Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 13
Hvers virði eru VÍÐERNIN OG HREINDÝRIN VIÐ Kárahnjúka? NELE LIENHOOP / grein þessari er skýrt frá verðmœti náttúrufyrirbœra sem verða fyrir óafturkrœfum áhrifum vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Fjallað er um svo- kallað skilyrt verðmœtamat, sem er aðferð til að meta náttúruna til fjár, og mikilvœgi slíks mats fyrir sann- gjarna ákvarðanatöku. Komið hefur í Ijós að verðmœti náttúrufyrirbœra sem raskast vegna stíflu í Jökulsá á Dal og við myndun Hálslóns er u.þ.b. 385 milljónir króna. Kárahnjúkasvæð er hluti af einu síðasta ósnortna víðerni í Evrópu, en þar er margbreytilegt ________ og einstakt náttúrufar. Þar má nefna Vatnajökul, Jökulsá á Dal, sem myndar dýpsta gljúfur landsins, og fleiri jarðmyndanir. Einnig er þar að finna gróðurvinjar sem eru mikilvæg beitilönd og burðarsvæði fyrir hreindýr og varpstæði fyrir heiðagæsir. Kröftugar og vatnsmiklar ár á svæðinu mynda líka mjög góða undirstöðu fyrir framleiðslu endurnýjan- legrar orku (Guðmundur Páll Olafsson 2000). Nele Lienhoop (f. 1976) lauk BS-prófi í landafræði frá Háskóla íslands 1999 og MS-prófi í umhverfisskipulagsfræði frá University of Aberdeen í Skotlandi 2000. Hún stundar doktors- nám í umhverfishagfræði við Háskólann í Aber- deen og hefur tekið þátt í rannsóknum á verðmæti villtra gæsa, vistkerfa og ósnortinna víðerna. Lengi hefur verið rætt um byggingu vatnsaflsvirkjana norðaustur af Vatnajökli. Kárahnjúkavirkjun er sá kostur sem nú er talinn hvað hagkvæmastur fyrir byggingu álvers í Reyðarfirði. Þessi fyrirhugaða virkjun hefur þó valdið miklum deilum milli umhverfissinna, sem hafa áhyggjur af þeim neikvæðu áhrifum sem virkjunin mun hafa á umhverfið, og þeirra sem telja virkjun og álver mikilvæg fyrir efnahagslega þróun jaðarsvæða á Islandi og þróun landsins í heild. Osnortin víðerni eins og Kára- hnjúkasvæðið eru fágæt náttúruauðlind sem öllum íslendingum er frjálst að nota (e. public resource) og því er mikilvægt að skoða vandlega hvort virkjun sé eftir- sóknarverður kostur fyrir sem flesta (Morton 1999). Hingað til hefur ekki verið reynt að meta hagrænt gildi náttúrufyrir- bæranna við Kárahnjúka, þó að slíkt mat myndi auðvelda ákvarðanatöku um fram- tíðarnýtingu svæðisins, þ.e. hvort fremur eigi að virkja eða vemda. í fyrrasumar ákvað ég því að skrifa ritgerð til meistaraprófs um þetta mál og mat verðmæti ofangreindra náttúrufyrirbæra. Hér á eftir verður fjallað um þær hag- fræðilegu aðferðir sem notaðar eru erlendis við ákvarðanatöku um umdeildar fram- kvæmdir, eins og bygging Kárahnjúka- virkjunar er. Því verður lýst hvernig og af hverju hagfræðingar meta náttúruna til fjár, en að lokum verður sagt frá þeim fórnar- kostnaði sem bygging vatnsaflsvirkjunar við Kárahnjúka hefur í för með sér. Náttúrufræðingurinn 70 (2-3), bls. 91-96, 2001. 91

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.