Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 42
irnir þyrftu því ekki að sætta sig fyrirvaralaust við slíkar róttækar breytingar á umsaminni hefðbundinni vinnutilhögun, sem fæli auk þess í sér verulega lækkun launa. Verksmiðjueigandinn yrði að tilkynna slíkar breytingar með þriggja mánaða fyrirvara, nema uppsagnarfrestur viðkomandi væri skemmri tími. Afleiðingum lokunarinnar gæti atvinnurekandinn ekki velt yfir á launþegann, eins og um óviðráðanleg atvik væri að ræða, sem hann réði ekki yfir. Hér er um fjárhagslega ákvörðun atvinnurekandans að ræða, en afleiðingarnar af lokun verksmiðjunnar verður hann sjálfur að bera, en veltir þeim yfir á launþegana. Hér gildir almenna matið í þessum efnum. Hverjum stendur næst að bera afleiðingarnar af lokun verksmiðjunnar í hagræðingarskyni. Tvímælalaust atvinnurekandanum í þessu tilviki. Brostnar forsendur Eins og nefnt var hér að framan, þá gilda almennar reglur vinnuréttar um sjómenn, auk ákvæða sjómannalaga. Samkvæmt vinnurétti er launþega heimilt að ganga frá (rifta) ráðningu sinni bresti forsendur ráðningarinnar verulega. Komi í ljós eftir að ráðning hefur átt sér stað, að staða mála hefur verulega breyzt á þann veg, sem launþeginn með sanngirni gat ekki séð fyrir við ráðningu sína, þannig að ráðningarsamningurinn verður verulega annar og verri fyrir launþegann en í upphafi var gengið út frá, þá getur launþeginn rift ráðningarsamningnum. Gerður er greinarmunur á brostnum forsendum og hins vegar röngum forsendum þar sem forsendur ráðningar reynast rangar frá upphafi ráðningarinnar, sem líka varðar riftun, t.d. þegar í ljós kemur að viðkomandi skip hefur ekki veiðileyfi eða sjómaðurinn hefur ekki starfsréttindi til að gegna starfinu. Ákvæði sjómannalaga Þótt grundvallarreglur vinnuréttar taki einnig til sjómanna, þá gilda um réttarstöðu sjómanna á íslenzkum skipum fyrst og fremst ákvæði sjómannalaga nr. 35/1985. I II — 3. kafla laganna, þ.e. 16. — 22.gr. eru ákvæði um rétt skipverja til að krefjast lausnar úr skiprúmi, þar sem tilgreind eru ákveðin atvik, sem heimila skipverjanum slíkt. Byggjast þau á þeim sjónarmiðum um svokallaðar brostnar forsendur. Athyglivert er, að í greinargerð frum- varpsins að sjómannalögum, þar sem fjallað er almennt um ákvæði kafla II — 3, segir að byggt sé á sömu grundvallarreglum og í ákvæðum eldri sjómannalaga nr. 67/1963, en í frumvarpinu séu nokkur nýmæli, sem feli í sér kjarabætur til sjómanna. Með þessum síðast greindu orðum um kjarabætur til sjómanna er greinilegt að vilji löggjafans hefúr staðið til þess að rýmka og efla réttarstöðu sjómanna enn frekar frá þágildandi sjómannalögum, sem sést víðar í núgildandi lögum,sbr. t.d. í 4. gr. laganna. 1 því sambandi má benda á að Hæstiréttur hefur tekið þessi ummæli í greinargerðinni beint upp í dóm sínum í H.R.D. 1988 — 943, þar sem verið var að fjalla um réttarstöðu sjómanns við sölu á skipi. Sýnir það hvaða áherzlu dómurinn leggur á réttarstöðu sjómannsins, eins og fram kemur í mörgum dómum hans. Dómar Hæstaréttar Þrátt fyrir að í 16. — 22.gr. sjóml. séu talin upp fjölmörg tilgreind tilvik, þar sem sjómanni er heimilt að rifta ráðningarsamningi sínum fyrirvaralaust vegna brostinna forsendna, þá er ekki um tæmandi tilvik að ræða. Hefur Hæstiréttur í nokkrum tilvikum dæmt að sjómanni hafi verið heimilt af öðrum ástæðum að rifta ráðningarsamningi sínum fyrirvararlaust vegna brostinna forsendna og dæmt sjómanninum skaðabætur, sem nemur meðalbótalaunum í uppsagnarfresti, skv. ákvæðum sjómannalaga. Má hér nefna tilvik, þar sem sjómaður var ekki lögskráður í H.R.D. 1984 — 1462. Ekki farið nákvæmlega eftir ákvæði um helgarfrí í kjarasamningi í H.D.R. 1987 — 1339. Réttindalaus skipstjóri við stjórnvölinn í H.R.D. 1989 — 599. Þá mætti nefna ýmisleg tilvik, sem samkvæmt almennum reglum vinnuréttar heimila fyrirvaralausa riftun, svo sem gjaldþrot atvinnurekandans, vangreiðsla launa o.s.frv.. í öllum þessum dómum taldi Hæstiréttur, að forsenda væri brostin fyrir áframhaldandi ráðningu, sem heimilaði sjómanninum fyrirvaralausa riftun með tilheyrandi skaðabótarétti, þótt deila megi um það, hversu alvarleg dlfellin voru í þessum þremur tilgreindu tilvikum, hvað brostnar forsendur fyrir ráðningunni snertir. Er athyglisvert að bera saman þessi þrjú tilvik við það tilvik, sem hér er til umfjöllunar. Það telst brostin forsenda fyrir ráðningunni, sem skapar skaðabótarétt í uppsagnarfresti, að mati Hæstaréttar að viðkomandi sjómaður er ekki lögskráður eða skipstjórinn er ekki með undanþágu eða ekki er farið nákvæmlega eftir kjarasamningi um töku helgarfrís, og viðurkennt er, að ekki er hægt að svipta sjómann fyrirvaralaust sérsamningsákvæðum, sem hann hefur samið um umfram kjarasamninga. Með þá staðreynd í huga þá hlýtur það að segja sig sjálft, að sé sjómaður sviptur mögu- leikanum á því að starfa sem hlutaráðinn sjómaður, sem er ákvörðunarástæða hans við ráðninguna, en í stað þess boðið starf sem vaktmaður á tímakaupi, þá sé sjómanninum lögmætt að rifta ráðningu sinni með tilheyrandi bótarétd. Ekki kæmi til að sjó- maðurinn þyrfti hér að kvarta fyrst, áður en hann riftir ráðningu sinni, eins og oft er krafizt, áður en ráðningarsamningi er rift, til þess að gefa atvinnurekandanum kost á að bæta ráð sitt, ef svo mætti orða það. Hér liggur þó ljóst fyrir, að slfkt breytti engu í því tilviki, sem hér er til umfjöllunar, því útgerðarmaðurinn hefur þegar tekið þá ákvörðun að leggja skipinu til frambúðar, sem sést oft bezt á því, að búið er að taka kvótann af skipinu og setja skipið á söluskrá. Utgerðarmanni skipsins er því orðið ómögulegt, að efna ráðningasamninginn, eins og til var stofnað í upphafi ráðningartímans. Ekki losar það heldur útgerðarmanninn undan ákvæðum laga og réttar, þótt hann byði sjómanninum starf um borð í öðru skipi sínu, jafnvel þótt um systurskip væri að ræða. Sjómaðurinn heldur sínum fulla bótarétti skv. sjómanna- lögunum, enda ráðinn á ákveðið skip útgerðarinnar. Ráðningunni ekki rift Einni spurningu er þó ósvarað í þessu sambandi. Hver er réttarstaða skipverja, sem ekki riftir ráðningu sinni, þegar útgerð skips er hætt, heldur starfar áfram væntanlega í uppsagnarfresti, 42 SJÓMANNABLAÐIÐ víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.