Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Síða 15
Frá fyrri tíð „Sá drakk síðastur sem fyrstur beiddi" Varðveist hefur skemmtileg frásögn eftir Finnboga Guð- mundsson og fer hún hér á eftir. Stafsetning hans er að mestu látin halda sér. Að haustinu kom frú ein úr sveitinni í hverja verbúð og var hún látin hafa sæti á búðargólfinu. Hún var oft lagleg útlits og iangaði því hina yngri menn til þess að leita fangbragða við hana. Þá menn sem kraftlitlir voru mat hún lítils og hreyfðist hvergi fyrir þeim, heldur sat eins og dramblát drottning í sæti sínu, en aftur þá menn sem voru það kraftmiklir að þeir gátu lyft henni upp á trogbörur á hvolfi eða annað sem fyrir hendi var, mat hún meira, en þann manninn mat hún mest, sem iyfti henni best og var því eftirlátust við hann og kippti henni að þvi leyti til í kyn hinna íslensku fornkvenna er möttu afl og hreysti öðrum kostum framar. Jeg vil geta þess, að þessi frú hafði 6 brjóstbörn og þegar fram á veturinn kom og hún búin að mjólka öllum þessum brjóstbörnum sínum töluvert, þá varð hún móðurleg og lítillátari heldur en þegar hún kom úr sveitinni í öllum sínum blóma og með allri sinni makt. Þessi frú sem jeg tala hjer um var drykkjartunna sem keypt var handa hverju skipi til þess að hafa í blöndu á kútinn. Þessi blöndukútur var hafður í hverja sjóferð. Blöndukúturinn á dálítið sjerkennilega sögu miðað við algenga og eðlilega kurteisisreglu manna. Ef einhver maður biður um drykk, þá mun honum verða veitt það svo fljótt sem verða má. En því var nokkuð öðruvísi háttað þegar menn beiddust drykkjar úr kútnum. Það gat jafnvel farið svo, að sá sem beiddi um að fá að drekka fengi það ekki fyr en allir aðrir skipverjar voru búnir að drekka, enda orti einn gamansamur hagyrðingur um þetta vísu sem margir kunna: Undarleg er aðferð slík að því margur styður að síðast drekkur sá í Vík sem að fyrstur biður. Ástæðan fyrir þessari einkennilegu reglu var sú að kúturinn var alltaf hafður í hálsrúmi. Ef til dæmis mennirnir í aftasta rúmi beiddu um að drekka þá stungu hálsmennirnir upp árum tóku kútinn og drukku, rjettu hann svo miðskipsmönnum, þeir stungu upp árum og drukku, síðan rjettu þeir aftan mönnum og þá var það orðið svo að sá drakk síðastur sem fyrstur beiddi. ■ Nánarl upplýsingar í síma 5 200 800 og á vefnum: www.ronnlng.is & www.abb.com JLIIIt MIPV TÆKNIBUNAÐUR RAFM0T0RAR Stæröir: 0,18 - 900 kW HRAÐASTYRINGAR Nýjung: ACS-140 Litlar stýríngar Stæröir: 0,37-2,2 kW Breidd: 8cm Festist beint á DIN-skinnu AFLROFAR 1 5 Sjómannablasið víkingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.