Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 16
nvænleg fækkun y stétt yfirmanna Guðjón Petersen framkvœmda- stjóri Skipstjóra- og stýrimanna- félags Islands kemur víða við í viðtali við Sœmund Guðvinsson Guðjón Petersen hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Skipstjóra- og stýrimannafélags íslands. Hann gjörþekkir sjó og sjómennsku þótt hann sé eflaust þekktastur fyrir starf sitt sem framkvæmdastjóri Almannavarna um aldarfjórðungsskeið. Blaðamaður Víkingsins settist að spjalli við Guðjón og forvitnaðist fyrst um lífshlaup hans í stórum dráttum. -Ég er hálfdanskur. Faðir minn var danskur og kom hér í sambandi við byggingu Korpúlfsstaðabúsins. Hann var reyndar á leiðinni lengra vestur eða til Ameríku og ætlaði bara að hafa viðdvöl hér. En á Korpúlfsstöðum kynntist hann móður minni og ekki varð meira úr Ameríkuferðinni og þau bjuggu síð- an í Reykjavík til æviloka. Faðir minn hét Lauritz K. Petersen og móðir mín Guðný Guðjónsdóttir Petersen. Ég er I miðjunni af fimm systkinum, á tvo eldri bræður og tvær yngri systur. Ég hef alið minn aldur hér í Reykjavík fyrir utan þau þrjú ár sem ég var bæjarstjóri á Snæfellsnesi. Ég fór þessa hefð- bundnu skólagöngu þessa tíma, lauk gagnfræðaprófi og fór síðan til sjós hjá Eimskip haustið 1954 og var þar alveg til 1961 að ég kláraði farmanninn, en ég tók skólann með siglingum á Gullfossi. Árið 1961 var ég beðinn að stjórna 120 tonna námskeiðinu í Vestmannaeyjum og var með það til 1962 að ég réðist til Landhelgisgæslunnar. Byrjaði sem þriðji stýrimaður á Ægi gamla. Ég var óslitið hjá Gæslunni til 1971, á sjó, í flugi og I stjórnstöð. Nær alveg í flug- deildinni frá 1966 og framundir 1970. Síðan gerist það 1970 að ísland fær sérstaka styrkveitingu frá Sameinuðu þjóðunum til þess að endurskipuleggja almannavarnarkerfið með hliðsjón af náttúruhamförum og stórslysum, en al- mannavarnir í heiminum höfðu til þessa eingöngu verið miðaðar við kjarn- orkuvá og hernaðarátök. 1968 var ég raunar settur á sérstakt námskeið í að meta og reikna út skýlingu gegn geislun frá kjarnorkuvopnum á vegum Land- helgisgæslunnar en Almannavarnir sáu um það námskeið sem Ágúst Valfells verkfræðingur stýrði. 1968 og '69 var ég fenginn til að gera könnun á kjarn- orkuheldum kjöllurum I landinu, ásamt fleirum. -Voru slikir kjallarar til? -Margir. Miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur að skýlingin átti að vera að lágmarki sú að geislun innandyra væri aðeins einn hundraðisti þess sem væri utandyra. Miðað var við að eins megatonna kjarnorkuárás væri gerð á Keflavíkurflugvöll og að vindur dreifði geisluvirku úrfalli um allt land. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.