Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 65
ur yfir skógi vaxnar hæðirnar, voru flestir farnir að þvo sér og hafa fataskipti. Fegurð þessa aðfangadags hefur ef til vill farið framhjá mörgum, því það var einsog menn forðuðust hver annan og lægju kjurir inná herbergjum sínum og þegar rökkvaði heyrðist ekkert, nema glamrið frá eldhúsinu. Menn vildu bara vera einir. Klukkan var um fimm, þegar barið var á dyrnar hjá mér. Það var brytinn. Sagði hann mér, að nú væri allt byrjað og skipstjór- inn biði eftir mér. Ég snaraði mér frammúr sófanum og gekk upp stigann. Þar var meiriparturinn af skipshöfninni samankominn og allt var með fádæmum óeðlilegt og þvíngað. Þar var og einn aðkomumaður, hafnarstjórinn í Botwood, vel kenndur að vanda. Ég veit eiginlega ekki hverju skipshöfnin var líkust. Hásetarnir og mótormennirnir höfðu þvegið sér rækilega og bar því meira en ella á öllum kaununum og sárunum og þeir höfðu skipt lit, voru orðnir fölir og fáir. Allir voru bláedrú og minnti samkvæmið einna helst á biðstofu á gigtarsjúkrahúsi. Guð minn almáttugur! Brytinn tók á móti mönnum í dyrum þverum og rétti glas af jólagloggi, sem er einhverskonar berjavín eða messuvín, en aðrir fengu sér whisky af borði skipstjórans. Allir voru svo fjarska góð- ir og hræsnin sjálf uppmáluð. Meira að segja Finninn Risto saung óvenju lágt þetta kvöld og vinur hans Haugas donkeymaður minnti á raunalegan trússhest fyrir enda borðsins. Þegar allir voru mættir, tók brytinn heilmikinn sekk með jólapökkum og sturtaði innihaldinu á gólfið. Síðan var gjöfum útdeilt. Hver maður fékk sinn jólapakka. Jólagjafirnar voru frá einhverjum samtökum í Englandi. Ég held dönsku sjómannakirkjunni í London. Að minnsta kosti var þetta tekið þar um borð í skipið. Ég fékk tvær bækur frá einhverri fjölskyldu í Hertfordshire og Mödet ved Milepælen, eftir Sigurd Hoel. Sú bók kom frá únglingum í Svendborg, sem hafa tekið Nordvest í „fóstur“, en nokkuð mun vera um það að börn kjósi sér uppáhaldsskip, sem þau hafa samband við og senda jólagjafir til. Það var ekki laust við stemmningu, meðan verið var að útdeila jólagjöfunum, að minnsta kosti örlaði á einhverju, sem slakaði á hinu þvíngaða andrúmslofti í skipstjóraíbúðinni. Ég held því, að þessar smágjafir hafi sitt gildi, þrátt fyrir allt, og er útdeilingunni var lokið, bauð skipstjórinn gleðileg jól og var skálað fyrir jólun- um og samkvæmið leystist upp í þeirri hræsni, sem hverjum og einum var gefm. Við jólaborðið voru allir með hund. 2. meistari var meira að segja óvenju geðillur og reifst við menn af minnsta tilefni og reyndar við alla, sem yrtu á hann. Hann kvað upp dóma yfir hin- um ýmsu réttum, sem inn voru bornir. Sósan fékk verstu útreið- ina, allt að þvi' dauðadóm. - De kan ingenting lave de dumme abekatte derude, sagði hann fyrirlitlega og gætti þess, að til hans heyrðist fram í eldhúsið. Þó fékk hrísgrjónabúðingurinn næstum sömu útreið. Kartöflumús! æpti sá gamli og hló hæðnislega að þessum óþverra, sem átti nú að neyða oní skipshöfnina. Mér fannst maturinn bara ágætur, og það held ég að hinum hafi fund- ist Iíka. Ég flýtti mér að borða til að losna sem fyrst og það held ég að hinir hafi gert líka. Eitthvað lá í loftinu, sem ekki er hægt að skýra, en við fundurn að þetta kvöld var í rauninni glatað. Það, sem við vorum að leita að, var ekki hér. Hinir huldu töfrar jóla- Sjómannablasið Víkingur 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.