Náttúrufræðingurinn - 2001, Qupperneq 14
■ ÁKVARÐANATAKA
Þegar ákvarðarnir eru teknar um framtíðar-
nýtingu auðlinda erlendis bera þeir sem
ákvörðunina taka gjarnan saman þann
kostnað sem ákveðin framkvæmd hefur í för
með sér við þann ávinning sem hafa má af
henni. Hvað Kárahnjúkavirkjun varðar, þá
er ávinningurinn t.d. þær tekjur sem koma frá
sölu raforku, en kostnaðurinn liggur meðal
annars í byggingarefni fyrir mannvirki og
þeim náttúrufyrirbærum sem tapast. Ef
ávinningurinn er meiri en kostnaðurinn er
hagkvæmt að fara út í framkvæmdina, en ef
kostnaðurinn er hærri en ávinningurinn er
ekki skynsamlegt að leggja í hana. Aðferð
þessi er þekkt sem kostnaðar-nytjagreining
(Sloman 1999).
Því miður er slíkur samanburður ekki
auðveldur þar sem náttúrufyrirbæri sem
tapast munu við tiltekna framkvæmd hafa
ekkert tiltekið verð (þau eru ekki metin í
krónum og aurum) og því er erfitt að taka
þau inn sem kostnað í ákvarðanatöku.
Náttúran hefur ekkert verð vegna þess að
hún er ekki seld á markaði, en þess vegna er
hætta á því að hún verði meðhöndluð eins
og hún sé ókeypis, sem leiðir oft til þess að
auðlindir eru ofnýttar. Þegar teknar eru
ákvarðanir um óafturkræfar framkvæmdir,
eins og Kárahnjúkavirkjun er, skiptir verð-
mæti þeirra náttúruauðlinda sem verða fyrir
umhverfisröskun oft sköpum (Hanley og
Spash 1993).
■ HAGRÆNT GILDI
NÁTTÚRUNNAH
Þróaðar hafa verið hagfræðilegar aðferðir til
að leggja peningalegan mælikvarða á
náttúru og umhverfisáhrif sem framkvæmdir
geta haft í för með sér. Með því að meta
þetta svokallaða hagræna gildi náttúru-
verðmæta er hægt að gera þeim nokkurn
veginn jafnhátt undir höfði og öðrum
verðmætum og er það grundvöllurinn fyrir
sanngjarni ákvarðanatöku og sjálfbærri
þróun (Pearceo.fi. 1989).
Hagrænt gildi er mælikvarði á það hversu
mikils virði auðlind eins og ósnortin náttúra
er. Slíkt gildi verður til þegar fólk nýtir
ósnortna náttúru á einhvern hátt eða ber
virðingu fyrir henni. Hagrænu gildi má því
skipta í notagildi (e. use values) og verndar-
gildi (e. non-use values eða preservation
values) (OECD 1995).
Fyrmefndu gildin verða til þegar fólk nýtir
svæðið með beinum hætti, t.d. við fugla-
skoðun eða í fjallaferðum (e. direct use
values) eða með óbeinum hætti (e. indirect
use values), þ.e. þegar fólk hefur gaman af
því að lesa bækur eða horfa á sjónvarps-
þætti um íslenska náttúru eins og mið-
hálendið. Notagildi verður líka til þegar fólk
hefur enn ekki haft tækifæn til að skoða
viðkomandi náttúruauðlind en vill endilega
gera það seinna (e. option values) (Hanley
1995).
Verndargildi verða til þegar einstaklmgur
ber umhyggju eða virðingu fyrir ákveðnu
náttúrufyrirbæri, jafnvel þótt hann nýti það
ekki sjálfur. Verndargildum má skipta í tvo
flokka. í fyrsta lagi eru það svokölluð
tilvistargildi (e. existence values) sem eiga
rætur að rekja til þess að fólk vill einfaldlega
vita að náttúruauðlindin sé til. I öðru lagi má
nefna arfleifðargildi (e. bequest values) sem
verða til þegar fólk óskar þess að náttúru-
fyrirbæri verði varðveitt fyrir komandi
kynslóðir (OECD 1995).
Verndargildi vega oft þungt í hagræna
gildinu þegar auðlindir eru afskekktar og
fágætar. Kárahnjúkasvæðið er ósnortin
náttúra sem á sér nær engar hliðstæður í
heiminum og því er líklegt að hagrænt gildi
þess einkennist að stærstum hluta til af
verndargildi (Swanson og Barbier 1992).
HSKILYRT VERÐMÆTAMAT
Svokallað skilyrt verðmætamat (e. contingent
valuation) var notað til meta hagrænt gildi
þeirra náttúrufyrirbæra sem fórna þarf við
myndun Hálslóns og byggingu stíflu við
Kárahnjúka (1. og 2. mynd). En hvernig er
farið að því að reikna út hvers virði náttúran
er, og hvað Dimmugljúfur, hreindýr, víðerni
og fjöll kosta í raun og veru?
92