristján rétti sig rólega upp og sneri sér í átt til mannanna. Stóð augliti til auglids við tilræðismennina og beið með storkandi svip þess er verða vildi. Það kom hik á hópinn og höndin sem hélt á uppreiddum spannanum seig niður með síðu. Nokkur andartök liðu og ég stóð sem negldur við þilfarið. Enginn sagði orð, enginn hreyfði svo mikið sem hönd eða fót. Þá gall við hátt og hvellt hræðsluhróp ofan frá brú togarans og mennirnir sem sótt höfðu að Kristjáni réttu upp hendur, allir sem einn. Þeir stóðu í hnapp við öffustu lestarlúguna og störðu stjörfúm augum yfir til Óðins. Mér varð einnig litið þangað. Á brúarvæng varðskipsins stóð skipherr- ann, Pétur Jónsson, og miðaði hermannariffli í sigti á mennina við lúguna. Það lagðist yfir mig þrúgandi magnleysi þar sem ég beið þess sem verða vildi. Það var Kristján bátsmaður sem fyrstur varð til að ná áttum. Hann steig fram til mannsins sem hélt höndum yfir höfði sér og hrifsaði spannann úr hendi hans. Þá komst ég aftur til sjálfs mín og öskraði: _Komdu Kristján og flýttu þér!“ Bátsmaður- inn klofaði yfir forvírinn, en það var hvorki asi né flaustur í fari hans þegar hann fylgdi mér aftur ganginn með herfang sitt í hend- inni. Við klifruðum samstiga yfir varnarnetið og stukkum yfir á skip okkar, yfirgáfúm fjanda þann sem við höfðum lagt allan okk- ar metnað í að færa fyrir íslenska réttvísi. Skipherrann á Óðni lét vopn sitt síga og hendur togaramanna féllu að síðum. Spennan dvínaði og menn önduðu léttar. Þegar varðskipin lögðu frá togar- anum mátti greina biksvartan reykjarmökk útaf Blakknesi sem óðum færðist nær. Þar var vinur okkar og vopnabróðir á ferð, frei- gáta hennar hátignar á hraðsiglingu til að gæta laga og réttar á út- hafinu. Sár vonbrigði fylltu hugann þegar við litum yfir liðna atburða- rás og okkur fannst stjórnvöld hafa svikið okkur. Þau höfðu ekki þorað að standa að baki okkur þegar út í alvöruna var komið. Aðeins um tuttugu mínútur höfðu liðið frá því við stukkum yfir á togarann þar til við höfðum náð allri stjórn hans á okkar vald, en stjórnvöld höfðu eytt mestöllum morgninum í að taka á- kvörðun sem engum árangri skilaði þegar til kastanna kom. Síð- ar réttlættu þau undanlátssemi sína og linkind fyrir landsmönn- um með því að höfða til drenglyndis og mannúðar. Ekkert var þó í sjálfu sér fáránlegra en að kalla okkur til ábyrgðar á krank- leika breskra sjómanna, sem hér stunduðu rányrkju, eða á því á- standi sem skapast hafði vegna hernaðarbrölts Breta hér á mið- unum. Það voru Englendingar sem hingað komu með ófriði og hófu ofbeldi sem ógnaði lífi og limum íslenskra þegna, þeir brutu stofnskrá Sameinuðu þjóðanna með einhliða stríðsrekstri, og það gegn vopnlausri þjóð. Það sem við höfðum á hinn bóg- inn unnið okkur til óhelgis var að setja lög um fiskvernd sem byggðust á sjónarmiðum meirihluta þjóða heims og höfðu það eitt að markmiði að tryggja líf og tilveru fólksins í landinu. Mörgum okkar á sjónum, sem sættum hótunum um líflát nán- ast daglega og fundum nálægð fallbyssukjaftanna við eyrun, fannst boðskapur íslenskra stjórnvalda harla undarlegur. Þar var 62 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.