Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 40
Um réttarstöðu skipverja þegar útgerð fiskiskips er hætt Jónas Haraldsson hdl. Hér á eftir verður reynt að gera grein fyrir því, hver réttarstaða skipverja er, þegar útgerð fiskiskips er hætt, sem felur í sér að skipinu er lagt til frambúðar og kvóti þess eða það sem eftir er af honum, fluttur á annað skip sömu útgerðar eða seldur. Hvorki í kjarasamningum sjómanna og útvegsmanna né sjómannalögum nr. 35/1985 eru ákvæði, sem taka beint á slíkum tilvikum. Engin dómafordæmi eru til um þau tilvik að skipi er lagt varanlega, eingöngu í þeim tilvikum, þar sem ekki hefur verið um það deilt að skipi er lagt tímabundið. Af þeim sökum þarf að leiða rétt sjómannsins af grundvallarreglum vinnuréttar, ákvæðum sjómannalaga, sem og dómafordæmum Hæstaréttar, sem hér á eftir verður gerð tilraun til að gera. Ákvæði kjarasamninga Við ráðningu í skipsrúm er það tilgangur og alger forsenda ráðningar sjómanns á fiskiskip að skipið stundi fiskveiðar, þar sem tekjumöguleikarnir hjá sjómanninum liggja. Stöðvanir vegna vélabilana, viðgerða eða stutt stopp milli úthalda á bátum, sem stunda vertíðabundnar veiðar, eru atvik sem tilheyra fiskveiðum og hluti af eðlilegum rekstri skips, enda verður ekki skipum haldið úti allt árið, án þess að til slíkra tímabundinna stöðvana komi. Sama gildir um veiðar skuttogara og vinnsluskipa. Á þessu taka ákvæði kjarasamninganna, hvernig með skuli fara, hvað vinnu og laun snertir meðan slíkt tímabundið ástand varir. Kjör sjómanna byggjast á svokölluðu hlutaskiptakerfi, þar sem hver og einn skipverji fær í laun ákveðinn hlut af verðmæti aflans, eins og alkunna er. Þótt þetta sé megin reglan, þá eru ákvæði í kjarasamningunum um það að á milli úthalda skips, skuli greiða tímakaup miðað við þann tímaljölda og þann tíma dags, sem unnið er. Þá eru sérstök ákvæði um slippfararkaup, þegar skip er til viðgerða eða breytinga, áður en næsta úthald hefst. Á skut- togurum og vinnsluskipum gilda ákveðnar reglur milli úthalda, þar sem vinna unnin í hafnarfríinu er greidd með yfirvinnukaupi, næstu 7 dagar sem unnir væru með tímakaupi, en þeir dagar, sem umfram eru þangað til næsta veiðiferð hefst með kauptryggingu, hvort heldur unnið er eða ekki. Hér er um eðlileg frávik og óhjákvæmileg í úthaldi skipanna að ræða. Skipi lagt Skipverjar þurfa því að sætta sig við það tímabundið að lækka verulega í launum, sem felst í því að þurfa að vinna á tímakaupi í stað hlutar, þann tíma sem skipinu er ekki haldið úti til veiða um stundarsakir vegna bilana, viðhalds eða milli veiðitímabila. Allt eru þetta hefðbundin tilvik og innan ramma eðlilegs úthalds og reksturs fiskiskips. Á hinn bóginn er yfirmanni á þriggja mánaða uppsagnarfresti, óskylt að sætta sig við að hanga yfir skipinu í tímavinnu, þar sem það liggur bundið við bryggju eftir að búið er að leggja því til lengri tíma eða hætta alfarið útgerð þess, og starfa á tímakaupi vikum og jafnvel mánuðum saman sem vaktmaður eða í einhverju gaufi um borð til málamynda, þar sem stundum liggur beint fyrir að ekkert eigi að gera fyrir skipið. Ástæður þess að skipi er lagt geta verið þær, að útgerðarmaðurinn hefur ekki lengur fjárhagslegt bolmagn til að gera skipið út, en oftar en ekki er ástæðan sú, að skipi er lagt af fjárhagslegum hagkvæmniástæðum útgerðarmannsins. Hann sér hag í því að leggja skipinu og færa aflaheimildirnar yfir á annað skip sitt eða hreinlega selja þær, til að fjármagna rekstur annarra skipa sinna eða nota söluandvirði kvótans til einhvers annars. Framsalsrétturinn sem kvótakerfið býður upp á hefur leitt til þess að mörgum skipum hefur verið lagt á undanförnum árum vegna þessa hagræðingar-möguleika, sem ekki voru fyrir hendi fyrir útgerðarmenn hér á árum áður. Vissulega er þetta góður kostur fyrir útgerðarmanninn að geta ráðstafað kvóta skips síns yfir á annað skip sitt eða út og suður, ef því er að skipta, en þessi frjálsi framsalsréttur útgerðarmannsins skerðir þó ekki réttarstöðu skipverjanna að neinu leyti. Slík hagræðing útgerðarmannsins 40 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.