Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 32
Kaupskipin verði skráð og mönnuð hér á landi Utflöggun kaupskipa, tvískráning fiskiskipa og öryggismál sjómanna ber hæst í viðtali Sæmundar Guðvinssonar við Sturla Böðvarsson samgönguráðkerra Frá því að Sturla Böðvarsson tók við embætti samgönguráðherra hefur hann látið nokkuð til sín taka í málum er varða sjómenn. Hann gaf út reglugerð um sjálfvirkan sleppibúnað en gildistöku hennar hafði hvað eftir annað verið frestað. Þetta vakti ánægju meðal sjómanna og samtaka þeirra. Hins vegar vakti það ekki sömu ánægju þegar spurðist að ráðherrann hefði tekið jákvætt í óskir um að heimila tvískráningu fiskiskipa. Um þetta og fleira er rætt í eftir- farandi viðtali við samgönguráðherra en fyrsta mál á dagskrá var útflöggun farskjpanna. —Stöðugildi á kaupskipaflota okkar eru að stórum hluta mönnuð útlendingum og aðeins örfá skip sigla undir íslenskum fána. Þrátt fyrir að lögum um stimpilgjöld hafi verið breytt til hagsbóta fyrir skipafélögin sigla þau enn undir hentifána og menn eru uggandi um framtið farmannastéttarinnar. Hvað er til ráða eða er þetta óhjákvæmileg þróun? „Ég vil nú ekki segja að hún sé óhjákvæmileg. Hún er mjög óæskileg. Það er alveg ljóst að verkefni okkar hlýtur að vera það að reyna að fjölga íslenskum sjómönnum á þeim farskipum sem sigla til og frá landinu. Það er mjög mikilvægt að reynt verði að skapa þar störf og að Islendingar geti unnið við siglingar. Reynt hefur verið að finna leiðir til að finna leiðir til þess að svo megi verða. Á vegum samgönguráðuneytis og fjármálaráðuneytis hefúr verið starfandi óformlegur vinnuhópur sem ætlað er að gera tillögur til samgönguráðherra og fjármálaráðherra um það hvernig við getum best náð þeim markmiðum okkar að kaupskipin verði skráð og mönnuð hér. Um þetta þarf að hafa samráð við sjómannasamtökin eins og kostur er. Mín skoðun er sú að þetta verði ekki leyst án þess að fara sömu leið og sumar aðrar þjóðir hafa farið og felst í skattaívilnunum. Mér sýnist þetta vera líklegasta leiðin, en á þessu stigi get ég ekki sagt meira um það.“ Ekki í ófriði við samtök sjómanna -Þá komum við umræðu um að heimila tvískráningu fiskiskipa. Það mál vekur tortryggni forsvarsmanna sjómanna sem segja hættu á að í slíkum tilvikum verði íslenskir kjarasamningar afnumdir. Ætlar þú að beita þér fyrir lagasetningu sem heimilar tvískráningu? „Utvegsmenn hafa leitað eftir því að koma á þessu tví- skráningarkerfi. Rök þeirra eru þau að með því væri útgerðinni auðveldað að færa skipin í mismunandi verkefni. Ég hef ekki bitið mig fastan í neinni afstöðu til málsins. Það er nefnd að skoða þetta og í henni sitja fulltrúar frá samgönguráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti. Þeim er ætlað að finna einhverja færa leið en ég legg áherslu á að gera þetta ekki í ófriði við sjómannasamtökin. Hins vegar verða þau engu að síður að átta sig á því, að ef breytt fyrirkomulag hvað þetta varðar getur orðið til að styrkja rekstrargrundvöll útgerðarinnar þá hlýtur það til lengri tíma litið að vera til hagsbóta fyrir sjómenn. Það eykur atvinnuöryggi þeirra og skapar möguleika á bættum kjörum. Sjómannasamtökin þurfa að taka þátt í að finna leið sem menn geta verið sæmilega sáttir við þótt aldrei verði hægt að gera öllum til hæfis. Ég geri ráð fyrir að nefndin skili af sér í byrjun næsta árs eftir að hafa haft samráð við hagsmunaaðila. Vonandi verður það til þess að niðurstaða finnist og það dragi úr þessari tortryggni sem virðist vera milli manna í þessu máli.“ -Sjómenn telja hættu á að útgerðarmenn reyni með tví- skráningu að ráða ódýrt erlent vinnuafl um borð í skipin? „Ég held að útvegsmenn séu meðvitaðir um að þeir eigi mjög mikið undir því að það fjölgi í íslensltri sjómannastétt. Það getur vart verið ætlun þeirra að gera út með farandverkamönnum frá 32 SJÓMANNABLAÐIÐ víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.