Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 49
matseðla og hafði hönd í bagga með ráðningu á fólki. Við
vorum mest í Ameríkusiglingum á Brúarfossi.
-Voru þá sæmileg stopp í landi?
Já, elskan mín. Þetta var algjör lúxus.
-Þið hafið þá getað farið á listasöfnin?
Já, já. Við heimsóttum eingöngu þau og aðrar menningar-
stofnanir, blessaður vertu. Það var stoppað í 12 til 14 daga
samtals í Bandaríkunum. Við stoppuðum oft í fimm daga í
Cambridge og svo fengum við oft helgi í New York og í Norfolk
var stoppað í viku.
-Voru hressir menn þarna um borð?
Jú, það var mikið af góðum mönnum. Þetta er svona sér
þjóðflokkur, allar tegundir af fuglum. Eiginlega þverskurður af
þjóðfélaginu. Þarna voru meðal annars menn sem höfðu gert
þetta að ævistarfi og sumir búnir að sigla mjög lengi.
Fleira en drykkja og kvennafar
-Þú hefur síðan séð skipin breytast og fækka í áhöfn?
Já. Þegar maður var bryti hér áður var sagt að brytar gerðu
ekki neitt og fylgdi sögunni að þegar bryti leysti kokkinn afværi
talað um brytafæði, það er að segja pylsur. Svo með tilkomu
annarra skipa var alltaf verið að fækka um borð og þegar ég var
á Skógarfossi og Dettifossi í restina af veru minni hjá Eimskip
voru við ekki nema 11 um borð. Þá var ég einn í eldhúsinu,
lagaði matinn, lagði á borð, vaskaði upp, sá um innkaupin og
allt annað sem þurfti. Þá var maður kominn í sama starf og
maður byrjaði í 30 árum áður.
-Var fastur matseðill eftir vikudögum?
Nei, nei, nema á laugardögum. Þá var alltaf saltfiskur og skata
ásamt grjónagraut. Ég held að sá siður hafi verið við lýði frá
stofnun Eimskips. Út af þessu mátti ekki bregða og sumir vildu
vestfirskan hnoðmör með. En fæðið var alltaf gott og þar var
hvergi til sparað. Menn vildu kjarnmikinn mat enda
hörkuvinna á þessum mönnum. Hásetarnir þurftu mikið að
leggja á sig, enda stundum komið við á 11 höfnurn á ströndinni
í tveggja vikna ferð. Mönnunum veitt ekki af góðum mat.
-Er það bara áróður og lygi að farmenn hafi einkum stundað
smygl, drykkju og kvennafar?
Það er náttúrlega ekki eingöngu lygi en menn gerðu líka
margt annað. Við tókum stundum bílaleigubíla í stoppum úti
og reyndum að sjá okkur um eða fara á sólbaðsstaði. Svo man
ég að við iágum einu sinni viku í Antwerpen og biðum eftir
bílum því það var strækur í Rotterdam. Þarna lágu 40 til 50 skip
og efnt var til mikils íþróttamóts sem fjölmargir tóku þátt í.
Dóttir mín var þerna hjá mér um sumarið og hún vann þrjú
gullverðlaun á mótinu. Nú, svo fengu menn sér einn laufléttan
inn á milli í höfn, eins og gengur. En amerískur barþjónn sagði
einu sinni við mig að það væri merkilegt með sjómenn. Uti á sjó
töluðu þeir um kvenfólk en um Ieið og þeir kæmu í land töluðu
þeir bara um skipið. Það er nokkuð til í þessu. En eftir að
tímarnir breyttust og skipin komu í höfn að morgni og fóru á
hádegi á aðra höfn og sigldu þaðan um kvöldið, sást ekki einu
Friðbjöm Kristjánsson
Útbúum
lyfjakistur
fyrir skip og báta
Eigum ávallt tilbúin
lyfjaskrín fyrir vinnustaði,
bifreiðar og heimili.
INGÓLFS
APÖTEK
Almennur sími 568 9970
Beinar línur fyrir lækna 568 9935
SJÓMANNABLAÐIÐ Víkingur
49