Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 48
Friðbjörn Kristjánsson bryti Mönnum veitti ekki af góðum mat Það var árið 1955 sem ég fór (ýrst til sjós. Þá um sumarið dóu mamma og amma í sömu vikunni og ég var hálfráðvilltur. Frændi minni, sem hafði lengi verið skipstjóri hjá Eimskip, tók mig til sín um borð í Detdfoss, sem var einn þríburanna. Þar var ég há- setamessi. Svo fór ég einn túr á gamla Wilemoes eða Selfossi eins og hann hét þá. Við sigldum til Leith, Hamborgar, Rotterdam og Dublin. Það var heilt ævintýri. Þetta var síðasta ferðin sem hann sigldi út og heim aftur áður en hann var seldur í brotajárn. Wile- moes var kolakyntur og ég svaf hjá kyndurunum og þeir borðuðu í svefnsalnum. Ég braut saman fötin mín áður en ég fór að sofa en þegar kyndararnir komu dauðþreyttir af vaktinni settust þeir ofan á fötin sem urðu eins og öskuhaugur. Ég vaskaði upp í búrinu sem var pínulítið skot. Fyrst fór ég með fötu fram í eldhús og pumpaði vatni í hana. Sfðan út á dekk og framfyrir brúna og þar þurfti ég að stíma vatnið til að fá hita í það. Þetta er ógleymanlegt. Árið 1958 fór ég að læra kokkinn hjá Ragnari Guðlaugssyni sem átti Skálann og kláraði námið á Borginni en var þó alltaf með annan fótinn hjá Eimskip. Eftir að námi lauk fór ég nokkra túra á Gullfossi en sumarið 1962 var ég á Heklunni. Þegar Hótel Saga var opnuð starfaði ég þar í þrjú ár. Síðan fór ég til Kaupmanna- hafnar og var á SAS Royal til að læra enn meira. Ég byrjaði svo aftur hjá Eimskip 1970 og var þar sleitulaust til 1990. Þá missti ég dóttur mína úr hvítblæði og fór í land. Ég starfaði nokkur ár hjá Hagkaup í Kringlunni og sá meðal annars um kjötborðið þar. 32 í áhöfn Ég var á mörgum skipum hjá Eimskip, til dæmis lengi á Brúar- fossi sem var eina alvöruskipið sem Eimskip átti. Þá voru 32 í áhöfn. Má nefna að tíu voru á dekki, fjórir vélstjórar, þrír að- stoðarvélstjóra, þrír dagmenn í vél, bryti, kokkur, 2. kokkur og þrjár þernur. -Og alltaf beikon og egg í morgunmat? Það var alltaf beicon og egg á miðvikudögum og sunnudögum. Það mátti ekki klikka. -í hverju fólst aðalstarf brytans á skipi með svona fjölmenna áhöfn? Hann sá um innkaup á allri matvöru, afgreiddi vínið, skrifaði Fridbjörn Kristjánsson starfaði lengi sem bryti á skipum Eimskips. Nú vinnur hann á Bílasölunni Evrópa og riíjar upp nokkrar minningar af sjónum í spjalli við Sœmund Guðvinsson 48 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.