Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 58
Bókakynning Sviptingar á sjávarslóð kafli úr nýútkominni bók Höskuldar Skarphéðinssonar skipherra Fyrstu kynni af landhelgisátökum við Breta Þennan milda og hægláta dag, 25. september 1958, hafði flota- stjórn hennar hátignar ákveðið togurunum veiðisvæði frá Blakk suður fyrir Látrabjarg og gætti freigátan Diana F 126 togaranna. Áhöfn Maríu Júlíu hafði verið kölluð út snemma þennan morgun til mæiinga og sigldum við hvern togarann af öðrum uppi og lás- um þeim kærur. A sjötta tímanum heyrðum við togara kalla á verndarskipið og biðja um samtal við lækni. Að nokkrum tíma liðnum barst orðsending frá herskipinu þar sem öllum togurum á veiðislóðinni var skipað að hafa uppi veiðarfærin tafarlaust og halda út fyrir 12 mílna mörkin. f orðsendingu freigátunnar kom fram að hún þyrfti að flytja sjúkan mann til lands og jafnframt að hver sá togari sem héldi áfram veiðum inni á svæðinu á meðan hún væri fjarverandi gerði það á eigin ábyrgð. Við dóluðum suður eftir svæðinu og fylgdumst með hvar togar- arnir hífðu upp hver af öðrum og settu stefnuna út fyrir 12 mílna mörkin. Þessi viðbrögð glöddu hjarta okkar og við gældum við þá von að bráðlega myndi hin nýja fiskveiðilögsaga verða í reynd okk- ar. Nokkru síðar sáum við hvar herskipið staðnæmdist skammt frá einum togaranna og setti út léttbát. Alengdar fylgdumst við með þegar léttbátnum var siglt yfir í togarann og að vörmu spori aftur til baka. Þegar freigátan var lögð af stað áleiðis til Patreksfjarðar kom í loftið togari sem sagðist myndu halda áfram veiðum á svæð- inu hvað svo sem ferðum freigátunnar liði. Hann kvað sig ekkert varða aðgerðir varðskipanna né nærveru þeirra. Við náðum ekki nafni togarans en athygli okkar var vakin og við sperrtum upp augu og eyru. Smátt og smátt fór fjandaflokkurinn innan markanna að þynnast og með vaxandi eftirvæntingu leituðum við togarans sem gefið hafði fyrrnefnda yfirlýsingu. Þá kallaði Óðinn í okkur og sagði togarann Paynter GY 480 hafa látið vörpuna fara rétt fyrir framan nefið á sér. Stöðug fjarskipti áttu sér stað á milli stjórnstöðvar Landhelgis- gæslunnar og Maríu Júlíu og var þeim fyrir sunnan umsvifalaust greint frá þessu atviki. Að lítilli stundu liðinni barst skeyti til varð- skipanna um að halda á eftir Paynter í óslitinni eftirför og hjálpast að meðan beðið væri frekari fyrirmæla frá stjórnvöldum. Þau höfðu veitt herskipinu heimild til að leita hafnar með vissum skil- yrðum og höfðu nú málið til sérstakrar athugunar. Eins og áður hefúr komið fram var okkur stranglega bannað að bera nokkur þau áhöld á okkur sem til vopna gætu talist. En þar sem nú virtist vera uppi áform um að stöðva veiðar togarans með valdi, kvaðst skipherrann ekki geta hugsað sér að senda okkur berhenta um borð í hann gegn mönnum sem munduðu sveðjur, axir og hvers 5IKR ÖRYGGISTÆKI FLOTROFAR FLÆÐIROFAR HITAMÆLAR HITAMÆLAR Vesturgötu 16 - Símar 551 4680 og 551 3280 - Telefax 552 6331 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.