Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 15
1. mynd. Fyrirhugað lónsstœði séð frá Fremri Kárahnjúk. Lónið myndi ná frá Fremri Kárahnjúk suður að Vatnajökli (í bakgrunni). - Proposed reservoir site as seen from Fremri Kárahnjúkur. The area between Fremri Kárahnjúkur and Vatnajökull glacier (in the background) would be inundated. Ljósm./Photo: Nele Lienhoop. Þar sem náttúmfyrirbærin á umræddu svæði em ekki til sölu á almennum markaði og hafa því engan verðmiða, gera hagfræðingar spumingakannanir þar sem þeir spyrja einstaklinga beint hversu mikið þeir séu tilbúnir að greiða fyrir að ákveðið svæði fái að haldast ósnortið. Greiðsluvilji hvers einstaklings endurspeglar hversu mikils virði svæðið er honum. Ef hinn spurði hefur til dæmis mikinn áhuga á að fara í fjallgöngur og langar að nota svæðið í framtíðinni er líklegt að hann sé tilbúinn að borga mikið, en ef hann hvorki notar né ber umhyggju fyrir ákveðnu náttúmfyrirbæri getur hugsast að hann vilji greiða sem minnst eða jafnvel ekkert (Mitchell og Carson 1989). Spumingakannanir sem notaðar em í skilyrtu verðmætamati byggjast á fems konar upplýsingum: 1) Lýsing náttúrufyrirbæranna sem meta skal 2) Lýsing á fyrirhugaðri nýtingu svæðisins og hugsanlegum umhverfisáhrifum 3) Lýsing ímyndaðs markaðar 4) Greiðsluháttur og spurning unt greiðsluvilja Hér fyrir neðan er lýsing á þeirri spurn- ingakönnun sem notuð var til að meta náttúruna á Kárahnjúkasvæðinu til fjár. Könnunin var hönnuð með aðstoð sér- fræðinga í Skotlandi og Umhverfisstofnunar HÍ. ■ könnunin og NIÐURSTÖÐUR Til að kanna greiðsluvilja fólks voru tekin viðtöl við u.þ.b. 30 ferðamenn á Kára- hnjúkasvæðinu sumarið 2000, en auk þess voru 300 spurningalistar sendir í pósti til að ná til fólks á landinu öllu. Þannig var hægt að kanna greiðsluvilja manna sem ekki nota svæðið með beinurn hætti. Póstkönnunin var lögð fyrir slembiúrtak úr símaskránni, en viðtöl voru tekin við alla sem heimsóttu svæðið í tvær vikur í júlí. Þeim sem svöruðu ekki póstkönnuninni innan tveggja vikna var sent áminningarbréf en þeir sem svöruðu ekki þá fengu senda nýja könnun. Þetta var gert til að ná sem mestri svörun. Eins og fram kom að ofan er iðulega ekki 93

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.