Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 60
Náttúrufræðingurinn Hjálmar R. Bárðarson SjÓKÆLING Á HRAUNRENNSLI 1. mynd. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR lent í Surtsey. Þorbjörn Sigurgeirsson t.h., þyrluflugmaðurinn t.v. - The helicopter TF-EIR landed in Surtsey. Professor Thorbjörn Sigurbjörnsson (right), and the pilot (left). Ljósmynd/Photo: Hjdlmar R. Bárðarson. 2. mynd. Pálsbær, eldra hús Surtseyjarfe'lagsins, ígilinu við lónið. - Pálsbær the old hut ofthe Surtsey Research Society. Ljósmynd/Photo: Hjálmar R. Bárðarson. Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor vakti máls á því eftir að hraun hafði runnið í Surtsey að reynt yrði að breyta stefnu hraunrennslis með kælingu, enda væri þar nægur sjór nálægt eldgosi. Fyrsta tilraunin var skipulögð og gerð í Surtsey undir stjóm Þorbjörns dagana 7. og 8. janúar 1967. Tilraunin heppnaðist vel og varð árangursrík reynsla sem kom að notum við sjókælingu í eldgosinu í Heimaey. Hér fer á eftir frásögn af þessari fyrstu tilraun í Surtsey. Um níuleytið að morgni 7. janúar 1967 kom varðskipið Albert til Vestmannaeyja með nokkra ferðalanga á leið til Surtseyjar og var Þorbjöm Sigur- geirsson prófessor þar með í för. Frá flugvellinum í Vestmannaeyjum var hópurinn ferjaður til Surtseyjar með þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-EIR og lenti þyrlan þar á sandinum, við lónið nálægt Pálsbæ, húsi Surts- eyjarfélagsins (1. og 2. mynd). Með þyrlunni var líka flutt þriggja tomma bmnadæla, sem knúin var með bensínmótor, ásamt bruna- slöngum. Þennan búnað var ætlun Þorbjöms að nota til að reyna hvort hægt mundi vera að kæla hraun- rennsli með sjódælingu þannig að breyta mætti farvegi þess, en vitað 58 Náttúrufræðingurinn 73 (1-2), bls. 58-62, 2005

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.