Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 82

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 82
Kælismiðjan Frost Brýtur ísinn með Mjög mikill áhugi hefur verið á íslausnum frá Frosti og Landsmiðjunni eftir íslensku sjávarútvegssýninguna. Fjöldi fyr- irspurna hefur borist víðs vegar að og eru enn að berast. Frost og Landssmiðjan hafa á skömmum tíma náð að stilla saman sína strengi og er nýtt heimasíðuform til merkis um það. Krapaísblandarinn FIB-1000 hefur verið notaður með frábærum árangri við útflutning á ferskum fiski i samstarfi við Skipaþjónustu Suðurlands og ísberg Ltd í Fiull. Nú er að hefj- ast framleiðsla á annari stærð af vökvaísblandaranum sem ber nafnið FIB-500. Þessi stærð af blandaranum hentar eink- ar vel í minni skip og vinnslur. ísvél framleiðir beint í FIB-500 blandarann og þaðan er krapanum dælt beint í geymslutank. Á þennan hátt er hægt að velja ísþykkt krapablöndunnar á einfaldan hátt með stjórnun innblöndunar. Með einu hand- bragði er hægt að fá hefðbundin ís beint frá ísvélinni. Þessi sveigjanleiki, ásamt miklu rekstraröryggi gera þessa lausn mjög áhugaverða fyrir fiskvinnslu -og útgerðaraðila. Ný kerfi Nýlega var tekið í notkun nýtt krapaískerfi hjá ísfélagi Vest- mannaeyja og er það að sögn Jóns Ólafs Svanssonar fram- leiðslustjóra að skila mjög góðum árangri í þeirra vinnslu. Er krapaísnum dælt frá FIB-11000 tank til fjölda sjálfvirkra af- hendingarstöðva. Sjálfvirk afhending er að Marel flokkara eftir hausun, við síldarflokkara og við lageringu síldar og flaka til útflutnings. Mikill vinnusparnaður fellst í notkun kerfisins og er kæling hráefnisins í vinnslunni nú mun markvissari en áður. Meiri sveigjanleiki gefst við geymslu og biðtími í vinnslu veld- ur ekki hitasveiflum í hráefninu. Engin vandkvæði eða tafir skapast við vélflökun og innmötun á fiskvinnsluvélar eins og gerst getur við hefðbundna ísun, þar sem krapaísinn er mjög fínkornóttur. Búnaðurinn uppfyllir allar þær kröfur sem til hans voru gerðar og lofar góðu fyrir komandi loðnuvertíð. Hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi hefur nýlega verið tekið í notkun FIB-1000 krapaískerfi með sjálfvikum afhendingar- stöðvum. Kerfið tengist inn á Marel flæðilínur og skammtar vökvaís sjálfvirkt inn í vinnsluna. Tvö FIB-1000 kerfi eru nú á leið til Skotlands og er mikill á- hugi hjá uppsjávarvinnslum og fiskeldisfyrirtækjum á þessari nýju tækni. Þetta eru stór fyrirtæki sem vinna mikinn afla á degi hverjum. Það sem helst heillar menn er það mikla magn af krapaís sem kerfin afkasta sem og mögluleikar á stillanlegu saltstigi og ísþykkt blöndunnar. Útgerðaraðilar eru að skoða þessa tækni með skipin í huga, þ.e. að framleiða ís um borð og framleiða krapann í FIB kerfunum. Nú þegar hefur Samherji keypt tvö kerfi sem koma til lands í nýjum skipum þeirra á næsta ári. Kælismiðjan Frost og Landssmiðjan stuðla með þessari nýju ístækni að enn betri lausnum við kælingu og meðhöndl- un hráefnis í útgerð og fiskvinnslu. Krapaísinn skilar mun betra hráefni í gegnum vinnsluferlið, án mikils tilkostnaðar eða aukins vinnuafls. Með krapaísnum er ísinn brotinn í tvennum skilningi. Því eru Kælismiðjan Frost og Landssmiðjan í fararbroddi með ís- lenska framleiðslu á nýrri krapaísöld. ■ 82 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.