Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 23
tímabili. Mörkin milli plíósen- og pleistósen- tíma eru hér talin þau sömu og mörkin milli Reuverian- og Praetiglian-skeiða í Hollandi, þ.e. frá upphafi fyrstu meiriháttar jöklunar á norðurhveli jarðar, en oft er stuðst við þessi mörk í Norður- og Vestur-Evrópu. Aldur þessara marka er um 2,5 milljónir ára (Funnell 1995, 1996). Mörkin milli pleistósen og nútíma (hólósen) eru hins vegar 10.000 ára gömul. Við upphaf pleistósen var ísöld, en hún hófst raunar nokkru fyrr, enda er hún fyrst og fremst veðurfarslegt fyrirbæri og upphaf hennar og pleistósentíma falla ekki endilega saman, þar sem tímaskiptingin er byggð á steingervingum í jarðlögum. Fjörudoppa kemur fyrst fram í miðhluta Red Crag-myndunarinnar á Austur- Englandi en er þar frekar sjaldgæf (Wood 1848), og það er hún einnig í efri hluta hennar (Harrner 1920). Aldur Red Crag- myndunarinnar er talinn 2,4-2,55 milljónir ára og því virðist sem meirihluti hennar hafi hlaðist upp á pleistósentíma (Gibbard o.fl. 1991, Funnell 1996). Á meginlandi Evrópu hafa brot af fjörudoppu fundist í álíka gömlum jarðlögum í borkjörnum frá Hollandi, sem innihalda set frá Merksemian- skeiði, eins og því var lýst í Belgíu (Reid 1996). Tegundin finnst í miklum mæli í Nor- wich Crag-mynduninni í Englandi, sem hlóðst upp fyrir 1,6-2,0 milljónum ára, en hún hvílir á Red Crag-mynduninni (Gibbard °g Zalasiewicz 1988). Fjörudoppa er lfka algeng í setlögum af svipuðum aldri úr borholum í Hollandi, m.a. í nágrenni Rotter- dam, Breda, Tilburg og í Roozendaal (Reid 1996). Einnig finnst tegundin í Mya aren- aria-Hydrobia ulvae-beltinu frá fyrri hluta ísaldar í vestur- og miðhluta Hollands (Spaink 1975). Aðeins nokkur eintök af fjöru- doppu hafa fundist í sjávarseti frá Baventian- skeiði í Covehithe í Suffolk á Englandi, en talið er að fánan þar sýni fyrstu greinilegu merkin um kólnun sjávar við Bretlandseyjar í upphafi ísaldar (West o.fl. 1980). Tegundin er algeng í strandseti frá seinni hluta ísaldar á Bretlandi og meginlandi Evrópu (Reid 1996). Einnig finnst hún víða í setlögum frá síðasta hlýskeiði ísaldar (Eemian-skeiði) í Danmörku og Hollandi (Harmer 1923), sem og ungum ísaldarlögum við Hvítahaf og Barentshaf (Knipowitsch 1900, Merklin o.fl. 1979). í Noregi, Svíþjóð og Danmörku er mikið af fjörudoppu í seti frá yngsta hluta ísaldar og nútíma, t.d. í setlögum sem settust til í Steinaldarhafinu um miðbik nútíma. I hafinu var bæði seltumagn og hitastig hærra en nú er á svæðinu, svo tegundin náði langt inn í Eystrasalt, m.a. til Finnlands, þar sem hún varð frekar algeng. Á Svalbarða er tegundin algeng í setlögum sem mynduðust við sjávarstrendur á hlýindaskeiðinu á miðhluta nútíma (Feyling-Hanssen 1955). Fjörudoppa hefur einnig fundist í jarðlögum í Norður-Ameríku, en þó aðeins ein skel frá ísöld. Hún fannst í 33.000 lil 44.000 ára gömlu seti á Nova Scotia (Wagner 1977). Að auki hafa fundist skeljar í sorphaugum indíána í Kanada og sýndu aldursákvarðanir að þær eru 500-1000 ára gamlar (Reid 1996). Þá fundust tvö eintök í norðurhluta Nýfundnalands, á svæði þar sem norrænir menn settust að, auk þess sem nokkrar skeljar fundust í Nova Scotia og New Brunswick og eru þær taldar 1000-1500 ára gamlar. í byrjun ísaldar, þegar allverulega tók að kólna, náði tegundin hvað suðlægastri útbreiðslu, allt til Cape Rhir í Marokkó. Jafnframt hafa leifar fjörudoppu fundist á Taymyrskaga í Norður-Síberíu (76°N), í seti er hlóðst upp í Kazansevskaga-áflæðinni, sem átti sér stað um fyrir um 100.000 árum á hlýindakafla á síðari hluta ísaldar (Reid 199ö). Fjörudoppan hefur því fundist víða í jarðlögum utan við núverandi útbreiðslu- svæði, en það bendir til breytinga á land- fræðilegri útbreiðslu með tilliti til umhverfis- þátla, einkum sjávarhita (3. mynd). Einn af þessum stöðum er Island þar sem skelin var ranglega álitin vera í tígulskeljalögunum (Mactra) og krókskeljalögunum (Serripes) á Tjörnesi (Gladenkov o.B. 1980), seti frá byrjun nútíma á Vesturlandi og Suðurlandi (Þorvaldur Thoroddsen 1892) og loks úr seti mynduðu á hlýindakaflanum um tniðbik nútíma (Thorson 1941, Spjeldnaes og Henningsmoen 1963, Reid 1996). 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.