Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 17
■ LOKAORÐ Könnunin sýnir glöggt að verndun svæðisins við stofnun þjóðgarðs myndi auka velferð landsmanna og að fórnarkostnaður náttúrunnar vegna stíflu í Jökulsá á Dal og mynd- unar Hálslóns er veru- legur. Með þessari könnun var þó einungis athugað hagrænt gildi náttúrufyrirbæra á lóns- stæðinu, sem er bara lítill hluti af öllu því svæði sem verður fyrir umhverfis- röskun af völdum Kára- hnjúkavirkjunar. Því er brýnt að meta til fjár öll þau náttúruverðmæti sem verða fyrir umhverfis- áhrifum, svo sem Jökulsá í Fljótsdal, Lagarfljót og Héraðssand. Einnig þarf að huga að byggingu stöðvarhúss og há- spennulínu í Fljótsdal, lagningu vega á há- lendinu, aukinni umferð o.s.frv. Ef markmiðið er að koma á sjálfbærri þróun frá umhverfislegu, félags- legu og efnahagslegu sjónarmiði er mikilvægt að meta hagrænt gildi allra þeirra náttúrufyrirbæra sem verða fyrir áhrifum og taka þá fjárhæð inn í ákvarðanatökuna - sem kostnað. 2. myrid. Hluti Dimmugljúfra. Gljúfrin myndu hverfa undir lónið. - Part of Dimmugljúfur, the canyon that would be sub- merged by water. Ljósm./Photo: Nele Lienhoop. ■ SUMMARY The Total Economic Value of EnVLRONMENTAL ASSETS1N A WlLDERNESS Area /n Iceland Plans to develop a hydropower plant in the north of Vatnajökull Glacier have resulted in intense debates between conservationists and those favouring large-scale industry. Hydropower generation is considered to be a necessary step in the economic development of Iceland. However, environmental organisations have great concems about the irreversible impacts such developments would have on the wildemess area, and therefore suggest the preservation of the area. 95

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.