Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 67
hellti góðum slurk í glasið. Og líka blóm og jólagjöf, hélt hann á-
fram og rödd hans hafði feingið eitthvert himnaflug. Hvað þetta
er yndislegt vín, hélt hann áfram hrifinn. Nei hann vildi ekki gæs.
Búinn að fá nóg að horfa á þessar sjö jólagæsir í ofninum í allan
dag. Ég ætla bara að fá mér brauð og vín og svo auðvitað svolít-
ið af rækjum. Á eftir fæ ég mér svo kaffi og koníak.
Wentzel-Hansen var ekki einn þeirra manna, er láta jólin fara
framhjá sér, í súginn, og hann fór að segja okkur frá ýmsum ynd-
islegum jólum, sem hann hafði upplifað á sjónum - og svo saup
hann auðvitað drjúgt á flöskunni inní milli.
Vinur hans hovmeistarinn varð þungur á brúnina og honum
varð tíðlitið á glasið, sem alltaf var tómt og á flöskuna, sem nú
lækkaði í óðfluga og hann sagði:
- Ég held þú leikir þér að því að drekka þessa flösku upp í
kvöld Wentzel-Hansen, því hann vissi, að sá gamli drakk allt, sem
hann komst yfir.
Wentzel-Hansen horfði forviða á vin sinn. Hann var særður og
hann sagði, að það væri nú ómögulegt að sitja með honum á jól-
unum, ef hann ætlaði að fara að telja í sig, og svo fóru þeir að jag-
ast.
Það eru sérstök stílbrögð, sem þeir brúka í jaginu, hovmeistar-
inn og yfirkokkurinn. Þeir rífast aldrei beinlínis, heldur gengur
það þannig fyrir, að á yfirborðinu er hovmeistarinn hinn mesti
öðlingur og Wentzel-Hansen hið dygga hjú. Hann ber ótakmark-
aða ást og virðingu fyrir húsbónda sínum, sem veit varla hvaðan
á sig stendur veðrið. En Wentzel-Hansen er slóttugur og kann að
hæðast að brytanum á sinn hátt. Hann mótmælir t.d. smekk
hans hástöfum ef því er að skipta og er alltaf að tönnlast á því að
brytinn hafi „eyðilagt sig“ á þessum 15 árum, sem hann starfaði
í Færeyjum, en brytinn vann við veitingarekstur þar í mörg ár. -
Þeir þarna á þessum eyjum vita ekkert um mat og éta allan fjand-
ann, segir Wentzel-Hansen og brytinn reynir yfirleitt að rétta
hlut sinn með sögum frá því að hann var á danska skipinu United
States, sem var farþegaskip, sem sigldi milli New York og Kaup-
mannahafnar; en honum verður yfirleitt eitthvað á í sögunum og
Wentzel-Hansen er fljótur að sjá veilurnar.
- Púrtvín með smörrebrauði, grípur Wentzel-Hansen inn í
eina söguna alveg undrandi og hneykslaður í senn. Voru þeir full-
ir? Hann sló á lær sér, en brytinn hafði verið að segja frá einhverju
fíniríi á United States. - Danir drekka ekki púrtvín með brauði,
hélt kokkurinn áfram. Þetta hafa hlotið að vera Færeyingar. Ég
hef heyrt, að þeir drekki púrtvín með brauði. Ekki Danir. Bryt-
inn beit á vörina, en stillti sig. - Allt saman Danir, staðhæfði
hann. Það er afar algengt, að menn fái sér púrtvínsglas með
brauði. Það gera þeir líka hjá Asíufélaginu, bætti hann við hróð-
ugur, en það var ekki til neins. Wentzel-Hansen trúir honum
ekki. Trúir því yfirhöfuð ekki á Dani, að þeir snerti annað með
brauði en öl og snaps. - Þér hefðuð átt að sigla meira í Iángfart í
stað þess að eyðileggja yður t' Færeyjum. Þeir éta víst allan fjand-
ann hef ég heyrt og hann fór að segja okkur sögu af Færeyingi,
sem hann sigldi einu sinni með. Hann var ágætur maður og
sæmilegur kokkur, en fór á fylleríistúra öðru hverju og þá jafnan
þrjá daga í senn. Þá eldaði hann þessar fínu steikur á nóttunni og
dekkaði veisluborð á gólfið í búrkjallaranum, en svo var hann
venjulega járnaður og settur í sjúkraklefann og látinn dúsa þar,
uns runnið var af honum. I sjúkraklefanum talaði hann heilmik-
ið við teinglana og slökkvarana, eins og þeir væru gestir í
konúngsveislu. Svona er þetta eyjafólk, sagði Wentzel-Hansen
mæðulega. Nei, þér hefðuð átt að fara í lángfart.
Brytinn reyndi nú að skipta um umræðuefni, og hann fór að
bjóða vini sínum mat. - Fáið yður svolítið gæsabrjóst, það er svo
bragðgott, sagði hann alúðlega við kokkinn.
- Gæsabrjóst? Nei takk. Þér hljótið að vita, að ég borða ekki
gæsabrjóst. Það er þurrt og hann hélt lángan fyrirlestur um gæsa-
brjóst, hvernig því er skipt í þrjá hluta. Ætan, óætan og hvítan ó-
ætan. Flott fólk borðar ekki gæsabrjóst, það er alltof þurrt. Allt
- Púrtvín með smörrebrauði, gríp-
ur Wentzel-Hansen inn í eina sög-
una alveg undrandi og hneykslað-
ur í senn. Voru þeir fullir? Hann
sló á lœr sér, en brytinn kafði ver-
ið að segja frá einhverju fíniríi á
United States. - Danir drekka ekki
púrtvín með brauði, hélt kokkur-
inn áfram. Þetta hafa hlotið að
vera Fœreyingar.
kroppkjöt af fugli er tartalettukjöt! Og brytanum sortnaði fyrir
augum. Hann hafði enn hlaupið á sig og ég fann að honum
leiddist, að ég var viðstaddur ósigurinn.
- Það er allavega hollt, sagði hann sér til varnar. Já, mikið borð-
að á sjúkrahúsum, það ku vera gott fyrir meltinguna.
- Nei, sagði Wentzel-Hansen. Þér hefðuð ekki átt að eyða
svona miklum tíma á þessum eyjum.
Svona gátu þeir haldið áfram að jagast tímunum saman.
Þvarga um mat og réttmætar siðvenjur. Við og við biður svo
Wentzel-Hansen skaparann hástöfum, að launa nú brytanum
kærleiksverk hans hér á jörðunni, lofa líknarstarfið, einsog hann
nefnir það; og Wentzel-Hansen hélt áfram að klára flöskuna og
þvarga um mat. Skyndilega sagði hann snögglega og hvessti aug-
un á brytann:
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
67