Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 25
 Auglýsingar prýða þetta skiþ stafna á milli. Sögufræg skip Titanic hefur alveg heltekið heiminn eftir að Hollywood stíl- færði þennan mikla harmleik fyrir hvíta tjaldið. Æðið virðist engan enda taka því nú hafa menn lagt mikinn kostnað I að finna skipið sem bjargaði eftirlifendum af Titanic. Carpathia hefur þegar fundist en henni var sökkt af þýskum kafbát árið 1918. Skipið fannst um 185 mílur vestur af Cornwall en flakið liggur á 600 feta dýpi. Batnandi þjóðfáni Kýpverjar ætla ekki að láta sitja við orðin tóm þegar þeir fóru að gera veður út af lélegu ástandi á skipum undir sínum þjóðfána. Eins og ég hef áður vikið að hér á þessum síðum hafa þeir mikinn áhuga á að komast inn um dyrnar hjá Evr- ópusambandinu en þar hefur kaupskipastóllinn verið þeim fjötur um fót. Frá og með næstu áramótum fást skip eldri en 20 ára ekki flutt undir fána Kýpur og hafi skipin náð 15 ára aldri verða þau að fara í gegnum skoðun áður en kýpverski fáninn verður dregin að húni. Til þessa hafa engin aldursmörk verið á skipum þar í landi en skip eldri en 17 ára hafa orðið að fara í gegnum skoðun áður. En þetta er ekki allt. Þeir vilja líka fá fleiri skip skráð og nú er verið að vinna að nýjum skattareglum fyrir skipaútgerðir. Þar geta útgerðir valið á milii tonnagjaids eða hefðbundnum skatti. Ekki er því líkur á að Kýpurfánum fækki í skuti skipa þrátt fyrir hertar kröfur. Bíttu í mig — því þá... Hákarli tókst nærri að drepa alla skipverja flutningaskipsins Mint Quick að einum undanskyldum. Reyndar var það ekki hákarlinn sem át skipverjanna heldur voru það þeir sem átu hákarlinn. Tíu af ellefu skipverjum fengu alvarlega matareitrun eftir að hafa lagt hákarlinn sér til munns en þeir höfðu sjálfir veitt hann í byrjun ferðarinnar. Skipverjarnir urðu svo veikir að þeir gátu ekki sinnt neinum störfum um borð og sá eini sem ekki lagði hann til munns var ungur og óreyndur og gat því lít- ið gert til hjálpar þar sem skipið sigldi stjórnlaust á 12 mílna ferð undan Jómfrúareyjum. Svo fór þó að með herkjum tókst að senda út neyðarkall en þegar björgunarmenn komust að skipinu áttu þeir í erfiðleikum með að komast um borð þar sem skipið var á þetta mikilli ferð. Að lokum tókst það þó og skipverjarnir fengu strax læknishjálp. Að sögn læknis, sem var meðal þeirra fyrstu sem komst um borð, hefðu skip- verjarnir ekki lifað klukkustund lengur í því ástandi sem þeir voru í. Þeim hefði verið nær að læra fyrst handbrögð okkar íslendinga á hákarli áður en þeir lögðu hann sér til munns. Vandræði Þýska kaupskipaútgerðin DSR-Senator Lines á í verulegum fjárhagsörðugleikum eftir að Evrópuráðið setti fram kröfu um tryggingu sektar sem fyrirtækið fékk vegna ólöglegra sam- keppnishátta. Útgerðin fór í samvinnu við þrjár aðrar um á- ætlunarsiglingar yfir Norður-Atlantshafið en samkeppnisaðilar SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.