Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 61
stöðu hans við bremsuna. En þá breyttist ástandið á hvalbaknum
skyndiiega úr tuski í hrein slagsmál, í átök sem erfitt er að lýsa í
einstökum atriðum því allt gerðist með skjótum og skipulagslaus-
um hætti.
Eftir að Rafn hafði losað mig við manninn reyndi ég að einbeita
mér að því að hífa inn akkerið. Ég var búinn að kúpla akker-
istromlunni inn og var að losa upp á bremsunni þegar allt í einu
var þrifið í slönguna sem hékk við úlnlið minn. Tveir menn höfðu
náð tökum á slöngunni og drógu mig með valdi frá vindunni án
þess að ég kæmi nokkrum vörnum við. Ég spyrnti við fótum, bar
vinstri höndina fyrir mig, en allt kom fyrir ekki. Ég reyndi ítrekað
að losa mig við slönguna, en mér tókst ekki með nokkru mód að
smeygja lykkjunni fram af hendinni meðan mennirnir nánast
hlupu með mig eins og hund í bandi fram og aftur um hvalbak-
inn. Þeir gættu þess vandlega að gefa mér engan slaka og ég hafði
haft lykkjuhelvítið allt of þröngt.
Slagsmálin voru í algleymingi, áhöfn togarans reyndi að flæma
okkur ofan af hvalbaltnum, en við streittumst allt hvað við gátum
á móti til að halda fengnum hlut. I einni ferð okkar Bretanna um
hvalbakinn þar sem við stigum stífúdans við stjórnborðshornið,
gafst mér loks gullvægt færi. Ég gaf skyndilega eftir, hljóp undir þá
félaga og hrinti þeim út í horn rekkverksins. Þeir reyndust óvið-
búnir þessu áhlaupi og handleggir okkar féllu niður með síðum.
Ég greip með vinstri hendinni í rekkverkið að baki þeim og þrýsti
mér eins fast að þeim og mér var framast unnt. Á meðan smokraði
ég hægri hendinni upp úr lykkjufjandanum. Mér létti, ég var frjáls
og loksins laus úr þessari heimatilbúnu hnappheldu. Ég sneri mér
strax að vindunni og veitti því athygli að hik var komið á togara-
liðið. Sumir höfðu þá þegar yfirgefið hvalbaldnn og voru komnir
niður á þilfar, en nokkrir menn héldu áfram þófi á hvalbaknum og
þvældust fyrir við hliðið. Engan bilbug var hins vegar að finna á
þeim félögum mínum, Guðjóni og Rafni, og ég gat ekkt betur séð
en að Guðjón væri skeinuhættur Bretunum, enda vanur fætingi úr
Eyjum og víðar.
Það kom skipun frá brú togarans og í einni svipan hvarf allt lið-
ið af hvalbaknum og strollan Iá aftur á skip. Þegar ég kom að vind-
unni var gufan horfin og engan reyk lagði lengur frá glíðirnum.
Það var svo sem auðséð hvað gerst hafði, gufústreymið frá katlin-
um hafði verið tekið af. Ég kallaði yfir í Maríu J úlíu, sem lét reka
örskammt frá, og bað um járnsög eða meitilhamar og sleggju. Ég
fékk þau fyrirmæli að fara aftur í vélarrúm og kanna ástandið þar,
á meðan verkfærin væru tekin til. Ég hljóp niður af hvalbaknum,
aftur bakborðsganginn og aftur á skip. Þegar ég var á leið inn í
keisinn sá ég hvar vélstjórinn af Óðni sat á afturpollanum og hélt
um kviðinn. Hann var greinilega sárkvalinn og háseti af Óðni stóð
við hlið hans og hlúði að honum. Ég spurði þá félaga hvað hefði
komið fyrir og hvort vélstjórinn hefði meitt sig. Hásetinn svaraði
að vélstjórinn hefði fengið spark í nárann frá einhverjum úr áhöfn
togarans. Ég spurði hvar Kristján bátsmaður væri og hásetinn
kvaðst hafa séð hann síðast niðri í vélarrúmi.
Ég vatt mér inn í keisinn, hægt var að ganga í gegnum hann
María Júlía
þvert yfir á stjór og eins fram í skip. Ég hélt inn ganginn og ská-
skaut mér á milli manna sem stóðu meðfram veggjum og í dyrum.
Hurð stóð í hálfa gátt fyrir enda gangsins og sá fram í vélarrúmið.
Þangað hélt ég rakleitt og af grindinni, fyrir innan dyrnar, renndi
ég mér á stigahandriðinu niður á vélarrúmsgólf. Fyrir framan
miðja vél stjórnborðsmegin stóð Kristján bátsmaður og karpaði
við þrjá menn. Beljaki faðmaði að sér lárétt hjól sem var áfast vél-
inni, en hinir tveir stóðu í vegi bátsmannsins að hjólinu. Þegar ég
kom á fljúgandi handskriði niður stigann kom ókyrrð á mennina
sem staðið höfðu í vegi Kristjáns, og hvarf annar maðurinn fram í
ketilrúm en hinn dró sig upp. Ég spurði bátsmanninn hvernig
gengi, en hann kvaðst ekki enn hafa komist að glíðirhjólinu og
benti í áttina til beljakans. Maðurinn sem Kristján benti á var bæði
stór og þrekinn, og berir handleggirnir, loðnir og flúraðir mynd-
um, sýndust eins og armar á górillu. Það var alls ekki árennilegt að
hefja átök við þennan risa og ég hikaði. _Við verðum að fjarlægja
mannskrattann með einhverju móti frá vélinni, öðruvísi náum við
ekki valdi á togaranum," sagði bátsmaðurinn af þunga. Ég hljóp
til risans við hjólið og reyndi að ýta honum frá, en hann bifaðist
ekki frekar en jarðfast bjarg. Ég réðst þá að risavöxnum krumlun-
um sem krepptust um hjólið og ætlaði að rétta úr fingrunum en
fékk engu áorkað. Þeir gátu þess vegna verið samgrónir stálinu. Þá
var allt í einu þrifið í öxl mína og mér svipt til hliðar. _Þetta hel-
vítis nudd þýðir ekkert, Iáttu mig sjá.“ Og í sömu andrá stóð Krist-
ján fyrir framan mig með hramminn á lofti og lét slöngubútinn
ríða með heljarafli þvert yfir bera handleggi beljakans.
Það urðu snögg viðbrögð, maðurinn kippti að sér höndum og
sleppti tökunum á hjólinu. Mér brá við þegar ég sá eldrauðar rák-
ir spretta fram á framhandleggjum risans. Hann hörfaði í keng frá
hjólinu með armana hálfkreppta fyrir sér og lét fallast niður á bekk
úti við síðu.
Kristján var samstundis búinn að taka stöðu hans við glíðirhjól-
ið, sem hann tók að færa ýmist rétt- eða rangsælis, jafnframt sem
hann færði stöng á vélinni fram og aftur. Ég sá á viðbrögðum vél-
Sjómannablaðið Víkingur
61