Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 21
2. mynd. Landfrœðileg dreifing fjörudoppu (Littorina littoreaj nú um stundir. Þríhyrningarnir tákna staði þar sem ekki er endanlega staðfest að hún hafifundist eða þar sem hún hefur fundist en ekki náð fastri búsetu. - Recent distribution o/Littorina littorea. The triangles mark either unverified finds or occurrences where the species has not been able to produce established populations. ■ ÚTBREIÐSLA Á NÚTÍMA Fjörudoppa er algeng við strendur Norður- Atlantshafs og útbreidd í Evrópu, frá Hvítahafi í norðri til suðurstrandar Portú- gals (Fretter og Graham 1980, Reid 1996). Hennar hefur jafnvel verið getið frá Svalbarða, en þó hefur ekki fengist staðfest að hún lifi svo norðarlega nú á dögum. Tegundin er algeng við flestar breskar og danskar strendur og nær inn í Eystrasalt að Borgundarhólmi. Sunnar er skelin algeng við Bretagneskaga og suður til Oléron-eyju en syðstu mörk tegundarinnar virðast vera við Algarve í Portúgal (2. mynd). í Vestur-Atlantshafi er fjörudoppan dreifð allt frá Belle-eyju við Nýfundnaland til Virginíuríkis í suðri (2. mynd). Strönd Connecticut virðist vera syðsta hentuga búsvæði tegundarinnar, en þó kemur fyrir að straumar flytji lirfur lengra til suðurs, allt að New Jersey og Delmarvaskaga þar sem dýrið hefur stundum sest að (Reid 1996). Syðst hefur tegundin náð í Norður-Ameríku til Wachapreague í Virginíuríki (Vermej 1982). í Kyrrahafi hefur tegundin fundist lifandi við vesturströnd Norður-Ameríku, í Puget- sundi við Washington og í San Francisco- flóa og Trinidadflóa í Kaliforníu (Carlton 99

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.