Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 67
hellti góðum slurk í glasið. Og líka blóm og jólagjöf, hélt hann á- fram og rödd hans hafði feingið eitthvert himnaflug. Hvað þetta er yndislegt vín, hélt hann áfram hrifinn. Nei hann vildi ekki gæs. Búinn að fá nóg að horfa á þessar sjö jólagæsir í ofninum í allan dag. Ég ætla bara að fá mér brauð og vín og svo auðvitað svolít- ið af rækjum. Á eftir fæ ég mér svo kaffi og koníak. Wentzel-Hansen var ekki einn þeirra manna, er láta jólin fara framhjá sér, í súginn, og hann fór að segja okkur frá ýmsum ynd- islegum jólum, sem hann hafði upplifað á sjónum - og svo saup hann auðvitað drjúgt á flöskunni inní milli. Vinur hans hovmeistarinn varð þungur á brúnina og honum varð tíðlitið á glasið, sem alltaf var tómt og á flöskuna, sem nú lækkaði í óðfluga og hann sagði: - Ég held þú leikir þér að því að drekka þessa flösku upp í kvöld Wentzel-Hansen, því hann vissi, að sá gamli drakk allt, sem hann komst yfir. Wentzel-Hansen horfði forviða á vin sinn. Hann var særður og hann sagði, að það væri nú ómögulegt að sitja með honum á jól- unum, ef hann ætlaði að fara að telja í sig, og svo fóru þeir að jag- ast. Það eru sérstök stílbrögð, sem þeir brúka í jaginu, hovmeistar- inn og yfirkokkurinn. Þeir rífast aldrei beinlínis, heldur gengur það þannig fyrir, að á yfirborðinu er hovmeistarinn hinn mesti öðlingur og Wentzel-Hansen hið dygga hjú. Hann ber ótakmark- aða ást og virðingu fyrir húsbónda sínum, sem veit varla hvaðan á sig stendur veðrið. En Wentzel-Hansen er slóttugur og kann að hæðast að brytanum á sinn hátt. Hann mótmælir t.d. smekk hans hástöfum ef því er að skipta og er alltaf að tönnlast á því að brytinn hafi „eyðilagt sig“ á þessum 15 árum, sem hann starfaði í Færeyjum, en brytinn vann við veitingarekstur þar í mörg ár. - Þeir þarna á þessum eyjum vita ekkert um mat og éta allan fjand- ann, segir Wentzel-Hansen og brytinn reynir yfirleitt að rétta hlut sinn með sögum frá því að hann var á danska skipinu United States, sem var farþegaskip, sem sigldi milli New York og Kaup- mannahafnar; en honum verður yfirleitt eitthvað á í sögunum og Wentzel-Hansen er fljótur að sjá veilurnar. - Púrtvín með smörrebrauði, grípur Wentzel-Hansen inn í eina söguna alveg undrandi og hneykslaður í senn. Voru þeir full- ir? Hann sló á lær sér, en brytinn hafði verið að segja frá einhverju fíniríi á United States. - Danir drekka ekki púrtvín með brauði, hélt kokkurinn áfram. Þetta hafa hlotið að vera Færeyingar. Ég hef heyrt, að þeir drekki púrtvín með brauði. Ekki Danir. Bryt- inn beit á vörina, en stillti sig. - Allt saman Danir, staðhæfði hann. Það er afar algengt, að menn fái sér púrtvínsglas með brauði. Það gera þeir líka hjá Asíufélaginu, bætti hann við hróð- ugur, en það var ekki til neins. Wentzel-Hansen trúir honum ekki. Trúir því yfirhöfuð ekki á Dani, að þeir snerti annað með brauði en öl og snaps. - Þér hefðuð átt að sigla meira í Iángfart í stað þess að eyðileggja yður t' Færeyjum. Þeir éta víst allan fjand- ann hef ég heyrt og hann fór að segja okkur sögu af Færeyingi, sem hann sigldi einu sinni með. Hann var ágætur maður og sæmilegur kokkur, en fór á fylleríistúra öðru hverju og þá jafnan þrjá daga í senn. Þá eldaði hann þessar fínu steikur á nóttunni og dekkaði veisluborð á gólfið í búrkjallaranum, en svo var hann venjulega járnaður og settur í sjúkraklefann og látinn dúsa þar, uns runnið var af honum. I sjúkraklefanum talaði hann heilmik- ið við teinglana og slökkvarana, eins og þeir væru gestir í konúngsveislu. Svona er þetta eyjafólk, sagði Wentzel-Hansen mæðulega. Nei, þér hefðuð átt að fara í lángfart. Brytinn reyndi nú að skipta um umræðuefni, og hann fór að bjóða vini sínum mat. - Fáið yður svolítið gæsabrjóst, það er svo bragðgott, sagði hann alúðlega við kokkinn. - Gæsabrjóst? Nei takk. Þér hljótið að vita, að ég borða ekki gæsabrjóst. Það er þurrt og hann hélt lángan fyrirlestur um gæsa- brjóst, hvernig því er skipt í þrjá hluta. Ætan, óætan og hvítan ó- ætan. Flott fólk borðar ekki gæsabrjóst, það er alltof þurrt. Allt - Púrtvín með smörrebrauði, gríp- ur Wentzel-Hansen inn í eina sög- una alveg undrandi og hneykslað- ur í senn. Voru þeir fullir? Hann sló á lœr sér, en brytinn kafði ver- ið að segja frá einhverju fíniríi á United States. - Danir drekka ekki púrtvín með brauði, hélt kokkur- inn áfram. Þetta hafa hlotið að vera Fœreyingar. kroppkjöt af fugli er tartalettukjöt! Og brytanum sortnaði fyrir augum. Hann hafði enn hlaupið á sig og ég fann að honum leiddist, að ég var viðstaddur ósigurinn. - Það er allavega hollt, sagði hann sér til varnar. Já, mikið borð- að á sjúkrahúsum, það ku vera gott fyrir meltinguna. - Nei, sagði Wentzel-Hansen. Þér hefðuð ekki átt að eyða svona miklum tíma á þessum eyjum. Svona gátu þeir haldið áfram að jagast tímunum saman. Þvarga um mat og réttmætar siðvenjur. Við og við biður svo Wentzel-Hansen skaparann hástöfum, að launa nú brytanum kærleiksverk hans hér á jörðunni, lofa líknarstarfið, einsog hann nefnir það; og Wentzel-Hansen hélt áfram að klára flöskuna og þvarga um mat. Skyndilega sagði hann snögglega og hvessti aug- un á brytann: SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.